Í morgun samþykkti stjórn Orkuveitu Reykjavíkur að breyta rekstrarfyrirkomulagi stofnunarinnar í hlutafélag. Verður því nú beint að eigendum fyrirtækisins að úr verði hlutafélag sem taki til starfa 1. janúar á næsta ári. Einkavæðing Orkuveitunnar er þó ekki sjálfsögð.
<%image(Bulat_Okudschawa_1972.jpg|108|180|Bulat_Okudschawa_1972.jpg)%>Eru næturstrætóar lausn á samgönguvanda helgarinnar? Eða á að fjölga leigubílum? Eiga þeir þá að vera 560 eða 570? Hvort eiga næturstrætóarnir að keyra báða helgardagana eða bara annan? Á löggan að hafa sérstaka gæslu um leigubílaröðina? Hve margir lögreglumenn eiga að standa þar? Duga tveir eða þarf þrjá? Þessum, og öðrum spurningum verður ósvarað í pistli dagsins.
Ísland hefur gert tilkall til landgrunns á þremur svæðum fyrir utan 200 sjómílurnar. Hér verður Hatton-Rockall svæðið tekið til skoðunar.
Umferðarmálin á höfuðborgarsvæðinu eru að óðum að leysast í eina allsherjar þvögu. Umferðarteppur plaga höfuðborgarbúa þegar þörf fyrir skilvirkni er einna mest, bílastæðaskortur víða um borg veldur óþægindum og skapar hættu, og almenningssamgöngur eru óðum að breytast í vannýttar minnihlutasamgöngur. Það er kominn tími til að leysa málin. Gera það hratt, og gera það rétt.
Helgarnestið er að þessu sinni tileinkað blogginu og hvernig þeir sem ætlar sér að verða vinsælir bloggarar geta stytt sér leiðina.
Fjöldinn allur af rannsóknum segja að vinnudepurð starfsmanna sé mikil og hafa erlendar kannanir á vegum Gallup sýnt fram á allt að 85% starfóánægju. Hver kannast ekki við að hafa heyrt félaga lýsa pirringi yfir vinnunni en ekkert virðist gert í málunum. Slíkar reynslusögur hellast yfir okkur dagsdaglega en slík óánægja minnkar framleiðni starfsmanna með tilheyrandi kostnaði fyrir vinnuveitendur.
Ýmsar spurningar vakna í þeim tilvikum sem ríki deila um afmörkun landgrunns gagnvart alþjóðlega hafsbotnssvæðinu, m.a. um hver hafi aðildarhæfi í slíkum málum. Hafa skal hugfast að með ákvörðun ytri marka landgrunnsins er ekki einungis ákvarðað hvert yfirráðasvæði ríkis er heldur einnig hver mörk þess eru gagnvart alþjóðlega hafsbotnssvæðinu.
Enski boltinn er loksins byrjaður að nýju eftir sumarfrí, til mikillar gleði fyrir marga knattspyrnuunnendur. Mörg ný andlit eru komin í þessa sterkustu deild í heimi og áhugavert að skoða nánar þá nýju leikmenn sem munu hafa mikil áhrif á enska boltann á næstu árum.
Á fjármálamörkuðum heims hefur mikið gengið á síðustu daga. Verð á hlutabréfum um allan heim hefur sveiflast til og frá en þó aðallega lækkað. Flökt á verði skuldabréfa hefur einnig aukist til muna og áhættuþóknanir hækkað verulega. Grunnorsök þessa óróa er þróun mála á húsnæðismarkaði Bandaríkjanna.
Málefni heimilislausra voru í umræðunni á dögunum þegar gerð var tilraun til þess að takmarka útbreiðslu þeirra með því að draga úr framboði á kældum bjórdrykkjum í einokunarverslun ríkisins með tóbak og áfengi.
Ágreiningur milli strandríki og landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna um ytri mörk landgrunns viðkomandi strandríkis skapar visst vandamál. Þessar deilur er flóknar, m.a. þar sem hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna gerir ekki ráð fyrir að hægt sé að vísa tillögum nefndarinnar til æðri aðila til endurskoðunar.
Afmörkun landgrunns milli ríkja með mótlægum eða aðlægum ströndum er mikilvægt viðfangsefni. Hatton-Rockall svæðið er dæmi um svæði þar sem ríki með mótlægum ströndum þurfa að afmarka landgrunnið.
Landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna gegnir veigamiklu hlutverki þegar kemur að afmörkun landgrunnsins utan 200 sjómílna. Hér á eftir verður hlutverki hennar í stuttu máli lýst.
Flest strandríki eru aðilar að hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna. Afmörkun landgrunns aðildarríkja samningsins og réttindi þeirra þar ráðast af samningnum. Ísland er aðildarríki.
Nýlega krafðist fyrirtækið 365 lögbanns á íslenskan umboðssöluaðila gervihnattaráskrifta að sjónvarpsstöðinni Sky. Er það til marks um að íslensk fyrirtæki eru að komast í skilning um að þau geti ekki lengur einblínt á innlenda samkeppni og að tækniframfarir eru að opna áður lokaða markaði.
Forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum hafa skilað inn uppgjöri annars ársfjórðungs, slást um að sýna fram á eigið ágæti og sýna engin merki þess að þreytast – nema hugsanlega Mike Gravel.
Það er ótrúlegt hvað eigin hagsmunir blinda mönnum oft sýn um hvað sé gott fyrir heildina. Fáir þrýstihópar eru jafnöflugir við að vernda eigin hagsmuni og starfsstéttir. Umræða um lögverndun starfsheitisins „leiðsögumaður“ og um leið einhvers konar hömlur á það hverjir geti farið með fólk í ferðir um landið er nýjasta villta dæmið.
Undanfarin misseri hafa heyrst háværar kröfur frá fulltrúum sveitarfélaganna um auknar greiðslur úr ríkissjóði og nú hafa ýmsir þeirra sett fram kröfu um hlutdeild sveitarfélaganna í fjármagnstekjuskatti.
Eitt mesta hagsmunamál Íslands er afmörkun landgrunnsins utan 200 sjómílna frá svokölluðum grunnlínum. Í næstu pistlum undirritaðs hér á Deiglunni verður reynt að útskýra um hvað málið snýst og af hverju þetta er svona mikið hagsmunamál.
Borgarstjórinn í Reykjavík virðist standa í sérstöku átaki við að koma með sem flestar vondar hugmyndir á sem stystum tíma. Nýjasta útspil borgarstjórans var að kúga Vínbúðina í Austurstræti til að hætta sölu á köldum bjór. Það mun aldeilis fæla alla rónana frá.