Nýlega settu Frakkar undarleg lög sem banna mörgum múslimskum konum og stúlkum að klæðast eins og þær eru vanar. Þetta er dæmi um kúgun meirihlutans á minnihlutanum af verstu sort. Hve yfirborðskenndar geta hugmyndir manna um kvenréttindi verið, ef þeir halda að þeir séu að gera einhverjum greiða með slíkri lagasetningu?
Það vakti athygli í síðustu viku er Bíldælingur hf. á Bíldusal sagði upp öllu starfsfólki sínu vegna erfiðrar rekstarstöðu. Bíldælingur er langstærsti atvinnuveitandi á staðnum og uppsagnirnar eru því mikil blóðtaka fyrir kauptúnið.
Rétt fyrir aldamótin voru menn mjög bjartsýnir, þriðja kynslóð farsíma var rétt handan við hornið, íslendingar fjárfestu í öllu sem tengdist netinu jafnvel fyrirtækjum sem áttu að vita hvenær mjólkin var búin í ískápunum okkar. Bólan hrundi en verslun jafnt og þétt vaxið á netinu, bara ekki jafn hratt og menn ætluðu.
Hér á landi sem annars staðar þurfa lögfræðingar á sérstakri löggildingu að halda til að öðlast lögmannsréttindi. Hvernig á að standa á því að veita mönnum lögmannsréttindi og hverjar skyldu vera ástæður þess að sérstakar, oft á tíðum mjög strangar, hömlur eru á aðgangi að þessari starfsstétt?
Undanfarin ár hafa fjölmargir aðilar boðið íslenskum neytendum upp á netsíma, án mikils árangurs. Þessar lausnir hafa ekki þótt nægjanlega góðar til að vera almennar, nú er hins vegar komin lausn sem er bæði mjög góð og líklega það besta er að hún er alveg ókeypis. Þetta er Skype.
Hér er þeirri spurningu velt upp hvernig tækninýjungar hefðu þróast ef ýmis heimilistæki hefðu verið hönnuð í upphafi með það í huga að karlmenn notuðu þau.
Borg ljósanna, Las Vegas, fagnaði 100 ára afmæli í síðasta mánuði. Borgin, sem rís upp úr miðri eyðimörk, hefur löngum laðað til sín fólk í gróðavon, annálaða svindlara, frægt fólk, að ógleymdum þeim milljónum ferðamanna sem sækja hana heim árlega.
Samskipti Kína og Íslands hafa mikið verið í sviðsljósinu upp á síðkastið vegna sendifarar forseta Íslands og föruneytis til risaveldisins. Hafa vaknað upp spurningar um hvort það sé rétt viðhorf til mannréttindabrotanna í Kína að þegja, bíða aðgerðarlaus og leyfa landinu að þróast áfram.
Í umfjöllun um bresku kosningarnar sem fram fóru nýlega kom iðulega fram að mörgum þótti það kosningakerfi sem við lýði væri í Bretlandi „fáranlegt,“ „ósanngjarnt“ eða í besta falli „verulega sérstakt“. Rökin voru oftast á þessa leið: „Frjálslyndir Demókratar fá 20% atkvæða en einungis 10% þingsæta: Þess vegna er breska kosningakerfið ekki sanngjarnt.“
Vísindi og samfélag eiga litríka sambúð og reglulega veldur þróun í öðru byltingu á hinu. Þegar litið verður til baka til tuttugustu aldarinnar er ljóst að Internetið mun teljast til þeirra þróunarskrefa vísindanna sem umbylti samfélaginu. Einn alvarlegur galli er þó á Internetinu: Tenging fæst ekki nema í gegn um fyrirtæki eða opinbera aðila. Í New York, og fjölmörgum öðrum borgum Bandaríkjanna, hafa hafa áhugmenn um tækni og bætt samfélag sameinast til þess að afmá þennan galla.
Í mörgum lýðræðisríkjum starfa þing í tveimur deildum. Aðallöggjafarstarfið fer fram í neðri deild meðan efri deildin sér aðallega um að yfirfara lög og laga augljósa vankanta. Íslendingar lögðu niður efri deild sína snemma á tíunda áratug liðinnar aldar. Eða hvað?
Allt tekur enda um síðir-og samkvæmt Haraldi Ólafssyni veðurfræðingi mun því þurra verðri sem verið hefur sl. vikur hér í Reykjavík ljúka formlega um helgina og rigna mun á réttláta-sem rangláta-íbúa höfuðborgarinnar.
Pistlahöfundur er einlægur stuðningsmaður þess að borgaryfirvöld byggi fleiri háhýsi og telur það reyndar grunnforsendu fyrir þéttingu byggðar.
Sú ákvörðun stjórnvalda að stöðva árlegar fjárveitingar ríkisins til Mannréttindastofu Íslands vakti mikla athygli fyrir skömmu og var harðlega gagnrýnd. Rétt er að skoða hvort sú gagnrýni hafi verið réttmæt.
Heiðursglæpir eru þekktir sem ofbeldi gegn konum í þeirra fjölskyldu og/eða þeirra samfélagi. Þeir brjóta þeirra rétt til að lifa, öryggi þeirra sem persónu, frelsi frá pyntingum, ómannúðlegri og niðurlægjandi meðferð og rétti þeirra til þess að vera jafnar fyrir lögum og rétti.
Á sama tíma og ríkið er að draga sig út úr samkeppnisrekstri í atvinnulífi virðast lítil takmörk fyrir hugmyndaflugi fulltrúa R-listans í Orkuveitu Reykjavíkur um hlutverk fyrirtækisins í nýsköpun í atvinnulífi.
Um helgina gaf franskur almenningur stjórnarskrárdrögum Evrópusambandsins falleinkunn. Ef helstu rök andstæðinga stjórnarskrárinnar í ýmsum löndum eru borin saman verður æ ljósara hve erfitt, jafnvel ómögulegt, verkefni það er að búa til eitthvað heilsteypt, virðulegt skjal sem meirihluti Evrópubúa getur sætt sig við.
Talið er að um 60 milljónir kvenna í Bandaríkjunum og Evrópu taki getnaðarvarnarpilluna að staðaldri. Flestar konur hafa fengið veður af ýmsum fylgikvillum hennar, þ.á.m. þeim hvimleiða sem kyndeyfð er. Getur verið að um óafturkræfa deyfð sé að ræða?
Margaret Thatcher er kjarnakona sem skilið hefur eftir sig djúpt spor í stjórnmálasögu Bretlands. Hún verður áttræð á komandi hausti og því er tilvalið að fjalla örlítið um þessa merku konu sem jafnan hefur verið nefnd járnfrúin.
Á síðustu dögum liðins þings smaug frumvarp til nýrra tollalaga í gegn án teljandi umfjöllunar fjölmiðla. Ýmsar áhugaverðar upplýsingar koma fram í greinargerðinni með frumvarpinu.