Misþyrmdi ungum dreng og meig á hann

Maður að nafni Sigmundur Friðgeir Guðnason lamdi í gær son vinkonu minnar þar sem hann var í sakleysi sínu úti á leikvelli. Þegar hann hafði lokið við að misþyrma honum meig hann á barnið. Nágranni vinkonu minnar var vitni að atburðinum og reyndi að stoppa manninn en hann slapp í burtu. Vinkona mín hefur nú kært málið til lögreglunnar sem rannsakar málið.

Maður að nafni Sigmundur Friðgeir Guðnason lamdi í gær son vinkonu minnar þar sem hann var í sakleysi sínu úti á leikvelli. Þegar hann hafði lokið við að misþyrma honum meig hann á barnið. Nágranni vinkonu minnar var vitni að atburðinum og reyndi að stoppa manninn en hann slapp í burtu. Vinkona mín hefur nú kært málið til lögreglunnar sem rannsakar málið. Eða hvað?

Hvaða ályktun dregur þú eftir að hafa lesið þessi orð? Margir draga líklega þá ályktun að Sigmundur sé algjört fífl og eigi ekki skilið að ganga á þessari jörð. Með því að lesa söguna hefur þú líklega fengið neikvæða mynd í hugann af manni sem þú þekkir ekki og hugsaðir sjálfsagt með þér á hvaða leið er þetta samfélag sem við búum í eða ætlar þetta aldrei að enda. En hversu áreiðanleg er frásögn mín?

Þetta væri ömurleg saga ef hún væri sönn. Sagan er hinsvegar uppspuni frá rótum. Það ekki til sá maður sem heitir Sigmundur Friðgeir Guðnason. En hvað ef svo væri? Ég gæti hafa eyðilagt mannorð hans á fáum mínútum með þessari frásögn. Lesendur Deiglunnar hefðu allavega ekki mikið álit á honum og líklegt er að sagan breyddist hratt um óravíddir internetsins.

Það var í fréttum um daginn að hundi hefði verið misþyrmt til dauða á bíladögum á Akureyri. Ömurlegur atburður það ef hann er sannur.

Ömurlegra finnst mér þó umfjöllunin og múgæsingurinn sem var á netinu í kjölfar þess að einhver nafngreindi mann netinu sem einhver telur að hafi drepið hundinn. Einhver segir að vitni hafi verið af atburðinum og að einhver hafi gert þetta. Einhver nafngreinir manninn og margri dæma manninn. Margir meira að segja hóta manninum lífláti inni á heimasíðu mannsins, honum eru sendar morðhótanir í smsum og það er meira að segja hringt í manninn og honum hótað í gegnum símann.

Málið er í rannsókn hjá lögreglunni því ekki er vitað hver drap hundinn. Það er ekki einu sinni sannað að hundurinn sé dauður. Samt er búið að dæma manninn, hann var dæmdur í “alþjóðadómstól internetsins” og það ansi harkalega. Ég hélt að dauðadómur heyrði sögunni til í flestum vestrænum ríkjum, allavega hér á landi.

Nú má það ekki misskiljast, ég finn til með eigendum hundsins og svona dýraníð á ekki að líðast. Ég þekki ekki manninn sem nafngreindur var sem gerandi í málinu og ég myndi ekki halda hlífiskildi yfir honum ef það væri búið að dæma hann og sanna að maðurinn hefði misþyrmt dýrinu.

Leyfum lögreglu og dómstólum landsins að vinna sitt verk því ef við látum “réttlæti götunnar” og múgæsing hlaupa með okkur í gönur því þá erum við lítið betri en sá sem fremur glæpinn.

Latest posts by Kristín Hrefna Halldórsdóttir (see all)