Gleði, gleði, gleði

Í gær brosti ég mínu breiðasta brosi og þú kannt að spyrja afhverju, jú því að það er búið að ákveða að leggja niður samræmd stúdentspróf. Mikil gleði ríkir nú hjá framhaldskólanemum því þessu eru þeir búnir að berjast fyrir frá því að lögin voru sett.

Í gær brosti ég mínu breiðasta brosi og þú kannt að spyrja afhverju, jú því að það er búið að ákveða að leggja niður samræmd stúdentspróf. Mikil gleði ríkir nú hjá framhaldskólanemum því þessu eru þeir búnir að berjast fyrir frá því að þetta var sett í lög. En af hverju eru allir á móti prófunum og hvers vegna var ákveðið að hætta með prófin?

Ástæða þess sem fólk hefur mótmælt prófunum er vegna þess að þau steypa námi mismunandi skóla í sama farið. Með þeim hefði námið verið einsleitara og með því hefðum við verið að útskrifa fólk með ekki eins menntun heldur fólk með fyrirfram ákveðna menntun og því væri fjölbreytnin engin.

Ákveðið var að falla frá prófunum vegna þess að nemendur sáu lítinn tilgang með þeim, lítil merki sáust þess að skólar á háskólastigi kölluðu eftir því að nemendur hefðu lokið slíkum prófum svo og að prófin hentuðu misvel einstökum nemendum og ólíkum skólum. Einnig er ljóst að framhaldsskólar áttu í ýmsum erfiðleikum með að bæta samræmdum stúdentsprófum við viðamikið prófahald sem þar hefur tíðkast um árabil, bæði í lok vor- og haustmisseris.

Menntamálaráðherra setti á stokk starfshóp til að finna lausn á vanda framhaldsskólans og hefur hann lýst því yfir að hann sé ánægður með ákvörðun ráðherra en hópurinn hefur jafnframt lagt fram nýjar hugmyndir. Hópurinn vill að það verði tekið upp einstaklingsmiðuð tölvuvædd könnunarpróf til þess að kanna gæði skóla og stöðu nemenda.

Þorgerður Katrín hefur sagt að líta verði á námið til stúdentsprófs sem heild og komast að niðurstöðu sem mun bæta námið. Hún telur það vera mikilvægan lið í því starfi sem framundan er að meta heildstætt hvaða leið sé heppilegust til framtíðar m.a. með hliðsjón af niðurstöðu starfshóps um námsmat á framhaldsskólastigi og áformum um breytta námsskipan.

Ég vil óska öllum þeim sem hafa barist að því að leggja þessi próf niður til hamingju og þakka hæstvirtum menntamálaráðherra fyrir að hafa hlustað og klárað málið.

Latest posts by Stefanía Sigurðardóttir (see all)

Stefanía Sigurðardóttir skrifar

Stella hóf að skrifa á Deigluna í nóvember 2004.