Stórtæki netþjófnaður?

Undanfarið hafa samtök rétthafa bent ítrekað á dreifingu efnis á netinu. Að sögn samtakanna eru rétthafar að verða af milljónum eða milljörðum vegna ólölegrar dreifingar á netinu. Þetta hafa þeir rökstutt með því að draga fram tölur um niðurhal og margfalda með verði sem menn hefðu keypt þessa vöru á út úr búð.

Undanfarið hafa samtök rétthafa bent ítrekað á dreifingu efnis á netinu. Að sögn samtakanna eru rétthafar að verða af milljónum eða milljörðum vegna ólölegrar dreifingar á netinu. Þetta hafa þeir rökstutt með því að draga fram tölur um niðurhal og margfalda með verði sem menn hefðu keypt þessa vöru á út úr búð.

Það er auðvitað ekkert nýtt að efni sé dreift á meðal fólks, stafræna tæknin hefur bara gert þetta miklu auðveldara en áður hefur þekkst. Það er heldur ekkert nýtt að rétthafar hafi þrýst á löggjafann með þessum hætti og reynt að sýna fram á gríðarlegt tap af völdum ólöglegrar dreifingar, hvort sem það er með þeim skilvirka hætti sem nú er hægt að sækja efni, geisladiska eða með gömlu góðu kasettunni.

Vandamálið við þessa útreikninga er að þeir hafa aldrei orðið af þessum tekjum, því þær voru aldrei þeirra. Þeir vita það jafn vel og aðrir, það hentar bara miklu betur í umræðunni að benda þessar ofboðslegu upphæðir sem þeir eiga að hafa orðið af.

Það er samt enginn að segja að þeir hafi ekki orðið af tekjum. Það er bara ekki svo hægt um vik að finna þá tölu. Getur Skjárinn t.d. sýnt fram á að hafa orðið af auglýsingatekjum eins og þeir fullyrða beint vegna niðurhals? Ef ég sæki mynd er hægt að jafna því við sölu á DVD disk? Hvað ef ég leigi hana, kaupi hana í kolaportinu eða fæ lánað hjá vin. Söluleiðir tónlistar hafa breyst í kjölfarið og mikil aukning hefur verið í fjölbreytileika, í stað hinna stóru banda og tónlistarmenn hafa nýtt sér netið til að kynna sig.

Eins og Radiohead hefur gert þurfa rétthafar að finna leiðir til að vinna með nútímanum, það hefur sýnt sig að fólk er tilbúið að greiða fyrir þær það efni sem það sækir á netinu. Það er ekki lengur þannig að húsmóðirin sé tilbúin með heitan mat þegar þreyttur húsfaðir mætir heim úr vinnunni og svo situr vísitölufjölskyldan fyrir framan sjónvarpið. Sú tíð að menn séu tilbúnir að bíða í marga mánuði eftir því að sjónvarpsstöðinni þóknist að sýna ákveðinn þátt á fyrirfram ákveðnum tíma er liðinn.

Þessi breyting sést einna best á því hversu margir eru að sækja efni af netinu. Það hlýtur að vekja athygli að tæplega 10% þjóðarinnar er skráð inn á torrent.is, en sá vefur er alls ekki eina leiðin til þess að sækja efni. Fjölmargar leiðir eru til þess að sækja efni. Þótt torrent.is sé klárlega stærsta og þekktasta leiðin (með fleiri flettingar en símaskráin), þá sást það best hvernig netið virkar að þegar torrent.is samþykkti að miðla ekki nokkra þekkta þætti frá Stöð 2, liðu ekki nema nokkrar mínútur þangað til sama efni var komið á erlendan torrent vef.

Íslensku stöðvarnar hafa einfaldlega ekki verið að standa sig. Um leið og áskriftargjöld hér á landi eru með því hæsta sem þekkist, þá er þjónustan takmörkuð. Enn þurfa neytendur að sætta sig við að horfa á dagskránna þegar stöðvunum hentar og þótt það sé komin vísir að því að hægt sé að panta efni beint, þá er hvorki hægt að panta staka þætti né er framboð sérstaklega mikið.

Hlutur símafyrirtækjanna er nokkuð merkilegur í þessu, en þegar framkvæmdarstjóri Skjásins fullyrðir að það að sækja þætti sé eins og að stela DVD úr búð, þá er Síminn flóttabílstjórinn sem heldur vélinni heitir meðan við hlaupum inn. Síminn sem á Skjáinn hefur grætt vel á því að selja mönnum dýrar háhraða nettengingar. Ef tapaðar auglýsingartekjur á Skjánum væru svo svakalegar, hefði fyrirtækið væntanlega brugðist við. Hins vegar kosta þessar háhraða tengingar meira en 100% meira en tenging, sem dugar ágætlega til að skoða netið.

Í sjálfu sér er eðlilegt að samtök rétthafa berjist fyrir þessu, en þeir vita mæta vel að mjög er á brattan að sækja. Það er erfitt að finna þann einstakling sem hefur verið á netinu en ekki freistast til að sækja lag, þátt eða bíómynd, stolið ljósmynd eða brotið höfundarétt á netinu. Þeim væri hins vegar nær að eyða peningum og orku umbjóðenda sinna í að finna fleiri leiðir til að gefa fólki tækifæri til að sækja þetta efni á löglegan og réttan hátt og með því að greiða fyrir það.

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.