Umræðustjórnmál fá uppreisn æru?

Í vorhefti Þjóðmála, sem kom út fyrr á þessu ári, var að finna grein eftir Jakob F. Ásgeirsson um breytingar á íslensku þjóðerni. Í greininni rekur höfundur prósentutölur um fjölgun útlendinga á Íslandi og undrast það hve litlar umræður um íslenskt þjóðerni þessi fjölgun hefur haft í för með sér.

Loksins, loksins. Fagleg ráðning í Seðlabankann

Síðastliðinn fimmtudag tilkynnti Geir Haarde, forsætisráðherra, um skipun Ingimundar Friðrikssonar, aðstoðarbankastjóra Seðlabankans, í stöðu Seðlabankastjóra til 7 ára. Þetta verða að teljast stórtíðindi. Þetta er í fyrsta skipti í meira en áratug sem fagmaður hefur verið ráðinn í stöðu Seðlabankastjóra. Geir Haarde á mikið hrós skilið fyrir að hafa vikið frá þeirri venju að ráða gamla stjórnmálamenn í Seðlabankann.

Ríkisstyrkt hryðjuverk

Árið 1979 var íranska keisaranum steypt af stóli af skrítnum kokteill kommúnista, umbótasinna og Islamista. Ayatollah Khomeini tók við völdum í landinu og stofnaði íslamskt lýðveldi sem byggðist á íhaldssömum íslömskum lögum og klerkastjórn. Eftir byltinguna varð útbreiðsla á hinni íslömsku byltingu stór hluti af utanríkisstefnu Írans og litu stjórnvöld á það sem skyldu að styðja íslamska öfgahópa.

Frami án hjálpardekkja

Undanfarnar vikur hefur mikið verið rætt um hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja og lagasetningu því tengdu. Greinarhöfundur er löngu orðinn þreyttur á umræðu og orðræðu vinstrisinnaðra feminista um jafnréttisbaráttuna, sem að mati höfundar hefur einkennst af neikvæðni síðastliðin misseri og háværri kröfu um jákvæða mismunun konum í vil. Það var því gleðiefni að sjá forsíðu tímartisins Frjálsrar verslunar (FV) nú um helgina þar sem yfirskrift blaðsins var „80 áhrifamestu í atvinnulífinu“ og er þá vísað til áhrifakvenna í atvinnulífinu.

Samfylking2003*(-1) = Samfylking2007

Ef marka má viðtal við formann Samfylkingarinnar í Morgunblaðinu um helgina standa líkur til þess að stefnuskrá flokksins frá 2003 verði margfölduð með mínus einum fyrir næstu kosningar. Hugmyndir sem flokkurinn barðist gegn verði á stefnuskránni 2007 en mál sem helst var barist fyrir verði geymdar í frystikistunni.

Um mál sem varða þjóðaröryggi

Undanfarið hefur nokkuð verið rætt um stofnun Þjóðaröryggisdeildar Ríkislögreglustjóra, sér í lagi um valdheimildir og umsvif deildarinnar, og sýnist þá sitt hverjum. Pistlahöfundur hefur þónokkrar áhyggjur af málinu, og þá sérstaklega af því hvað þessi nýja deild á að heita.

Brjálæðið í Búrundí

Búrundí er lítið landlukt land fyrir norðan Rúanda. Löndin tvö eiga það sameiginlegt að vera fyrrverandi nýlendur Belgíu sem hefur haft afar afdrifaríkar afleiðingar fyrir bæði löndin. Belgísku nýlenduherrarnir skiptu fólkinu sem bjó í löndunum upp í tvo flokka byggðum á óhugnarlegum kynþáttakenningum þess tíma. Þessi skipting hefur att fólkinu í Búrundí gegn hvort öðru og verið tilefni margra þjóðarmorða.

Hugmyndaríkir stjórnmálamenn

Stjórnmálamenn í Frakklandi og Þýskalandi telja sig vera leikna í að sjá viðskiptatækifæri. Í ár vonast þeir til þess að lyfta hulunni af nýrri leitarvél á netinu sem muni stinga silakeppina í Google og Yahoo af.

Stórkostleg réttarbót – til hamingju með daginn!

Í dag tóku gildi lög sem lúta að réttarstöðu samkynhneigðra á alþjóðlegum baráttudegi þeirra. Þetta er stórt skref í þeirri baráttu sem staðið hefur undanfarin ár.

Einkaframtakið gegn fátækt

Það hefur stundum komið upp sú umræða um fyrirtæki sem starfa við að hjálpa fólki sem hefur það mjög bágt að þau megi ekki græða á viðskiptavinum sínum. Er þetta skynsamlegt sjónarmið?

Há Emm 2006


Í tilefni þess að riðlakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu lauk síðastliðin föstudag er rétt að líta yfir farinn veg og draga saman nokkra punkta varðandi mótið hingað til.

Ójafnréttið í tippinu

Jafnrétti er í deiglunni þessa dagana og jafnvel venju fremur vegna afmælis kosningaréttar kvenna. Helgarnestið fer ekki varhluta af því í dag og segir dæmisögu um jafnrétti sem rústar öllum fyrri staðalímyndum karla og kvenna.

Minnkandi spenna á Taívan sundi

Spenna í samskiptum Taívans og Kína hefur lengið verið ein helsta ógnin við öryggi og stöðugleika í Asíu. Með almennt bættum samskiptum kínverskra og bandarískra stjórnvalda í málefnum Taívans undanfarið, hafa þjóðirnar hins vegar náð að draga úr þeirri hættu að til hugsanlegra átaka komi á Taívan sundi.

Hækkum persónuafsláttinn

Kröfur verkalýðshreyfingarinnar um 15% skattþrep og breytingar á eftirlaunakerfi þingmanna og ráðherra eru óraunhæfar og óskynsamlegar. Hugmyndir ríkisstjórnarinnar um hækkun persónuafsláttarins eru mun skynsamlegri. En ríkisstjórnin á að vera mun rausnarlegri en fréttir herma að hún hafi verið fram að þessu.

Jafnrétti og femínismi

Undanfarin ár hefur umræða um jafnréttismál og femínisma aukist í þjóðfélaginu. Kvenréttindabaráttan frá miðri síðustu öld hefur að margra mati breyst í svokallaða jafnréttisbaráttu með áherslu á það að kynin séu jöfn á flestum sviðum þjóðfélagsins. En hvað er jafnrétti og hvað felst í jafnréttisbaráttu?

19. júní 1915 og 1. mars 1989

MennkonurHvað eiga 19. júní 1915 og 1. mars 1989 sameiginegt? Sennilega fátt! 19. júní 1915 fengu konur kosningarétt og 1. mars 1989 var bjórinn leyfður á Íslandi. Þegar hugsað er til baka er fáránlágt að bjór hafi verið bannaður á Íslandi fyrir einungis 17 árum – enn fáránlegra að konur hafi ekki haft kosningarétt nema í 91 ár. Ætli það séu mörg ár þar til við horfum til baka og undrumst á nauðsyn jafnréttisbaráttu árið 2006?

Af hnífsstungu í Búlgaríu

Síðastliðinn þriðjudag birtist grein eftir Guðnýju Ævarsdóttur í Morgunblaðinu. Þar lýsti Guðný yfir vonbrigðum sínum með vinnubrögð starfsfólks ferðaskrifstofunnar Apollo. Dóttir hennar þurfti að snúa heim fyrr en ætlað var úr útskriftarferð Verzlunarskólans til Búlgaríu sem var á vegum Apollo vegna árásar sem hún varð fyrir. Tveimur dögum síðar birtist svo svar Tómasar Þórs Tómassonar, framkvæmdarstjóra Apollo-Langferða, við greininni. Í greininni fríar Tómas sig og starfsfólk sitt að öllu leyti ábyrgð og telur það hafa brugðist við atvikinu á réttan hátt.

Við erum tilbúnar

Jafnréttisbaráttan snerist upphaflega um það að kynferði ætti ekki að skipta máli – að konur ættu að ekki að þurfa að þola misrétti fyrir það að vera kvenkyns og að líta ætti til einstaklingsins sjálfs en ekki kynferðis hans. Eftir að lagalegu misrétti var loks hrundið hefur jafnréttisbaráttan breyst. Nú snýst jafnréttisbaráttan um að tryggja að staðalmyndir fortíðarinnar muni ekki koma í staðinn fyrir lagalegt misrétti.

Að læra ekki af velgengni

Það mun vera tákn um heimsku að læra aldrei af eigin mistökum – að gera sama hlutinn aftur og aftur en búast við ólíkum afleiðingum. Hvað er þá hægt að segja um það þegar fólki tekst ekki að læra af eigin velgengni?

Svartur blettur á íslenskri íþróttasögu

Fordómar í íþróttum hafa alltaf verið til staðar, því miður, það gerir þá hins vegar ekki ásættanlega. Hingað til hefur umræðan hérlendis þó aðallega verið bundin við útlönd og við á litla saklausa Íslandi talið okkur laus við svona fáfræði hjá unnendum íþróttanna. Þessi umræða hefur hingað til aðallega verið bundin við útlönd, þá aðallega England, Spán og Ítalíu þó önnur lönd hafi vissulega komið við sögu.