Heiðursglæpir

Heiðursglæpir eru þekktir sem ofbeldi gegn konum í þeirra fjölskyldu og/eða þeirra samfélagi. Þeir brjóta þeirra rétt til að lifa, öryggi þeirra sem persónu, frelsi frá pyntingum, ómannúðlegri og niðurlægjandi meðferð og rétti þeirra til þess að vera jafnar fyrir lögum og rétti.

Heiðursglæpir eru þekktir sem ofbeldi gegn konum í þeirra fjölskyldu og/eða þeirra samfélagi. Þeir brjóta þeirra rétt til að lifa, öryggi þeirra sem persónu, frelsi frá pyntingum, ómannúðlegri og niðurlægjandi meðferð og rétti þeirra til þess að vera jafnar fyrir lögum og rétti. Þessi réttindi sem við höfum hlotið og teljum sjálfsögð koma fram í Kvennasáttmála Sameinuðu Þjóðana. Á vissum stöðum í heiminum eru þessi réttindi hins vegar ekki sjálfsagður hlutur. Hér eru nokkur dæmi um réttindi sem konur hafa ekki á sumum stöðum í heiminum; að velja sér maka, að fara í hjónaband af fúsum og frjálsum vilja, að njóta frelsis frá mismunun og vera jafnar körlum. Það má færa rök fyrir því að ekki sé verið að fara fram á mikið með kröfu um að konur séu taldar manneskjur en það er ekki þannig alls staðar.

Ekki er til neinar ábyrgar tölur yfir það það hve margar konur eða stúlkur hafa verið fórnarlömb heiðursglæpa. Líkleg ástæða þess er að slíkir glæpir eru ekki tilkynntir í þeim löndum þar sem þeir tíðkast eða eru tilkynntir sem slys eða sjálfsmorð og ekki rannsakaðir frekar.

Helsta ástæða heiðursmorða er hegðun stúlkunar. Ef grunur liggur fyrir að stúlka hafi hegðað sér á einhvern hátt sem sæmir ekki heiðri fjölskyldunnar þá hefur það verið nóg til þess að hún hafi misst lífið. Það sem kannski setur mann gjörsamlega út af laginu er að það er alls ekki sjaldan sem stúlka missir lífið vegna þess að hún hafi verið misnotuð af fjölskyldumeðlim og hefur orðið ófrísk í kjölfarið. Oftast eru það menn sem beita heiðursglæpum en í eitthverjum tilvikum eru það konur.

Til skýringar kemur stutt saga af einum heiðursglæp. 17 ára ung stúlka í litlu þorpi í Palestínu sem hefur sætt misnotkun af tveimur eldri bræðrum sínum (20 og 22 ára) árum saman brýtur á sér löppina einn daginn. Hún fer á spítala þar sem er komist að því að hún er komin átta mánuði á leið. Vegna ótta læknanna að hún væri í hættu ef hún kæmi heim ólétt var hún send í skjól til Betlehem. Stúlkan eignast skömmu síðar barn sem er gefið til ættleiðingar. Stúlkan er núna orðin frísk og vill snúa aftur til síns heima en læknarnir óttast enn um líf hennar ef hún snýr til baka. Því biðja yfirvöld fjölskyldu stúlkunnar og yfirmenn þorpsins að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að enginn muni særa stúlkuna. Fjölskyldan skrifar undir en bæjarstjóri þorpsins lætur í ljós sínar áhyggjur að það væri ekki hægt að ábyrgjast það að hún væri örugg hjá fjölskyldu sinni. Án þess að láta nokkurn vita snýr stúlkan aftur til síns heima en stuttu eftir heimkomu hringir hún í Kvennaathvarf og segir að hún sé í hættu heima hjá sér. Kvennaathvarfið hefur strax samband við lögreglu sem fer á staðinn. Lögreglan er hins vegar of sein. Móðir stúlkunnar var fyrri til og hafði drepið stúlkuna á hrottalegan hátt. Í yfirheyrslum yfir móðurinni þá segist hún hafa drepið dóttur sína til þess að halda heiðri fjölskyldunnar. Reyndar þá hafi hún samt reynt, áður en hún drap hana, að sannfæra hana til að fremja sjálfsmorð en hún vildi það ekki og því fór sem fór.

Þetta er bara ein af mörgum sögum en þetta segir mikið. Samkvæmt heimildum frá Amnesty International þá eru lög í að minnsta kosti 54 löndum sem mismuna konum og við megum aldrei gleyma þeim konum sem lifa við hrottalega aðstæður.

Latest posts by Stefanía Sigurðardóttir (see all)

Stefanía Sigurðardóttir skrifar

Stella hóf að skrifa á Deigluna í nóvember 2004.