Tollar og gjöld

Á síðustu dögum liðins þings smaug frumvarp til nýrra tollalaga í gegn án teljandi umfjöllunar fjölmiðla. Ýmsar áhugaverðar upplýsingar koma fram í greinargerðinni með frumvarpinu.

Hver hefur þróun vörugjalda verið síðustu áratugina?

Á síðustu dögum liðins þings smaug frumvarp til nýrra tollalaga í gegn án teljandi umfjöllunar fjölmiðla.Ýmsar áhugaverðar upplýsingar koma fram í greinargerðinni með frumvarpinu.

Ný tollalög taka gildi þann 1. janúar næstkomandi. Ætlunin er þó ekki að fjalla um þau lög hér heldur áhugaverðar upplýsingar sem koma fram í greinargerðinni með frumvarpinu.

Í greinargerðinni með frumvarpinu segir m.a.

„Frá því að gildandi tollalög tóku gildi hefur hlutfall tolla af skatttekjum ríkissjóðs farið lækkandi. Árið 1986 voru tollar 8% af skatttekjum ríkissjóðs. Tíu árum síðar hafði hlutfallið lækkað í 3% og árið 2003 var hlutfallið komið niður í 1%. Ástæða lækkunarinnar er að gjaldtaka í formi tolla hefur verið á undanhaldi, m.a. vegna alþjóðlegra skuldbindinga Íslands.“

Sem hægrimaður hlýtur maður að fagna þessari þróun en brosið lekur af vörunum þegar næstu línur eu lesnar.

„Auk tolla eru ýmis gjöld lögð á og innheimt við tollafgreiðslu á innfluttum vörum. Þau eru eftirfarandi:

1. Tollar samkvæmt tollalögum, nr. 55/1987.

2. Virðisaukaskattur samkvæmt virðisaukaskattslögum, nr. 50/1988.

3. Almenn vörugjöld samkvæmt lögum um vörugjald, nr. 97/1987.

4. Vörugjöld af ökutækjum og eldsneyti samkvæmt lögum nr.

29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.

5. Áfengisgjald og tóbaksgjald samkvæmt lögum um gjald af áfengi

og tóbaki, nr. 96/1995.

6. Úrvinnslugjald samkvæmt lögum nr. 162/2002.

7. Skilagjald á innfluttar drykkjarvörur í einnota umbúðum úr

stáli, áli, gleri og plasti samkvæmt lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, nr.

52/1989.

8. Höfundarréttargjald á bönd, diska, plötur o.fl. samkvæmt

höfundalögum, nr. 73/1972,

9. Flutningsjöfnunargjald á olíuvörur samkvæmt lögum nr.

103/1994, um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara.

10. Eftirlitsgjald af eftirlitsskyldum rafföngum samkvæmt lögum

nr. 146/1996, um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga.

11. Eftirlitsgjald af fóðri, áburði og sáðvöru samkvæmt lögum nr.22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

12. Eftirlitsgjald vegna innflutnings plantna samkvæmt lögum nr. 51/1981, um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum.

Þau aðflutningsgjöld sem skila ríkissjóði mestum tekjum auk tolla eru margvísleg vörugjöld, einkum á bifreiðar og bensín, svo og áfengisgjald.“

Það þarf líklega ekki að taka það fram að ég er yfirhöfuð ekki hrifin af því að einstaklingar og fyrirtæki þurfi að greiða ríkinu toll eða gjöld í miklu mæli. Ég hlýt þó að vera ánægður með þróunina á sviði tollamála. Áhugavert væri að sjá sambærilegt yfirlit yfir þróun vörugjalda sem innheimt eru við tollafgreiðslu. Það eru sjálfsagt fáir sem gera skýran greinarmun á þeim og tollum enda verið að greiða sama aðilanum, ríkinu.

Ég ætla að enda á orðum Jóns Steinssonar sem ritaði ágætan pistil á Deiglunni nýlega: „Tilgangur flestra þeirra [tolla] er að vernda innlenda framleiðslu sem stenst ekki samkeppni við erlenda aðila á jafnréttisgrunvelli. Eins og svo oft eru þröngir hagsmunir framleiðenda teknir fram yfir mun stærri (en dreifðari) hagsmuni neytenda.“