Ósanngjörn kosningakerfi?

Í umfjöllun um bresku kosningarnar sem fram fóru nýlega kom iðulega fram að mörgum þótti það kosningakerfi sem við lýði væri í Bretlandi „fáranlegt,“ „ósanngjarnt“ eða í besta falli „verulega sérstakt“. Rökin voru oftast á þessa leið: „Frjálslyndir Demókratar fá 20% atkvæða en einungis 10% þingsæta: Þess vegna er breska kosningakerfið ekki sanngjarnt.“

Í umfjöllun um bresku kosningarnar sem fram fóru nýlega kom iðulega fram að mörgum þótti það kosningakerfi sem við lýði væri í Bretlandi „fáranlegt,“ „ósanngjarnt“ eða í besta falli „verulega sérstakt“. Rökin voru oftast á þessa leið: „Frjálslyndir Demókratar fá 20% atkvæða en einungis 10% þingsæta: Þess vegna er breska kosningakerfið ekki sanngjarnt.“

Vandinn er sá að ekkert kosningakerfi er laust við einhvers konar „mótsagnir“, þ.e.a.s. niðurstöður sem einhverjum þykja ekki í samræmi við það sem rökrétt megi virðast. Það er finna slík dæmi er ekki sérstök sönnun fyrir „ósanngirni“ kosningakerfisins. Í hlutfallskerfi eins og því sem við búum við hér á landi fá menn vissulega oftast þingmenn í hlutfalli atkvæðafjölda, það leiðir hins vegar til þess að vægi smærri framboða „óeðlilega hátt“ þrátt fyrir að þingmannafjöldi þeirra sé lítill.

Til að mynda hefur Framsóknarflokkurinná Alþingi jafnmikið vægi og Samfylkingin eða Sjálfstæðiflokkurinn þrátt fyrir að hafa verulega færri þingmenn. Þannig getur það auðveldlega gerst að flokkurinn sem fái flest atkvæði í kosningum komist ekki í stjórn, eða jafnvel að stjórnin hafi ekki meirihluta kjósenda að baki sér. Þetta segir auðvitað ekkert um hvort kosningakerfið okkar sé „sanngjarnt“ eða ekki, heldur einungis um að það uppfylli ekki þessi einu skilyrði.

Við rannsóknir á ólíkum kosningakerfum leitast menn við að svara ólíkum spurningum á borð við: Geta menn skemmt fyrir frambjóðanda með því að kjósa hann (einhalla skilyrðið)? Ef einhver fær meirihluta atkvæða, vinnur hann þá kosningarnar (meirihlutaskilyrðið)? Ef allir sem kusu flokk A hefðu kosið flokk B og öfugt mundi þingmannafjöldi þeirra víxlast líka (samhverfuskilyrðið)? Síðan þarf að taka ákvörðun um hverju menn vilja fórna og búa til kerfi sátt er um og tekur mið af pólitískum veruleika hverrar þjóðar.

Þeir sem halda því fram að breska kosningakerfið sé ósanngjarnt vegna þess dæmis sem nefnt var í upphafi, setja einfaldlega milli samasemmerki milli orðanna „sanngjarnt“ og „hlutfallskosning“. Þar með er inntakið í rökum þeirra orðið það „að breska kerfið sé ekki hlutfallskosning“, sem er var auðvitað alla tíð augljóst.

Stjórnmálamenn hafa raunar tilhneygingu til að grufla hressilega kosningalögunum til að ná fram einhverju sem þeir telja æskilegt. Til að mynda hafa margar þjóðir reynt að sporna við „óæskilega“ háu vægi smáflokka með því að setja þröskuldi á hve mikið fylgi þeir þurfi að hafa til að komast á þing. Sem er ekkert allt of straumlínulöguð lausn frá stærðfræðilegu sjónarmiði.

Svipað dæmi um slíkt er svokölluð trygging sem frambjóðendur í Bretlandi þurfa að greiða þegar þeir bjóða sig fram. Á kosninganótt mátti oft sjá einhverja rasista og lúða fagna af krafti þrátt fyrir að vera langt frá því að sigra. Þetta voru menn sem höfðu náð 5% lágmarkinu og gátu fengið 500 pundin sín tilbaka.

Þetta var eflaust sett á fót til að koma í veg fyrir bullframboð. Án þessa kerfis hefði kjósandi enga ástæða til að kjósa 5% smáflokk, aðra en sína eigin sérvisku. En nú hefur atkvæði hans fjárhagslega þýðingu flokk hans. Enn og aftur hefur grufl stjórnmálamanna í kosningakerfum haft svolítið öfug áhrif en þeir héldu.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.