Réttindi einhleypra

Mikið er rætt um jafnréttisbaráttu þessa dagana. Jafnrétti er skv. Orðabók Menningarsjóðs það að hafa jafnan rétt. Oftast tengir þó fólk orðið jafnrétti kynjanna eða baráttu kvenna að jafna hlut sinn á við karla. Annar hópur sem hefur orðið háværari með hverju árinu og hefur orðið ágengt í baráttu sinni fyrir rétti sínum eru samkynhneigðir.

Er óhætt að gefa öndunum brauð?

Væntanlega hafa fáir farið varhluta af umfjöllun fjölmiðla um fuglaflensuna H5N1. Nú síðast um helgina var tilkynnt um smit í alifuglabúi í Frakklandi sem væntanlega mun leiða til viðskiptahindrana við úflutning fuglakjöts frá Evrópu auk þess sem tilkynnt var um hugsanlegt smit í í Sviss sem yrði þá fyrsta smitið þar. Talið er líklegt að smit muni berast með farfuglum hingað til Íslands í vor. Er einhvers ástæða fyrir okkur Íslendinga til að hafa áhyggjur og hefur upplýsingagjöf verið sem skyldi?

Bannað að hafa rangt fyrir sér

Í síðustu viku gerðist sá einstaki atburður að breskur sagnfræðingur var dæmdur í þriggja ára fangelsi af austurrískum dómstól fyrir að halda því fram að helför gyðinga hafi ekki átt sér stað. Allt saman gott og blessað nema Irving hefur rangt fyrir sér, og í Austurríki og Þýskalandi er refsivert að hafa rangt fyrir sér um helför gyðinga.

Er fegurð eina tabúið?

Á sunnudögum gefst mönnum oft tóm til að hugleiða ýmsa hluti sem aðra daga komast ekki að sökum anna og/eða mikilvægari málefna. Eitt af því sem oft hefur hvarflað að pistlahöfundi, en hann ekki gefið sér tíma til að hugleiða betur, er af hverju fegurð er svona mikið tabú. Af hverju þykir það verra að keppa í fegurð en einhverju öðru og af hverju má maður ekki komast áfram í lífinu af því að maður er fallegur alveg eins og að hagnýta sér einhverja aðra meðfædda eða áunna kosti? Skoðum þetta nánar.

Gleði, gleði, gleði

Í gær brosti ég mínu breiðasta brosi og þú kannt að spyrja afhverju, jú því að það er búið að ákveða að leggja niður samræmd stúdentspróf. Mikil gleði ríkir nú hjá framhaldskólanemum því þessu eru þeir búnir að berjast fyrir frá því að lögin voru sett.

Fimmtán fagurlimaðar flyðrumeyjar!

Helgarnestið er heimspekilegt að þessu sinni og fjallar um löngu tímabæra öldrun, Tinnakenninguna, ábyrgðaleysi ungs fólks, ofur-ömmur og drykkfelld leikskólabörn, eða í stuttu máli: sjálfan mig.

Sálfæðilegi samningurinn, hvað er það?

Tímarnir breytast og mennirnir með og samfara breytingum í atvinnulífinu er það óhjákvæmilegt að starfsumhverfi manna breytist. Það hefur einmitt verið raunin undanfarin ár og áratugi. En hvaða áhrif hafa þessar breytingar haft á samband starfsmanna og vinnuveitenda þeirra?

Um íslenska landsliðið

Í síðastliðinni viku var birtur nýr heimslisti FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins, og hefur Ísland fallið um eitt sæti frá því að síðasti listi var birtur. Samkvæmt þessari styrkleikaröðun er íslenska knattspyrnulandsliðið það 96. sterkasta í heiminum. Pistlahöfundur man að í sama mánuði árið 1995 var knattspyrnulandslið þjóðarinnar töluvert ofar eða í 39. sæti í styrkleikaröðinni.

Krísan í Kosovo

Allt frá valdatíma Tító yfir Sambandslýðveldi Júgóslavíu hafði héraðið Kosovo töluvert sjálfstæði í eigin málum þrátt fyrir þá staðreynd að í héraðinu eru sagnfræðilega mikilvægir staðir fyrir Serba. Eftir því sem leið á 20. öldina jókst þjóðernishyggja í Serbíu og árið 1998 hófust þjóðernishreinsanir Serba í Kosovo.

Rétt markaðsverð á lóðum

Útboð á lóðum við Úlfarsárdal fór úr böndunum en verðið fór upp í um 20 milljónir fyrir hverja lóð. Alfreð Þorsteinsson talar um rétt markaðsverð og að hátt lóðaverð tryggi borginni tekjur í stað lóðabröskurum.

Framtíð Kosovo

Rúm sex ár eru síðan stríðinu í Kosovo lauk. Sameinuðu þjóðirnar telja nú tímabært að ræða framtíð þessa umdeilda héraðs sem var á tímum Júgóslavíu, hérað í Serbíu. Ef ekki fæst ásættanleg niðurstaða gæti endað með upplausn á ný á Balkanskaga.

Þögnin rofin

Það sem hér um ræðir er auglýsingaherferð sem kemur mörgum ef til vill í opna skjöldu. Auglýsingarnar sýna börn tjá sig um hluti sem vafalaust valda mörgum þó nokkru hugarangri.

Ísland orkunnar



Forsætisráðherra sagði nýlega í ræðustóli á Alþingi að það sé eðlilegt að nýta endurnýjanlegar orkulindir okkar þar sem ,,[..] engar líkur [eru] á öðru en að á næstu áratugum verði skortur á orku í heiminum.”

49 ára maður leitar að stúlku

Í gærkvöldi varpaði Stöð 2 sprengju inn á heimili fólksins í landinu. Sprengjan var fréttaskýringarþátturinn Kompás. Þessi þáttur kallaði fram nokkur viðbrögð frá pistlahöfundi sem segja ýmist um þáttinn; mig langaði fyrst og fremst að æla, öskra og gráta allt á sama tíma.

Afnám refsiákvæða um vændi

Í vikunni kynnti Björn Bjarnason dómsmálaráðherra frumvarp, samið af Ragnheiði Bragadóttur lagaprófessor, um breytingar á ákvæðum í almennum hegningarlögum sem fjalla um kynferðisbrot. Þar er að finna margar mjög jákvæðar og nauðsynlegar breytingar, s.s. um rýmkun á nauðgunarhugtakinu og lengingu á fyrningarfresti kynferðisafbrota gegn börnum.

Leitin að fjársjóðnum

Gimsteinar hafa alla tíð táknað auð. Auð sem flestir girnast og margir sækjast eftir. Fólk er þó tilbúið til að leggja mismikið á sig í leitinni að auðæfunum og mestu ævintýramennirnir fara sjálfir í fjársjóðsleit og grafa eftir gimsteinum.

Lög um orlof húsmæðra

Veit einhver um tilvist laga nr. 53 frá 1972? Fyrir þá sem ekki vita þá eru í gildi í landinu lög um orlof húsmæðra. Tilgangur laganna er sá að tryggja heimavinnandi húsmæðrum ákveðið orlof sem sveitarstjórnir standa straum af.

Reykingar

Á Alþingi liggur nú fyrir nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra þar sem lagt er til að reykingar skulu með öllu bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum á Íslandi frá og með 1. júní 2007. Miklar deilur hafa verið um þetta frumvarp og gengur afstaða til þess þvert á pólitískar flokkslínur. Deila þingmenn meðal annars um hvort frumvarpið stangist á við eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar og eins um hvort leitað hafi verið til nægilega breiðs hóps hagsmunaaðila við frumvarps smíðina.

Fjórða sætið í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 1979

Framlag Þýskalands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöða árið 1979, lagið Dschingis Khan, er án efa eitt allra eftirminnilegasta lag keppninnar frá upphafi.

Framsóknarfrúin fer í fýlu

Undanfarnar vikur og mánuði hefur fjöldinn allur af prófkjörum farið fram bæði í höfuðborginni og á landsbyggðinni. Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn eru þeir flokkar sem hafa notast við fyrrgreint fyrirkomulag til að velja á framboðslista flokkanna fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.