Samruni Evrópu að verða að veruleika

Í gærdag voru birt endurskoðuð drög að nýrri stjórnarskrá Evrópu um framtíð Evrópusambandsins. Stjórnarskráin verður sáttmáli aðildarríkjanna um framtíðarþróun sambandsins og hvert það stefnir á næstu áratugum. Nýju drögin benda ótvírætt til þess að Evrópusambandið sé að þróast í að verða sambandsríki þrátt fyrir rembingslegar tilraunir evrópskra stjórnmálamanna til að sannfæra Evrópubúa um að svo sé alls ekki.

Í gærdag voru birt endurskoðuð drög að nýrri stjórnarskrá Evrópu um framtíð Evrópusambandsins. Stjórnarskráin verður sáttmáli aðildarríkjanna um framtíðarþróun sambandsins og hvert það stefnir á næstu áratugum. Nýju drögin benda ótvírætt til þess að Evrópusambandið sé að þróast í að verða sambandsríki þrátt fyrir rembingslegar tilraunir evrópskra stjórnmálamanna til að sannfæra Evrópubúa um að svo sé alls ekki.

Í drögunum að sáttmálanum er lagt til að stofnað verði embætti forseta Evrópu, sameiningartákn Evrópu, sem kjörinn verði af þjóðarleiðtogum aðildarríkjanna og sitji í amk tvö og hálft ár. Leiðtoginn skal kjörinn úr hópi fyrrverandi og/eða núverandi þjóðarleiðtoga aðildarríkjanna. Jafnframt er lagt til að komið verið á fót sérstöku embætti utanríkisráðherra Evrópu sem vinna myndi að þeim utanríkis-, varnar og öryggismmálum sem aðildarríkin hafa samþykkt að Evrópusambandið taki sér á hendur. Í þessu samhengi er einnig hvatt til þess að Evrópa komi sér upp sameinginlegri utanríkisstefnu. En þetta allt saman þýðir augljóslega að aðildarþjóðirnar munu þurfa að afsala sér yfirráðum í málaflokkum þar sem mikilvægra þjóðarhagsmuna gætir.

Sáttmálinn leggur einnig til að lög verði sett sem samræmi
ýmis atvinnu- og félagsleg réttindi um allt sambandið og að auki verði stuðlað að frekari samræmingu á efnahagsstjórnun aðildarríkjanna en Evrópusambandið gerir þetta nú þegar í töluverðum mæli.

Sambandsríkjaumræðan er mjög viðkvæm víða í Evrópu og þá kannski sérstaklega í Bretlandi. Til marks um það krafðist Tony Blair þess sérstaklega að orðið “federal” yrði tekið út úr texta stjórnarskrársáttmálans svo ekki mætti með svo beinum hætti lesa það í stjórnarskránni að Evrópa yrði sambandsríki í stað ríkjasambands.

Sú staðreynd að þetta hugtak var til staðar í drögunum til að byrja með segir ansi margt um draum þeirra sem lengst vilja ganga í samruna Evrópu. Jafnvel þó að drögin taki sérstaklega fram að þjóðerni og þjóðernislegur réttur Evrópubúa skuli virtur þá er þetta augljóslega stórt skerf í að breyta Evrópusambandinu úr ríkjasambandi sjálfsæðra ríkja í Evrópu í átt að myndun stórveldisins Evrópu.

Latest posts by Soffía Kristín Þórðardóttir (see all)

Soffía Kristín Þórðardóttir skrifar

Soffía hóf skrif á Deigluna í apríl 2001.