Undanfarið hefur allt verið á suðupunkti innan Evrópusambandsins og í Bandaríkjunum vegna hinnar margumtöluðu kjarnorkuáætlun Írans. Þeir hafa statt og stöðugt reynt að skjóta sér undan eftirliti aþjóðasamfélagsins og halda því fram að áætlun þeirra þjóni eingöngu friðsamlegum tilgangi.
Líkt og flestir vita er mannanafnanefnd hér á landi skipuð þremur einstaklingum sem taka lokaákvörðun um nafngiftir Íslendinga, sem sagt hvað megi eða megi ekki heita. Fyrir nokkrum dögum las ég grein um nýjustu nöfnin sem fengu grænt ljós að mati þremenninganna.
Á meðan landsmenn keppast við að boða til júróvisjónpartýja í aðdraganda úrslitakvölds íslensku undankeppninnar er enn í gangi umræðan um lag Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar og hvort leyfa átti laginu að halda áfram í keppninni, eftir að það komst í dreifingu á Internetinu. Umfjöllun sem hófst hér í gær um málið heldur nú áfram.
Í gær héldu blómabúðir Valentínusardaginn hátíðlegan. Elskendur og turtildúfur gæddu sér á hjartalöguðu sælgæti og margir fengu eflaust falleg kort. En einhverjir höfðu þó um annað að hugsa á Valentínusardaginn, því hann er einmitt alþjóðlegur V-Dagur eða dagur gegn ofbeldi á konum og stúlkum.
Orkuveitur a Íslandi hafa starfað í marga áratugi undir skjólvæng misviturra ríkisstarfsmanna. Í gegnum áratugina hefur samband þeirra við eigendur sína, landsmenn, slitnað hægt og rólega svo að í dag láta orkuveitur eins og landsmenn séu ekkert annað en neytendur sem eigi að sitja glaðir undir fákeppnisfyrirkomulagi þeirra
Á meðan landsmenn keppast við að boða til júróvisjónpartýja í aðdraganda úrslitakvölds íslensku undankeppninnar er enn í gangi umræðan um lag Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar og hvort leyfa átti laginu að halda áfram í keppninni, eftir að það komst í dreifingu á Internetinu. Þetta mál er eitt af mörgum þar sem tilkoma Internetsins flækir túlkun og framfylgni reglna og laga.
Þar sem umræðan um kynlíf virðist hafa opnast töluvert síðasta áratuginn leyfir pistlahöfundur sér að koma með tillögur að Valentínusargjöf sem gæti verið hið besta krydd í tilveruna. Karlmenn hafa enn þónokkurn tíma til innkaupa áður en Valentínusardagurinn rennur upp á morgun.
Hamas-samtökin unnu stóran kosningasigur í palestínsku þingkosningunum sem fóru fram nú í janúarlok. Þessi úrslit hafa valdið mörgum hlutaðeigandi áhyggjum um framtíð friðarferlisins milli Ísrael og Palestínu. Hamas-samtökin eru með eyðingu Ísraelsríkis á stefnuskránni og alræmd fyrir sjálfsmorðssprengingar og árásir beint gegn Ísrael.
Sunnudagar eru til þess eins að slappa af og búa sig undir andlega áfallið sem hlýst af því að mæta á ný til vinnu á mánudagsmorgni, vitandi að það eru fimm heilir vinnudagar fram að næsta fríi.
Laugardaginn 18. febrúar fer fram undankeppni um framlag Íslands til Eurovision keppninnar. Þar munu 14 lög keppa og þar á meðal er lag Þorvalds Bjarna “Til hamingju Ísland” í flutningi Silvíu Nætur.
Það dylst fæstum að kapítalisminn er það hagskipulag sem skapað hefur það ríkidæmi og þá hagsæld sem Vesturlandabúar búa við í dag. Önnur hugmyndafræði á borð við kommúnisma er fallinn og kapítalismi það skipulag sem flestar þjóðir heimsins hafa tekið upp, með mismiklum ríkisafskiptum þó.
Það er ekkert nýtt að fólk komi á forsíðu blaða landsins til að segja frá lífi sínu ýmist til þess að segja hvað líf þeirra hafi verið erfitt síðustu ár en síðan gerðist kraftaverkið og ég hef aldrei verið hamingjusamari. Forsíðumyndin er yfirleitt manneskja sem brosir út að eyrum og reynir að sýna hvað hefur breyst í lífi hennar.
Nú er föstudagur og helgin framundan. Tíminn eftir hádegi á föstudögum er samkvæmt reynslu pistlahöfundar oft frekar afkastalítill hvað varðar vinnu eða önnur skylduverk en þeim mun meira afkastamikill hvað varðar skipulagningu þessara örfáu frídaga sem framundan eru. Hvað ætlarðu að gera um helgina? Hvert á að fara? Hvað á að borða? Eða jafnvel drekka?
Þorrinn stendur nú sem hæst og keppast Íslendingar um land allt, jafnvel um heim allan, við að blóta Þorrann eins og ekkert sé sjálfsagðara. Pistlahöfundur á nú þegar eitt slíkt blót að baki og framundan er eitt. Blótið framundan er þorrablót Rangæinga á Hellu og er pistlahöfundi vel ljóst að þar er þorrinn ekki tekinn sömu vettlingatökum og hér á mölinni.
Umhverfismál eru víðast hvar mál málanna í nágrannalöndum okkar. Hér á landi er umræðan hins vegar frekar lítil og takmörkuð. En getur ungt fólk leyft sér að hafa ekki skoðun á umhverfisvernd?
Háskóli Íslands er einn af hornsteinum samfélagsins. Hann er undirstaða menntunar og menningar í landinu og mikilvægt er að hann verði það um ókomin ár. Í dag hafa stúdentar við Háskóla Íslands tækifæri til þess að láta til sín taka.
Í nóvember síðastliðnum gerði íslenskur hátækniiðnaður stjórnvöldum tilboð – að mynda þriðju stoðina í íslensku atvinnulífi, til móts við sjávarútveg og áliðnað. Tilboðið er gott og kostirnir óumdeildir. Stjórnvöld hafa hafnað tilboðinu.
Í dag og á morgun fara fram kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands og Háskólaráðs. Ekki hafa valkostirnir alltaf verið skýrir en nú horfir öðruvísi við.
Lengi vel leit það vel út. Samgöngukerfi heilla borgarsvæða sem byggir fyrst og fremst á einkabílnum til fólksflutninga. En eftir áratuga baráttu við umferðarteppur eru menn ekki eins sannfærðir og í Los Angeles eykst áhuginn á að umbylta samgöngukerfinu.
Dans er talinn vera mikilvægur í biðlunarferli margra mismunandi dýrategunda, þar á meðal mannsins.Ef svo er, ætti þá ekki eitthvað í dansinum að gefa til kynna erfðafræðilegan vænleika þess sem dansar? Eru góðir dansarar þá vænlegri makar?