Tracey Cox á Valentínusardaginn

Þar sem umræðan um kynlíf virðist hafa opnast töluvert síðasta áratuginn leyfir pistlahöfundur sér að koma með tillögur að Valentínusargjöf sem gæti verið hið besta krydd í tilveruna. Karlmenn hafa enn þónokkurn tíma til innkaupa áður en Valentínusardagurinn rennur upp á morgun.

Það sem við kannski fyrst hugsum á degi heilags Valentínusar er að vera rómantísk. Rómantíkin er þó huglæg skilgreining og engin algild regla um það hvernig hún skuli vera. Kynlíf, rauðvín, kertaljós, góður matur og samvera tveggja elskenda eru dæmi um rómantík. En þegar kemur að sjálfum Valentínusardeginum er það allra besta dregið fram. Besta rauðvínið er keypt, ilmkertin tekin fram, gott að borða og þar frameftir. En hvernig er með kynlífið og almennt daður? Hér á eftir koma nokkur góð ráð til þess að bæta einn mikilvægasta þátt ástarsambanda – Kynlífið.

Tracey Cox er orðið heimsþekkt nafn þegar kemur að kynlífi og hvernig megi bæta það og auka unað þess. Tracey hefur skrifað fjöldan allan af bókum og meðal þeirra eru metsölubækur á borð við Supersex og Superflirt. Hún hefur einnig gefið elskendum ráð í þættinum Sex inspector sem þó hefur fengið misjöfn viðbrögð hér á landi.

Tracey Cox vörurnar eru komnar í unaðsdeildina eða hjálpartækjadeild eins og margir vilja kalla þessar nauðsynja vörur. Á femin.is og í öðrum fullorðinsdótabúðum er hægt að panta á netinu þannig að fólk þarf ekki að ganga inn í verslun og kaupa sér unaðstæki eða unaðspakka frekar en það vill. Pistlahöfundur mælir einnig eindregið með bókinni Supersex en hún ku vera ómissandi fyrir alla þá sem vilja stunda magnað kynlíf.

Til að gera daginn og kvöldið sem skemmtilegast mælir pistlahöfundur með kvöldmat snemma, heitu baði og rúminu ekki seinna en 20:00. Strákar þurfa að sleppa boltanum, pókerkvöldi og öðrum plönum og stúlkur þurfa að slaka á í ræktinni því nóg ætti að vera framundan.

Ef að ofangreint dæmi er ekki að falla í kramið hjá einhverjum þá er alltaf sígilt að fara út að borða og svo heim í látlausa kynlífið – eða ekkert kynlíf. Nú eða bara í video. Pistlahöfundur er á því að það sé hreinlega of hversdagslegt og “döll” fyrir dag eins og þann sem kenndur er við Saint Valentino.

Gangi ykkur vel og góða skemmtun.

vefsíður sem vert er að skoða:

www.traceycox.com

www.amor.is

www.adult.is

www.femin.is

Kristín María Birgisdóttir
Latest posts by Kristín María Birgisdóttir (see all)

Kristín María Birgisdóttir skrifar

Kristín María hóf að skrifa á Deigluna í júlí 2005.