Ekki er öll vitleysan eins….

Líkt og flestir vita er mannanafnanefnd hér á landi skipuð þremur einstaklingum sem taka lokaákvörðun um nafngiftir Íslendinga, sem sagt hvað megi eða megi ekki heita. Fyrir nokkrum dögum las ég grein um nýjustu nöfnin sem fengu grænt ljós að mati þremenninganna.

Ekki er öll vitleysan eins….

Líkt og flestir vita er mannanafnanefnd hér á landi skipuð þremur einstaklingum sem taka lokaákvörðun um nafngiftir Íslendinga, sem sagt hvað megi eða megi ekki heita. Fyrir nokkrum dögum las ég grein um nýjustu nöfnin sem fengu grænt ljós að mati þremenninganna.

Það vakti athygli mína að kvenmannsnafnið Naranja var tekið gott og gilt, en það þýðir appelsína á spænsku. Ég leyfi mér að efast um að einstaklingur sem ber nafnið APPELSÍNA verði ánægður með viðbrögðin sem hann fær þegar hann segir til nafns í spænskumælandi landi.

Það er margt sem maður skilur ekki í sambandi við þessar nafngiftir, eru Íslendingar á einhvers konar nafnafylleríi og hefur mannanafnanefnd því ekki undan að afgreiða óskir um nýstárlegar nafngiftir? Þetta minnir helst á færibandavinnu í fiskverkunarstöð, þar sem virðist að nöfnin þvælist sömu leið og fiskurinn gerir.

Greinilegt er að hlutirnir hafa breyst og má ætla að í framtíðinni munu aðilar, sem bera gömul rótgróin, íslensk nöfn á borð við Sigríður, Jón, Guðrún, Þórhildur, Guðmundur eða Páll, spyrja sig hvaðan þeirra nöfn komi. Að mínu mati er hringavitleysan svo mikil að Þoka, Ljósálfur, Satanía, Líni, Saxi, Vorm, Bill eða Paris, munu með þessu áframhaldi ná yfirtökum á íslenskum nafngiftum í landinu…. en hvað finnst þér?

Það má að minnsta kosti íhuga þetta, kannski er bara gott að ekki séu allir með sama smekk, annað yrði sennilega litlaust og tilbreytingalaust, en öllu má nú ofgera…. Ég geri mér fulla grein fyrir því að örugglega eru til einstaklingar sem hrífast ekki af nafni mínu eða fjölskyldumeðlima minna, en þá er óskandi að foreldrar allra Ljósálfanna og Sataníanna séu jafn ánægðir með nöfnin á sínum börnum og ég er með mitt

Latest posts by Sesselja Dagbjört Gunnarsdóttir (see all)