19. júní 1915 og 1. mars 1989

MennkonurHvað eiga 19. júní 1915 og 1. mars 1989 sameiginegt? Sennilega fátt! 19. júní 1915 fengu konur kosningarétt og 1. mars 1989 var bjórinn leyfður á Íslandi. Þegar hugsað er til baka er fáránlágt að bjór hafi verið bannaður á Íslandi fyrir einungis 17 árum – enn fáránlegra að konur hafi ekki haft kosningarétt nema í 91 ár. Ætli það séu mörg ár þar til við horfum til baka og undrumst á nauðsyn jafnréttisbaráttu árið 2006?

MennkonurHvað eiga 19. júní 1915 og 1. mars 1989 sameiginegt? Sennilega fátt! 19. júní 1915 fengu konur kosningarétt og 1. mars 1989 var bjórinn leyfður á Íslandi. Þegar hugsað er til baka er fáránlágt að bjór hafi verið bannaður á Íslandi fyrir einungis 17 árum – enn fáránlegra að konur hafi ekki haft kosningarétt nema í 91 ár. Ætli það séu mörg ár þar til við horfum til baka og undrumst á nauðsyn jafnréttisbaráttu árið 2006?

Pistlahöfundur leyfir sér að fullyrða að flestir Íslendingar láta jafnréttismál sig einhverju varða. Flestir hafa skoðun á jafnréttismálum en fæstir eru sammála því hvað felst í jafnrétti, hverju þurfi að breyta varðandi þau mál, hversu hratt, hversu mikið og hvenær. Það sem skiptir þó mestu máli er að jafnréttismál eru stöðugt í umræðunni, fólk er meðvitað um mikilvægi þeirra og vill að staðið sé vörð um tiltekna þætti þess eins og til að mynda launajafnrétti

Það óréttlæti sem felst í launamuninum þarf að leiðrétta og konur eiga eftir að taka að sér í auknum mæli stjórnenda- og ábyrgðarstöður. Þá þarf að útvíkka jafnréttisbaráttuna yfir á heiminn allan, en við viljum trúa því að við séum komin á „hærra þroskastig“ í þessum efnum en margar aðrar þjóðir. Það má deila um aðferðir að markmiðinu en það hlýtur að vera ljóst að baráttukonur fyrir kvenréttindum á Íslandi hafa náð miklum árangi og ættu með sönnu að vera fyrirmynd kynsystra þeirra erlendis. Í raun er það furðulegt að íslensk kvenfrelsisbarátta skuli ekki vera orðin að mikilvægri „útflutningsvöru“. Eftirspurnin er að minnsta kosti víða og framboðið ekki nægjanlegt.

Baráttan hefur þróast og segja mætti fram að „kvenréttindabarátta“ á Íslandi hafi þroskast í að verða „jafnréttisbarátta“ frekar en „kvenréttindabarátta“, ef þannig má að orði komst. Ef kvenréttindasinnar voru að konur að megninu til þá eru jafnréttissinnar jafnt konur sem karlmenn. Og breyttum viðhorfum fylgja nýjar baráttuaðferðir og áherslur. Stundum finnst pistlahöfundi jafnréttisbarátta hins vegar birtast sem nokkuð úrelt kvennfrelsisbarátta sem hittir ekki alltaf í mark hjá báðum kynjum. En líklega þarf barátta fyrir jafnrétti að þroskast og þróast eins og barátta fyrir öðrum réttindum.

Þó að enn sé nokkuð í land er gott að 19. júní 2006 sé fagnað af jafnréttissinnum en ekki bara kvenréttindasinnum, sú breyting ein tók allt of mörg ár.

Latest posts by Davíð Guðjónsson (see all)