Þráðlaus kommúnismi í landi frelsisinsVísindi og samfélag eiga litríka sambúð og reglulega veldur þróun í öðru byltingu á hinu. Þegar litið verður til baka til tuttugustu aldarinnar er ljóst að Internetið mun teljast til þeirra þróunarskrefa vísindanna sem umbylti samfélaginu. Einn alvarlegur galli er þó á Internetinu: Tenging fæst ekki nema í gegn um fyrirtæki eða opinbera aðila. Í New York, og fjölmörgum öðrum borgum Bandaríkjanna, hafa hafa áhugmenn um tækni og bætt samfélag sameinast til þess að afmá þennan galla.Vísindi og samfélag eiga litríka sambúð og reglulega veldur þróun í öðru byltingu á hinu. Þegar litið verður til baka til tuttugustu aldarinnar er ljóst að Internetið mun teljast til þeirra þróunarskrefa vísindanna sem umbylti samfélaginu. Internetið hefur gjörbreytt möguleikum fólks til samskipta og upplýsingaöflunar og styrkt lýðræðið með því að gefa fleirum vald til opinberrar tjáningar. Einn alvarlegur galli er þó á Internetinu: Tenging fæst ekki nema í gegn um fyrirtæki eða opinbera aðila. Í New York, og fjölmörgum öðrum borgum Bandaríkjanna, hafa hafa áhugmenn um tækni og bætt samfélag sameinast til þess að afmá þennan galla.

Með tilkomu ódýrra þráðlausra netkerfa kviknaði sú hugmynd að notendurnir, fólkið sjálft, gætu í raun rekið sitt eigið Internet, óháð ríki og símafyrirtækjum. Fjöldi fólks á nú þegar þráðlausa senda og móttakara, sem flutt geta meiri netumferð en hraðvirkustu ljósleiðaratengingar fyrir tuttugu árum síðan. Ef aðeins væri hægt að finna leið til þess að tengja einstaka notendur saman, væru óháð og frjáls samskipti komin á. Þennan þröskuld hefur hins vegar reynst nokkuð erfitt að yfirstíga.

Í Bandaríkjunum lýtur netnotkun almennings nokkuð öðrum lögmálum en hér á landi. Flest netsamskipti eru innanlands og verð fyrir netþjónustu hefur því frá upphafi verið óháð notkun (niðurhali). Þrátt fyrir að ekki hafi enn þá tekist að búa til óháð þráðlaust Internet hafa því, nú þegar, sprottið upp hópar venjulegra netnotenda, sem deila nettengingu sinni með almenningi. Í New York borg er t.d. öflugur hópur sjálfboðaliða, sem gengur undir nafninu New York City Wireless.

Með nýjustu gjaldskrárbreytingum símafélaganna á Íslandi hefur skyndilega opnast möguleiki á slíkum netsamvinnufélögum hérlendis. Ég hvet þó alla til þess að lesa vel smáa letrið í áskriftarsamningum sínum áður en opnað er fyrir aðgang ókunnugra að nettengingu heimilisins.

Frekari fróðleikur:

NYC Wireless

Bay Area Wirless User Group