Ekki aðeins digital Ísland, heldur digital heimur

Segjum sé svo að heimabankinn þinn er bilaður, þú getur ekki millifært yfir á debetkortið þitt og getur ekki keypt þér nýja tölvu áður en búinni lokar, pirrandi? Jú, vissulega. Annað dæmi, þú ert að bíða eftir tölvupósti sem hefur upplýsingar um það sem framundan er en netið þitt bilar og þú missir af því, svekkjandi? Jú, vissulega. Fyrir nokkrum árum voru þessi vandamál ekki til.

Segjum sé svo að heimabankinn þinn er bilaður, þú getur ekki millifært yfir á debetkortið þitt og getur ekki keypt þér nýja tölvu áður en búinni lokar, pirrandi? Jú, vissulega. Annað dæmi, þú ert að bíða eftir tölvupósti sem hefur upplýsingar um það sem framundan er en netið þitt bilar og þú missir af því, svekkjandi? Jú, vissulega. Fyrir nokkrum árum voru þessi vandamál ekki til.

Ég var að koma af nýju Die hard myndinni. Góð mynd. Ég var meira að segja svo spennt að ég sparkaði í sætið hjá manninum sem sat fyrir framan mig. Hann gaf mér illt auga.

Án þess að vera með einhvern kvikmyndadóm hér eða segja frá söguþræðinum ætla ég að velta upp nokkrum atriðum sem myndin tekur á eða allavega fékk mig til að hugsa um.

Nánast öllu í lífi okkar er stjórnað af tölvukerfi. Jafnvel frumþörfunum verður ekki fullnægt í nútímasamfélagi án tölvukerfis. Vatninu sem kemur úr krananum er stjórnað á einhverjum tímapunkti af tölvukerfi, maturinn sem við snæðum er framleiddur eða unninn með aðsoð tölvukerfis, það eru líklega nokkur tölvukerfi sem koma að þeirri aðgerð að fara á klósettið, klósettpappírinn búinn til með aðstoð tölvukerfis og vatninu stjórnað á einhverjum tímapunkti með aðstoð tölvukerfis. Þó ég hugsi mig vel um veit ég ekki einu sinni um neinn sem vaknar sjálfur án aðstoð tölvukerfis.

Þó að ég viti vel að öll þessi verkefni hafi verið leyst í þúsundir ára án aðstoð nokkurskonar tölvukerfis eru þau það ekki í dag. Það er því hægt að leysa þau hjálparlaust, en það er bara ekki gert. Tölvukerfið flýtir fyrir og hagræðir.

Þá kemur ein pæling: Hversu mikið óhagræði væri að því ef til dæmis tölvukerfið sem stjórnar einhverju í klóakinu hjá þér bilaði og myndi taka upp á því að dæla öllu upp úr klósettinu þínu á meðan þú værir í vinnunni að vinna á tölvuna þína? Ekki skemmtileg heimkoma það. Þú myndir örugglega óska þess að þú værir kominn aftur til landnáms áranna þar sem fólk gerði þarfir sínar úti í guðs grænni í stað þess að þurfa að þrífa gumsið út úr íbúðinni þinni.

Nú er ég ekkert að hvetja til þess að við hverfum aftur til fortíða, flytjum öll í sveitina og pissum úti. Það er samt forvitnilegt að velta því upp og að maður átti sig á því hversu háður maður er tölvum og tölvukerfum.

Nútímamaðurinn ætti ekki að hafa misst þann hæfileika að geta bjargað sér sjálfur án aðstoð tölvukerfa. Það hefur ekkert breyst í mannskeppunni síðan hún gat bjargað sér án tölvutækni og við ættum því að geta það enn.

Það er hinsvegar óneytanlega undarleg tilhugsun að sjá fyrir sér tölvulausa veröld. Líttu upp úr tölvunni og reyndu að ímynda þér það!

Latest posts by Kristín Hrefna Halldórsdóttir (see all)