Járnfrúin

Margaret Thatcher er kjarnakona sem skilið hefur eftir sig djúpt spor í stjórnmálasögu Bretlands. Hún verður áttræð á komandi hausti og því er tilvalið að fjalla örlítið um þessa merku konu sem jafnan hefur verið nefnd járnfrúin.

Margaret Thatcher er kjarnakona sem skilið hefur eftir sig djúpt spor í stjórnmálasögu Bretlands. Hún verður áttræð á komandi hausti og því er tilvalið að fjalla örlítið um þessa merku konu sem jafnan hefur verið nefnd járnfrúin.

Enginn forsætisráðherra í Bretlandi hefur setið eins lengi í embætti og frú Margaret Thatcher. Hún varð forsætisráðherra í maí 1979 og sagði af sér vegna þrýstings frá samflokksmönnum í nóvember 1990. Margaret Roberts er alin upp í litlum bæ í Norður- Englandi Faðir hennar var ómenntaður smákaupmaður og móðir hennar saumakona. Hún fór í Oxford háskóla, eftir að hafa numið við Kesteven & Grantham stúlknaskólann og lærði efnafræði. Í Oxford háskóla var hún fyrsta konan til að gegna embætti forseta samtaka íhaldsmanna í Oxford háksóla (Oxford University Conservative Association).

Þetta er sérstakur bakgrunnur fyrir forsætisráðherra og ekki síður það að æðsti embættismaður þjóðarinnar á þessum tíma skyldi vera kvenmaður-einstaklega hörð í horn að taka.

Þó frú Thatcher hafi verið lengi í embætti sem forsætisráðherra er ekki hægt að segja að það hafi endurspeglað persónulegar vinsældir hennar. Hún gegndi tveimur ráðherraembættum áður en hún varð forsætisráðherra, bæði sem eftirlaunaráðherra og menntamálaráðherra. Í þeim embættum var hún mjög umdeild. Hún fékk meðal annars viðurnefnið Thatcher mjólkurþjófur ( “Thatcher, Milk Snatcher”) vegna ákvörðunar hennar að afnema þann rétt grunnskólabarna að fá fría mjólk.

Hennar meginhlutverk sem forsætisráðherra að eigin sögn var að frelsa þjóðina frá sósíalismanum og koma efnahagi Breta á betri veg. Hennar helstu baráttumál voru minni ríkisafskipti, meira einstaklingsfrelsi og einstaklingsábyrgð, aukin samkeppni og lægri skattar. Þessu náði hún fram og hlaut með því meðbyr bresku þjóðarinnar. Mörg dæmi væri hægt að nefna um einstaka stjórnunar- og leiðtogahæfileika hennar og samspil við andstæðinga og aðra þjóðfélagsþegna. Falklandsstríðið er gott dæmi um hennar hörku og það fylgi sem hún hafði meðal bresku þjóðarinnar. Breska pressan stóð með henni í gegnum stríðið og gáfu henni viðurnefnið “Járnfrúin” eftir að hún hafði gefið skipun um að sökkva argentískum kafbáti sem var að sigla frá Falklandseyjunum og drukknuðu þar 368 menn. Persónulegt fylgi Margaret Thatcher rauk upp í kjölfarið og vann Íhaldsflokkurinn 1982, stærsta sigur sinn í breskum þingkosningum síðan 1945.

Frú Margaret Thatcher er ein besta fyrirmynd kvenna í stjórnmálum í dag. Líkt og hún eru allir góðir stjórnmálamenn umdeildir. Staðfesta og harka er góð blanda í nútímastjórnmálamann. Fáir komast með tærnar þar sem hún hefur hælana og enn sem komið er hefur engin kona náð eins langt sem leiðtogi og Járnfrúin.

Latest posts by Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir (see all)