Aflátsbréf til sölu

Fyrir krónur 7.685,- kemst ég til himnaríkis. Ég gróðurset nokkur tré og hreinsa þar með samvisku mína. Greiði þetta með Vísakortinu eða Mastercard og get í framhaldinu lifað lífi mínu áhyggjulaus. Býður einhver betur? Nei, það efast ég um. Hvað ætlar þú að gera?

Einkavæðum orkufyrirtækin

Það er regin misskilningur að opinberum aðilum sé best treystandi til að sjá landsmönnum fyrir hagkvæmri orku. Hvað ætli Reykvíkingar hafi t.a.m. þurft að gjalda mikið fyrir línu.net leikfimi stjórnmálamanna í formi hás orkuverðs eða lélegrar nýtingar fjármagns?

Gott innlegg forstjóra Íslandspósts

Ummæli Ingimundar Sigurpálsssonar, forstjóra Íslandspósts, um að heppilegt sé að afnema einkarétt á póstdreifingu sem allra fyrst, eru óvenjuleg, athyglisverð og jákvæð. Aukin samkeppni í póstdreifingu er af hinu góða og engin ástæða til að draga þær laga- og reglugerðarbreytingar sem nauðsynlegar eru til að styðja við hana.

Ekki aðeins digital Ísland, heldur digital heimur

Segjum sé svo að heimabankinn þinn er bilaður, þú getur ekki millifært yfir á debetkortið þitt og getur ekki keypt þér nýja tölvu áður en búinni lokar, pirrandi? Jú, vissulega. Annað dæmi, þú ert að bíða eftir tölvupósti sem hefur upplýsingar um það sem framundan er en netið þitt bilar og þú missir af því, svekkjandi? Jú, vissulega. Fyrir nokkrum árum voru þessi vandamál ekki til.

Einkavæðing Íslandspósts tímabær

Það er á valdi alþingismanna að afnema einkaréttinn á póstdreifingu sem festur er í lög um póstþjónustu nr. 19/2002. Það liggur fyrir að einkarétturinn verði afnuminn, það er bara spurning um hversu hratt það gerist. Íslandspósti virðist ekkert að vanbúnaði og því liggur ákvörðunin hjá Alþingi.

Staðið vörð um skynsemina í íslenskum sjávarútvegi

Þorskurinn stendur íslenskri þjóðarvitund nærri. Við höfum jafnvel háð styrjaldir við sjálft breska heimsveldið út af þessari værukæru og sviplausu skepnu. Þrátt fyrir miklar breytingar og framfarir í efnahagslífi þjóðarinnar er þorskurinn enn mikilvægur fyrir okkur og einmitt þess vegna er ákvörðun sjávarútvegsráðherra skynsamleg – því hún byggir á langtímahagsmunum en ekki skammtímasjónarmiðum.

Gervihamingja

Tölvuleikurinn Eve-Online er orðinn heilt samfélag út af fyrir sig þar sem einstaklingar reyna að fóta sig og glíma við hin fjölmörgu vandamál sem upp geta komið.

Hreyfing sem ógnar heilsunni

Öðru hverju birtast í fjölmiðlum fréttir af fólki sem meiðist eða lætur jafnvel lífið þegar það hleypur leið upp á nokkuð hundruð metra.

Fyrirtæki loka vegna veðurs

Skrifstofa XXX verður lokuð e.h. í dag fimmtudag, og morgun föstudag, vegna óvenjugóðs veðurs. Símavakt og brýnum erindum verður sinnt eins og endranær.

Þegar ég á æskuárum ungur var

Þegar ráðamenn stuðluðu loksins að langþráðri opnun Þjóðarbókhlöðunnar í árslok 1994, rúmum tuttugu árum eftir að Alþingi hafði ákveðið að skenkja þjóðinni bókhlöðu í tilefni ellefuhundrað ára afmæli Íslandsbyggðar

Afburða frumburðir

Frumburðir eru með umtalsvert hærri greindarvísitölu en yngri systkini þeirra. Getur þessi fullyrðing staðist?

Er ríkisrekinn áætlunarbúskapur lausnin?

Það er eðlilegt og rökrétt af hálfu stjórnvalda að fylgja ráðgjöf vísindamanna við ákvörðun heildarafla á þorski á komandi fiskveiðiári. Þeir sem nú geysast fram og telja minnkandi þorskafla kalla á heildarendurskoðun eða uppstokkun á fiskveiðistjórnunarkerfisins eru aftur á móti á algjörum villigötum.

Heillum horfinn af hendingum

Það eru að koma áramót og þig langar að kaupa hlutabréf. Hvort ættir þú að lesa Völvu Vikunnar eða Frjálsa Verslun? Samkvæmt höfundi bókarinnar Fooled by Randomness, Nicholas Nassim Taleb, þá skiptir það engu máli hvort þú velur.

Fordómarnir eru á engum rökum reistir

Ég hélt þegar ég var unglingur að fáir aðrir en við vinirnir værum jafn stolt af uppruna okkar. Já ég kem úr Efra-Breiðholti nánar tiltekið úr Fellahverfinu, af því hef ég alltaf verið stolt og mun rökræða um ágæti hverfis míns fram í rauðan dauðan.

Misþyrmdi ungum dreng og meig á hann

Maður að nafni Sigmundur Friðgeir Guðnason lamdi í gær son vinkonu minnar þar sem hann var í sakleysi sínu úti á leikvelli. Þegar hann hafði lokið við að misþyrma honum meig hann á barnið. Nágranni vinkonu minnar var vitni að atburðinum og reyndi að stoppa manninn en hann slapp í burtu. Vinkona mín hefur nú kært málið til lögreglunnar sem rannsakar málið.

Meira af launamun kynjanna

Undanfarna daga hefur nýleg rannsókn á vegum Háskólans í Reykjavík nokkuð verið til umræðu. „Rannsókn á óútskýrðum launamuni kynjanna“ er yfirskrift þessarar rannsóknar en að henni standa starfsmenn, dósent og forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Markmiðið var að kanna viðhorf fólks til sanngjarnra launa ef svo má að orði komast.

Ekkert að þakka?

Á kvennadaginn var kynnt rannsókn sem sýndi að konur jafnt sem karlar telja að ásættanleg laun kvenna séu lægri en ásættanleg laun karla. Mismunandi mat fólks á greiðvikni karla og kvenna kann að vera ein af ástæðunum fyrir þeirri skoðun.

Good riddance?

Tony Blair lét af embætti sem forsætisráðherra Bretlands í gær eftir að hafa gengt embættinu í 10 ár og við tók hinn skoski Gordon Brown, fyrrum fjármálaráðherra. Litlu munaði að örlög Blair yrðu þau sömu og Margaret Thatcher varð fyrir þegar hún hrökklaðist úr embætti fyrir tilstuðlan eigin flokksmanna. En Blair tókst naumlega að ákveða eigin brottfaradag og það nokkuð stóráfallalaust miðað við það sem undan hafði gengið. Fróðlegt verður nú að sjá hvernig almenningur og nútíma sagnfræðingar dæma verk Blair þennan áratug í embætti.

Einföld leið til þess að lækka lyfjaverð

Á síðasta kjörtímabili spannst allnokkur umræða í þjóðfélaginu um hátt lyfjaverð. Í þessari umræðu kom fram að mun minna úrval er af samheitalyfjum á Íslandi en hjá grannþjóðum okkar. Þessi skortur á úrvali samheitalyfja dregur úr samkeppni á samheitalyfjamarkaði á Íslandi og er því einn af þeim þáttum sem gerir það að verkum að lyfjaverð á Íslandi er hærra en annars staðar.

Álið og „eitthvað annað“

Umræðan um umhverfismál og stóriðju gæti breyst verulega næstu misserin. Spáð er 4-4,5% atvinnuleysi árin 2009 og 2010 og kröfur um beinhörð störf verða án efa háværari en hugmyndir um að vernda náttúruna og treysta á hið fræga „eitthvað annað“. En er tilefni til að hafa miklar áhyggjur af þróun mála?