„Upstate New York“–
„Upstate Reykjavik“

Upstate NYPistlihöfundi gafst kostur á því í síðasta mánuði að keyra um New York fylki og fá nasaþef af bandarískri sveitamenningu. Þar blasti við hörmuleg sjón, fátækt og niðurnídd hús, afleiðing af sorglegri þróun í uppsveitum New York borgar.

Upstate NYPistlihöfundi gafst kostur á því í síðasta mánuði að keyra um New York fylki í Bandaríkjunum og fá nasaþef af sveitamenningunni í fyrirheitna landinu. Þar blasti við hörmuleg sjón talsvert frábrugðin því sem sem höfundur átti von á. Alþjóðabragur og viðskiptaveldi stóra eplisins náði augljóslega ekki langt út fyrir borgarmörkin og mjög víða í fylkinu mátti finna fátækt, depurð og afturhald.

Fátæktin hafði augljóslega tekið sér bólfestu í fylkinu og vitneskjan um betri tíma mátti lesa úr þreyttum andlitum á förnum vegi. Bandaríska fánann mátti sjá hangandi utan á öðru hverju húsi og var ekki laust við að sú tilfinning læddist að pistlahöfundi að synirnir væru í fjarlægu landi að vernda frelsið. Það var pistlahöfundi ljóst að eitthvað hafði farið verulega úrskeiðis í þessu fylki og skelfilegt að þessi þróun hafi verið látin viðgangast.

„Uppsveitir“ New York fylkis voru áður blómleg landbúnaðar- og framleiðsluhéröð en einhæft atvinnulíf og samdráttur í niðurgreiddum landbúnaði hefur kallað á fátækt og atvinnuleysi. Fólkið flykkist til borganna í atvinnuleit og atvinnulífið í sveitunum og þorpunum verður einhæfara og þróunin lendir í vítahring. Það fór því hrollur um höfund er hann áttaði sig allt í einu á því að þróunin gæti átt sér samsvörun á Íslandi – gæti hann verið að horfa á „Upstate Reykjavík“ eftir 10-20 ár?

Slík þróun má ekki eiga sér stað og þarf ekki að eiga sér stað á Íslandi. Við verðum að hafa kjark og þor til þess að horfast í augu við vandmálin í stað þess að reyna að grafa okkur í gegnum þau. Þúsund jarðgöng myndu ekkert gera fyrir uppsveitir New York. Þúsund jarðgöng breyta engu um byggðaþróun á Íslandi. Jarðgöng verða ekki étin.

Latest posts by Davíð Guðjónsson (see all)