Réttindi einhleypra

Mikið er rætt um jafnréttisbaráttu þessa dagana. Jafnrétti er skv. Orðabók Menningarsjóðs það að hafa jafnan rétt. Oftast tengir þó fólk orðið jafnrétti kynjanna eða baráttu kvenna að jafna hlut sinn á við karla. Annar hópur sem hefur orðið háværari með hverju árinu og hefur orðið ágengt í baráttu sinni fyrir rétti sínum eru samkynhneigðir.

Mikið er rætt um jafnréttisbaráttu þessa dagana. Jafnrétti er skv. Orðabók Menningarsjóðs það að hafa jafnan rétt. Oftast tengir þó fólk orðið jafnrétti kynjanna eða baráttu kvenna að jafna hlut sinn á við karla. Annar hópur sem hefur orðið háværari með hverju árinu og hefur orðið ágengt í baráttu sinni fyrir rétti sínum eru samkynhneigðir.

Það er einn hópur sem berst ekki fyrir réttindum sínum og stendur ekki saman sem hópur og það eru einhleypingar í þjóðfélaginu. Það er dýrt að búa einn og má segja að þeir nýti sér minnst þjónustu hins opinbera. Fasteignatryggingar, fasteignagjöld, afnotagjöld, áskriftir af fjölmiðlum eru m.a. eins hvort sem um er að ræða einstakling eða sex manna fjölskyldu. Þjóðfélagið snýst um að gera lífið léttara fyrir fjölskyldur. Auglýsingar sólarlandaferðanna miðast í flestum tilfellum fyrir fjögurra manna fjölskyldur og bankarnir bjóða fjölskyldum gylliboð. Áður fyrr var erfitt að kaupa í matinn fyrir einn og dýrara en fyrir aðra því að allt fékkst í skömmtum fyrir fjóra hið minnsta. Þetta hefur aftur á móti batnað mikið og má jafnvel kaupa nú hálfa gúrku í sumum matvörubúðum.

En það er ekki bara dýrara fyrir einhleypinga að sjá sér farborða. Einhleypar konur njóta ekki að fullu sömu réttinda og konur í sambúð eða hjónabandi (og vonandi bráðum konur í staðfestri samvist). Konur í sambúð eða hjónabandi mega gangast undir tæknifrjóvgun en ekki einhleypar konur. Samt mega einhleypir ættleiða börn. Þó það sé ekki langt síðan að það breyttist.

Það er samt smá ljós í myrkrinu. Einhleypir hljóta að fagna nýju frumvarpi menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið hf. Þar er gert ráð fyrir að skattskyldir einstaklingar greiði nefskatt að upphæð 13.500 kr. Það er mun eðlilegra enda einhleypir upp til hópa skemmtilegt fólk sem horfa hugsanlega minna á sjónvarp en fjölskyldufólk og eðlilegt að það greiði lægra gjald en stórar fjölskyldur.

Erlendis hefur fólk í auknum mæli ákveðið að eyða ævinni eitt og því hefur skapast ýmis viðskiptatækifæri í kringum einhleypa. Má horfa á þetta sem framtíðartækifæri í viðskiptum hér á landi.

Latest posts by Rúna Malmquist (see all)