Vaxandi netverslun

Rétt fyrir aldamótin voru menn mjög bjartsýnir, þriðja kynslóð farsíma var rétt handan við hornið, íslendingar fjárfestu í öllu sem tengdist netinu jafnvel fyrirtækjum sem áttu að vita hvenær mjólkin var búin í ískápunum okkar. Bólan hrundi en verslun jafnt og þétt vaxið á netinu, bara ekki jafn hratt og menn ætluðu.

Rétt fyrir aldamótin voru menn mjög bjartsýnir, þriðja kynslóð farsíma var rétt handan við hornið, íslendingar fjárfestu í öllu sem tengdist netinu jafnvel fyrirtækjum sem áttu að vita hvenær mjólkin var búin í ískápunum okkar. Bólan hrundi en verslun jafnt og þétt vaxið á netinu, bara ekki jafn hratt og menn ætluðu.

Undanfarið hafa borist fréttir af því frá Bretlandi að netverslun sé eina verslunin sem hefur aukist. Á sama tíma og verslun á netinu jókst í fyrra um 16,6%, dróst hefðbundin verslun saman um 4,2%. Í Bandaríkjunum hafa netverslanir verið í auknu mæli að einblína á vörur sem konur hafa áhuga á, líkt og fatnað, förðunarvörur og heimilistæki.

Það er þó ekki bein verslun á netinu sem netið hefur haft mest áhrif á heldur netið sem upplýsingagjafi. Þótt auðvelt sé að versla á netinu vill fólk oft fara á staðinn, sjá að eitthvað stendur að baki seljandanum og fá að þreifa á vörunni. Um leið sér það viðkomandi taka við greiðslu og fær vöruna örugglega afhenta. Þetta er hins vegar oft gert eftir að ítarleg skoðun hefur farið fram á netinu, þannig hefur fólk með nokkrum smellum og hugsanlega leit á goggle komist yfir gríðarlega mikið magn af seljendum og hugsanlegu dómum frá öðrum neytendum yfir vöruna. Neytandinn hefur því möguleika á að láta kaupin fara fram eftir vel ígrundaða athugun, án þess að þurfa að þeysast um allan bæ.

Víða erlendis eru verðvaktanir vinsælar en þá er hægt að slá inn nafnið á ákveðinni vöru t.d. prentara og fá lista yfir aðila sem eru með viðkomandi vöru, verð vörunnar og umsagnir og dóma um viðkomandi verslun. Hérlendis er til vísir að slíku með t.d. vaktin.is og einstaka félög sem vakta ákveðna vöruflokka. Þessar verðvaktir eru hins vegar mjög takmarkaðar og sýna eingöngu verð en enga sérstaka dóma um söluaðila eða vöruna. Gaman væri að sjá alvöru verðvakt á Íslandi.

Á Íslandi hefur sala á netinu líklega mest verið notuð í ferðamannaiðnaðinum, Flugfélag Íslands er nánast hætt að selja miða nema á netinu og allar ferðaskrifstofurnar eru með póstlista, sem eru kallaðir netklúbbar og bjóða ódýrari gjöld. Hins vegar eru Íslendingar líklega farnir að nota sér alþjóðlega verslun á ferðum í mjög litlum mæli, helst er það hótelgisting sem fólk er að kaupa beint. Annað sem hefur verið reynt hérlendis með lélegum árangri eru uppboðsmarkaðir, hins vegar hefur Íslendingum gengið vel að tileinka sér erlendar útgáfur af þessum vefjum.

Netið er bestu “neytendasamtök” sem er í boði eru, þar geta neytendur fundið nánar upplýsingar um vöruna, fengið upplýsingar um áreiðanleika söluaðilans og fundið besta verðið. Neytandinn getur því tekið upplýstar ákvarðanir um þá vöru sem hann ætlar að versla og hvar hann ætlar að versla hana áður en hann fer nokkurn tímann úr húsi. Það er hins vegar spurning hvort netið nái nokkurn tímann þeim hæðum sem menn létu sér dreyma um árið 2000. Því þótt undirritaður sé latur er langt í að hann láti tölvu senda sér mjólkina heim.

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.