Undanfarið hafa samtök rétthafa bent ítrekað á dreifingu efnis á netinu. Að sögn samtakanna eru rétthafar að verða af milljónum eða milljörðum vegna ólölegrar dreifingar á netinu. Þetta hafa þeir rökstutt með því að draga fram tölur um niðurhal og margfalda með verði sem menn hefðu keypt þessa vöru á út úr búð.
Fyrir stuttu gerðu Ríkisútvarpið og Björgólfur Guðmundsson samkomulag um að efla íslenska dagskrárgerð fyrir sjónvarp. Margir fagna þessari innspýtingu í innlenda dagskrárgerð. Aðrir gagnrýna samninginn og telja Björgólf vera að seilast til valda í Ríkisútvarpinu. En hvernig er best að íslensk dagskrárgerð sé fjármögnuð og hver þarf aðkoma Ríkisútvarpsins að vera?
Það er inngreipt í huga okkar flestra að við höfum ótakmarkaðan rétt til að ráðstafa fjármunum okkar og eignum að vild, enda telst eignarrétturinn til grundvallarmannréttinda. Ef ég vil gefa Kattholti alla mína peninga þá má ég það.
Eftir að ákveðið var að fella niður fargjöld námsmanna í Strætó hefur notkunin aukist. Nýlegar tölur benda til 15% aukningar á þessu ári og 30% aukningu úr hópi námsmanna. Það liggur því beinast við að fella niður fargjöld til annarra hópa í kjölfarið, enda ávinningur fyrir umferðarkerfið og umhverfið óumdeilanlegur. Og það er besta leiðin til að verja 800 milljónum króna af útsvarsfé í þágu almenningssamgangna … Eða hvað? Hver er hinn raunverulegi ávinningur fram til þessa? Og væri hugsanlega hægt að ná enn meiri ávinningi með öðrum hætti?
Þrátt fyrir að stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar hafi að mörgu leiti farið vel af stað undanfarna mánuði hafa reglulega skotist upp á yfirborðið mál sem ekki virðist vera fullur einhugur um. Hið svokallaða “Íslenska ákvæði” í Kyoto bókuninni er eitt þessara mála, og sitt sýnist hverjum.
Úrslit þingkosninganna í Danmörku, sem fóru í gær, eru mikill sigur fyrir dönsku hægriflokkana en kosningabandalag þeirra fékk hreinan meirihluta á danska þinginu og heldur ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussens þar með velli. Danskir jafnaðarmenn máttu þola versta ósigur sinn í meira en eitt hundrað ár en þjóðernissósíalistar yst á vinstri vængnum tvöfölduðu fylgi sitt.
Gagnrýnendur peningastefnu Seðlabanka Íslands hafa nefnt þann möguleika að sleppa húsnæðislið vísitölu neysluverðs út úr mælingunni. Húsnæðisverð hefur hækkað gífurlega á síðustu árum og þar af leiðandi ýtt verðbólgumælingum upp á við, en hversu ráðlegt er sleppa stærsta útgjaldalið heimilanna úr verðlagsmælingum?
„Við vinirnir skulum skella okkur á leikinn í dag. Tökum gott road-trip og styðjum okkar lið.“
„Æ, einhver hasar í gangi, best að ég bíði bara í bílnum þar til Paolo og Filippo koma aftur.“
„Hvaða svakalegi sársauki er þetta í hálsinum á mér?“
Deiglunni hafa borist fréttatilkynningar frá Félagi vínkaupmanna, Landsamtökum hverfisverslana, Samtökum vínbænda og vínframleiðenda, og Bandalagi sjálfstæðra brugghúsa og Hinu íslenska vínfræðifélagi. Öll þessi félagasamtök mótmæla harðlega frumvarpi Ögmundar Jónassonar og fleiri þingmanna og VG og Samfylkingarinnar um að áfengisverslun verði tekin af einkaaðilum of færð í hendur Ríkisins.
Í síðustu viku gaus upp deila um höfundarétt á afþreyingarefni á netinu.Í fljótu bragði virðist deilan snúast um hvort lögsækja eigi notendur skráarskipti forrita annars vegar og forsvarsmenn leitarsíðna sem tengja notendurnar saman hins vegar. Er málið svo einfalt?
Forkólfar jafnréttisbaráttunnar og femínstafélaga í dag virðast þó margir hverjir vilja beita misrétti til að ná fram jafnrétti. Jákvæð mismunun og kynjakvótar eru að þeirra mati til þess fallin að ná þeim markmiðum um jafnrétti kynjanna. En var það markmið Bríetar?
Eitt það undarlegasta í allri umræðunni um áfengismál að undanförnu er að andstæðingum frumvarpsins hefur tekist að gera alla þá sem málið styðja að einhverjum óskaplegum öfgamönnum. En því fer auðvitað fjarri að sú skoðun að aðrir en ríkið eigi að sjá um verslun með bjór, sé öfgafulla skoðunin í þessari umræðu.
Í kjölfar umræðu um afnám lágmarksútsvars hafa einhverjir haldið því fram að hægt væri að afnema hámarksútsvar með sömu rökum. Í þessu felst grundvallar misskilningur á hlutverki löggjafarvaldsins annarsvegar og sveitarfélaga hinsvegar. Heildarlög um tekjustofna sveitarfélaga voru upphaflega sett árið 1989. Í þeim var ekki talin þörf á að setja ákveðinn lágmarkskatt eins og kveður á um í núverandi lögum, heldur var eingöngu um að ræða hámarksútsvar.
Þegar það kemur að því að ná árangri, á hvaða sviði sem er, virðast flestir vera sammála um mikilvægi þess að setja sér markmið. Markmiðin þurfa að vera skýr og mælanleg ásamt því sem æskilegt er að þeim fylgi nákvæm aðgerðaráætlun. Við þurfum jú að ákveða hvernig og hvenær við ætlum að ná viðkomandi markmiðum. En eitt er það sem stundum virðist gleymast þegar rætt er um hvernig ná má auknum árangri í starfi og einkalífi. Við gleymum mikilvægi hugarfarsins.
Gagnagrunnur greiningardeildar ríkislögreglustjóra er talinn styðjast við reglugerð dómsmálaráðherra sem sett var árinu. Ákvæði reglugerðarinnar um gagnagrunninn er hins vegar óljóst og lagaheimildin óskýr. Söfnun persónuupplýsinga í gagnagrunninn byggir því á mjög vafasömum grundvelli.
Kaupþing hefur tilkynnt að frá og með næstu mánaðarmótum muni bankinn ekki heimila yfirtöku íbúðalána á óbreyttum vöxtum. Með öðrum orðum að kaupendur fasteignar muni ekki geta yfirtekið lán sem eldri kaupandi hefur tekið. Hins vegar verði þeim sem óskar eftir yfirtöku heimilað að yfirtaka lán, séu vextir þess hækkaðir til samræmis við vaxtakjör á yfirtökudegi.
Ólafur Jóhannesson var ráðinn þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu um síðustu mánaðarmót. Ólafur er sjötti þjálfari íslenska landsliðsins á tíu árum. Hann var ráðinn eftir að ákveðið var endurnýja ekki samninginn við Eyjólf Sverrisson eftir hörmulegt gengi íslenska landsliðsins undir hans stjórn.
Hvers vegna fullyrðir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra í fjölmiðlum að eftir 10 ár muni íslensk útrásarfyrirtæki, sem veðja á jarðvarmavirkjanir, eiga í hreinni eign jarðorkuvirki sem framleiði allt að 15 þúsund MW af orku? Í samanburði má nefna að í dag framleiða allar jarðvarmavirkjanir heimsins um níu þúsund MW. Af hverju er hann svona bjartsýnn á að eftir tíu ár þá muni íslensk útrásarfyrirtæki hafa getað fjárfest fyrir 2000 milljarða í 20 – 30 löndum? Er þetta bara „money in the bag“?
Á einu mesta góðæristímabili Íslendinga er afar vinsælt að endurtaka fyrir almenningi afburða fjárhagsstöðu ríkisins og hve vel hefur tekist með niðurgreiðslu skulda þess. Þeirri staðreynd erum við öll sammála, skuldir ríkissins hafa verið greiddar niður á undanförum árum og er nú svo komið að HREINAR skuldir ríkissjóðs eru nú engar. Þennan mikla árangur ber að lofa. Í pistli mínum í dag mun ég þó útskýra af hverju ég er ekki fyllilega sáttur við umræðuna um skuldastöðu ríkissjóðs.
Úrslit kosninganna í Póllandi eru ánægjulegar fréttir fyrir frjálslyndari menn alls staðar í álfunni. Hinir öfgafullu og íhaldssömu Kaczynski-tvíburar ráða ekki lengur lögum og lófum í landinu. Úrslit kosninganna má hins vegar ekki túlka sem eitthvað sérstakt afhroð fyrir tvíburana, því staða þeirra er í raun alls ekki svo slæm.