Öfund og samstaða

Það hefur því miður stundum komið í ljós að í stað þess að Íslendingar geti treyst á hvern annan í landvinningum erlendis reynumst við hver öðrum skeinuhættastir. Við erum lítil þjóð og erum háð því að landar okkar og fyrirtæki nái árangri í viðskiptum erlendis. Það er því miður að sjá fyrirtæki eins og SÍF og SH, Landsteina og Streng undirbjóða hvern annan í gegnum tíðina og spilla fyrir hverjum öðrum erlendis í viðleitni sinni við að ná árangri. Það er afskaplega mikilvægt að við stöndum saman er við á og aðstoðum hvern annan í hinum stóra heimi fremur en að öfundast og spilla fyrir.

Fortíð og framtíð Menntaskólans í Reykjavík

Fáar skólastofnanir eru eins samofnar sögu Íslands eins og Menntaskólinn í Reykjavík. Eins og flestir þekkja á skólinn rætur sínar að rekja til Bessastaða. Alþingi hafði þar aðsetur á árunum 1845-1879 og þjóðfundur um stjórnskipun Íslands var haldinn þar árið 1851. Kennsla hófst í núverandi húsnæði árið 1846 og fékk skólinn nafnið Menntaskólinn í Reykjavík árið 1937.

Erfitt verkefni bíður nýs oddvita

Leiðtogaskipti urðu í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna fyrir helgina. Nýs leiðtoga bíður erfitt verkefni. Deiglan skoðar málið ofan í kjölinn í dag.

Kaffi er vín hins vinnandi manns

kaffiMargir byrja daginn á því að drekka kaffibolla. Sumir vilja hafa kaffið sitt sterkt en aðrir dauft. Sumir drekka aldrei kaffi á kvöldinn. Margir drekka kaffi með mjólk en aðrir alltaf svart. Neysla á kaffi er partur af lífi flestra Íslendinga.

Skemmtileg vandamál

Sólin skínDaglega þarf maður að glíma við hin ýmsu vandamál. Einstaka sinnum reka á fjörur vandamál sem eru þess eðlis að þau eru góð hvernig sem úkoman er eða á þau eru litið.

Bilið ekki brúað

leiður trúðurÍ dag eru þrjár vikur liðnar frá kosningum og það er kannski eins og að bera í bakafullann lækinn að fjalla um úrslit Alþingiskosninganna. Samfylkingin bæti við sig 4 prósentustigum sem verður að teljast nokkuð gott –en þó ekki nógu gott með tilliti til þeirrar staðreyndar að þetta var eitt af betri sóknarfærum á Sjálfstæðisflokkinn.

Glæpsamleg afglöp barna?

Glæpsamleg afglöp barnaÓgjörningur getur reynst að ákvarða sökudólga í sakamálum þar sem börn eru gerendur. Fremja börn glæpi, eða verða þau uppvís að afglöpum?

Ábyrg blaðamennska

Ábyrg blaðamennskaAðalfrétt vikunnar er eflaust að fjórir ungir menn hafa einn af öðrum verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna meintra fjársvika gagnvart Landssímanum og eru þeir grunaðir um að hafa svikið út allt að 200 millljónir króna. Þrátt fyrir að það sé gömul tugga að fara enn á ný að velta upp friðhelgi einstaklinga sem eru grunaðir um refsiverðan verknað þá getur maður ekki orða bundist vegna meðferðarinnar sem fjórmenningarnir eru að fá núna í fjölmiðlum.

Glæfralegar tillögur félagsmálaráðherra

Tillögur félagsmálaráðherra um stórfeldar hækkanir á húsnæðislánum eru glapræði. Þær myndu ýta verulega undir þenslu á næstu árum og leiða til hærri vaxta en ella. Þar að auki eru þær á skjön við það hlutverk sem opinbera húsnæðiskerfið á að leika.

Samruni Evrópu að verða að veruleika

Í gærdag voru birt endurskoðuð drög að nýrri stjórnarskrá Evrópu um framtíð Evrópusambandsins. Stjórnarskráin verður sáttmáli aðildarríkjanna um framtíðarþróun sambandsins og hvert það stefnir á næstu áratugum. Nýju drögin benda ótvírætt til þess að Evrópusambandið sé að þróast í að verða sambandsríki þrátt fyrir rembingslegar tilraunir evrópskra stjórnmálamanna til að sannfæra Evrópubúa um að svo sé alls ekki.

Hvort á að stytta framhaldsskólann eða grunnskólann?

Hvort á að stytta framhaldsskólann eða grunnskólann?Verðandi menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir lýsti því yfir í Kastljósi á sunnudagskvöld að eitt af hennar fyrstu verkum yrði að stytta framhaldsskólann. Víst er það rétt að Íslendingar ljúka framhaldsskóla einu eða tveimur árum síðar en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. En er ekki rétt að skoða fyrst hvort skynsamlegra sé að stytta grunnskólann.

Vinagreiðar

Það er auðvitað bara fyndið hvernig atkvæðagreiðslan í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram. Grikkir fá 12 stig frá Kýpurbúum og Norðurlandaþjóðirnar styðja hver við aðra. En þrátt fyrir það var keppnin í gær hin ágætasta skemmtun.

Gleðibankinn

GleðibankinnSöngkeppni evrópskra ríkissjónvarpsstöðva fer fram í kvöld. Landinn er orðinn trylltur og verður væntanlega á yfirdrætti í Gleðibankanum. Á morgun kemur svo að skuldadögum og menn bölva öðrum þjóðum Evrópu fyrir fáránlegan tónlistarsmekk.

Tilþrifalítill stjórnarsáttmáli

Ríkisstjórnarsáttmáli Sjálfstæðiflokks og Framsóknarflokks felur ekki í sér stórkostleg tíðindi. Skattalækkunartillögur Sjálfstæðisflokksins virðast að hluta til ætla að ná fram að ganga þótt það sé orðað varlega. Tillögurnar í sjávarútvegsmálum virðast við fyrstu sýn vera afleitar og síst til þess fallnar að auka veg þessa undirstöðuatvinnuvegs þjóðarinnar.

Nýja ríkisstjórnin

Deiglan veltir í dag fyrir sér helstu breytingum sem verða á skipan ríkisstjórnarinnar. Hvað kemur mest á óvart og hver eru stærstu póitísku tíðindin?

Æri-Tobbi

Á seytjándu öld var uppi maður einn er þótti ákaflega ær. Maðurinn hét líklega Þorbjörn en var seinna á lífsleiðinni þekktur undir nafninu Æri-Tobbi. Um þennan mann er í raun ákaflega lítið vitað. Hann gat sér þó gott orð fyrir kveðskap og er allþekktur meðal þjóðarinnar fyrir afrek sín á því sviði.

Íslendingar verða að læra að spara

Fyrirheit sáttmálans saman með atvinnuátaki fyrrverandi ríkisstjórnar, Kárahnjúkavirkjun og álveri í Reyðarfirði gætu reynst okkur of stór biti að kyngja í einu. Það verður að spara sem lengi á að vara og ríkisstjórnin verður að hafa dug og þor til þess að halda vaxtastiginu í landinu niðri, þó það kosti óþægilegar aðgerðir í ríkisrekstri.

Grafarþögn

Á árunum 1990-1995 féllu að meðaltali 34 á ári fyrir eigin hendi hér á landi og fátt bendir til þess að meðaltalið hafi breyst mikið. Viðkomandi einstaklingar voru á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagshópum. Minnihluti þeirra þjáðist af alvarlegum geðsjúkdómum, langflestir voru venjulegt fólk sem átti mjög bágt sökum þunglyndis, vímuefnaneyslu, vonleysis eða sálrænna vandamála. Þetta fólk sá líklega enga aðra leið út úr svartnættinu. Er umfjöllunin um sjálfsvíg hér á landi í lagi?

Lifandi þorsk á markað

ÞorskeldiUm daginn var ég á fyrirlestri með Ragnari Árnasyni þar sem hann setti fram ýmsar nýstárlegar hugmyndir. Meðal annars vildi hann veiða þorsk í gildrur og flytja hann lifandi á markað í tönkum. Ástæðan var sú að þeim mun ferskari sem fiskurinn er, þeim mun hærra verð fæst fyrir hann á markaði, og hæst er verðið ef hann er lifandi.

Páfinn og ESB

Það kann vel að vera að ræðan sem Jóhannes Páll páfi II flutti í gær hafi verið ein sú þýðingarmesta á 25 ára valdaferli hans. Páfinn lýsti yfir afdráttarlausum stuðningi við aðild Póllands að Evrópusambandinu og hefur hann sjaldan tekið jafnsterkt til orða um þessi mál. Margir Evrópusinnar binda vonir við að þessi orð páfans muni hjálpa til við að sannfæra Pólverja, sem flestir eru kaþólskir, um ágæti aðildar.