Yfirlýsingar borgarstjóra um flugvöllinn

Nýlegri skoðanakönnun Fréttablaðsins um staðsetningu flugvallarins var innilega fagnað af borgarstjóra Reykjavíkur í sérstakri yfirlýsingu hans um málið. Líklega kom hún fæstum á óvart enda hefur hann hingað til ekki farið í grafgötur með skoðun sína á því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni.

Hvunndagshetjur Suðurlandsskjálfta

Íslenska þjóðin fylgdist skelkuð með þegar skjálfti reið yfir Suðurland seinni part dags í gær. Enn sem komið er virðast engin alvarleg slys hafa orðið á fólki og að því leyti hafa sunnlendingar sloppið vel undan skjálftanum. Nokkur tími mun líða áður en fullt mat næst á því eignatjóni sem varð en það hefur líklegast verið gríðarlegt.

Styrmir stígur af sviðinu

Brotthvarf Styrmis Gunnarssonar úr stól ritstjóra Morgunblaðsins markar tímamót fyrir blaðið. Bæði vegna þess að merkur fjölmiðlamaður lætur af störfum eftir langan feril en líka vegna þess að blaðið getur nú farið í nauðsynlega naflaskoðun.

Kalda stríðið fyrir hálfvita

Í allri afstæðishyggjunni og pómó-þvælunni sem út úr nútímamanninum vellur gleymist oft að minnast á að kalda stríðið var í hnotskurn barátta milli góðra ríkja og vonda ríkja. Og að góðu ríkin hafi, til allrar hamingju, unnið.

Hreinsun nýrra viðhorfa

Athyglisverður atburður átti sér stað um daginn. Æðra stjórnvald felldi úr gildi úrskurð lægra sett stjórnvalds. Til upplýsingar þá hefur það gerast áður að æðra stjórnvald komist að því að málsmeðferð lægra sett stjórnvalds hafi ekki verið málefnaleg og ekki byggð á lögmætum sjónarmiðum. Það athyglisverða er að hópur manna safnaðist saman fyrir utan byggingu hins æðra stjórnvalds og mótmælti ógildingunni með þeim orðum að nú þyrfti að hreinsa út gamaldags viðhorf.

Geta flóttamenn ekki verið Skagamenn?

Ég er skagamaður búsettur í Reykjavík. Fyrir mig og eflaust fleiri hefur verið furðulegt að fylgjast með fréttum undanfarið og sjá að helsta áhyggjuefni sumra virðist vera að komast ekki á djammið fyrir flóttamönnum og Pólverjum á Akranesi. Sjálfur var ég á 10 ára árgangsmóti á laugardag og gat alveg skemmt mér konunglega þrátt fyrir að í bænum búi ekki bara innfæddir skagamenn.

Brauð eða byssukúlur

Stríðið í Írak er sagt munu kosta um þrjú þúsund milljarða Bandaríkjadala. Það eru hundrað þúsund dalir á hvert mannsbarn þar í landi. Er hugsanlegt að fyrir þann pening hefði mátt tryggja betri árangur?

Vangaveltur um forsetaembættið

Sjálfkjörið verður í embætti forseta Íslands til næstu fjögurra ára þar sem sitjandi forseti var einn í framboði – enn einu sinni. Þetta vekur óneitanlega upp áleitnar spurningar um umboð forsetans, heimild hans til valdtöku og leiðir til breytinga.

Loksins í úrslit

Það var mikil gleði í stofum landsmanna um allt land á fimmtudaginn þegar Ísland náði þeim sögulega árangri í Eurovision að komast áfram í úrslit söngvakeppninnar en þar höfum við ekki verið síðan árið 2004.

Ekkert að óttast.. eða allt?

Með hækkandi sól fjölgar þeim sem leggja leið sína í miðbæ Reykjavíkur til að kíkja út á lífið um helgar. Sumrinu fylgir líka ávallt umræða um hið meinta skelfilega ástand í miðbænum um helgar. En er ástandið eins slæmt og stundum mætti ætla af þeim fréttum sem við heyrum?

Sátt og sundurlyndi

Stjórnarandstaðan og fjölmiðlar hafa farið mikinn allt síðastliðið ár og dregið sínkt og heilagt fram allt það sem þingmenn og ráðherrar ríkisstjórnaflokkanna eru ekki sammála um og hugsanlega ekki sammála um. Og hvort ríkisstjórnin sé ekki að því komin að springa?

Seesmic – nýja æðið í netheimum?

Á undanförnum árum hafa hinar ýmsu vefsíður á internetinu hlotið gífurlegra vinsælda á meðal almennings. Þar má meðal annars nefna YouTube, MySpace og Facebook. Nú er komin fram á sjónarsviðið ný og spennandi vefsíða sem nefnist Seesmic og er ein af nýju og djörfu hugmyndunum sem má finna í netheimum í dag.

Einkarekstur á víða við

Það hefur verið stefna ríkisstjórnarinnar, bæði núverandi og þeim sem á undan hafa komið, að einkaaðilar séu best til þess fallnir að stýra fyrirtækjum. Einnig hafa stjórnvöld verið jákvæð í garð einkareksturs í menntakerfinu. Stjórnvöld treysta því einkaaðilum vel til þess bæði að kenna fólki og stýra fyrirtækjum og það virðist því vera skemmtilega mikil mótsögn í því, að stjórnvöld telji að þau sjálf séu best til þess fallin að kenna fólki hvernig á að byggja upp og stýra fyrirtækjum.

Umræðuumræðan

Mikið hefur verið rætt um umræðuna um ESB-aðild Íslands. Mörgum hefur þótt sem umræðan hafi verið á villigötum og er ekki annað hægt en játa að umræðan um umræðuna hafi vissulega ekki verið á háu plani. Jafnvel að um umræðustjórnmál af verstu sort hafi verið að ræða.

Tímabærar breytingar á Íbúðalánasjóði

Dagurinn í gær var uppfullur góðra tíðinda fyrir áhugafólk um efnahagsmál. Ásamt fréttum um viðleitni Seðlabankans til að bæta aðgang sinn að erlendu lausafé með gjaldeyrisskiptasamningum við norræna seðlabanka, tilkynnti forsætisráðherra að endurskoða ætti hlutverk Íbúðalánasjóðs.

Óhappatalan 8?

Í kínverskri heimspeki er talan 8 mikil happatala og völdu kínverjar þann 8/8/8 fyrir opnunarathöfn Ólympíuleikanna. En lánið hefur síður en svo leikið við Kínverja á þessu ári og hinn hörmulegi jarðskjálfti í Sichuan er síðasta áfallið af mörgum sem Kínverjar hafa orðið fyrir undanfarið.

The wonder that is Vesturport

Flest allir Íslendingar þekkja í dag listahópinn Vesturport, þau eru best þekkt fyrir leikritin Rómeó og Júlíu, Ást, Kommúnuna og kvikmyndirnar Börn og Foreldrar. Hópurinn kom saman árið 2001, hóp sem langaði að gera eitthvað nýtt þau komu sér saman í litlu húsnæði sem fékk nafnið Vesturport það sem var framundan var ekki beint eitthvað sem einhver gat spáð fyrir.

Mannhatarar!

Þú sagðir að Íslendingar væru forvitnir um hvað væri að gerast hjá mér. Þeir geta farið til fjandans. Bölvaðir mannhatarar. Gleðilega Páska“. Svo mörg voru þau orð tónlistarkonunnar í nýlegu tölublaði Séð og Heyrt. Söngkona þessi er ósátt við framkomu Íslendinga í hennar garð. Það kann að vera skiljanlegt og hafa sínar skýringar. Engu að síður er umhugsunarefni hvort þessi páskakveðja innihaldi örlítið sannleikskorn um afstöðu Íslendinga til nýbúa. Lögð var könnun fyrir 12 þúsund framhaldsskólanema í vetur. 60% þeirra telja nýbúa of marga.

Ríkissjónvarpið: Besta sætið

Knattspyrnuáhugamenn landsins eru líkast flestir farnir að bíða óþreyjufullir eftir Evrópumóti karlalandsliða sem verður sýnt í beinni útsendingu á RÚV í sumar. Þvílík heppni að allir elska knattspyrnu!

Að hengja prest fyrir…

Samfélag þar sem samskipti milli fólks fara í auknum mæli fram með tölvupósti, sms-skeytum eða skilaboðum á vefsíðum býður það kannski ekki upp á að menn sýni blíðu- eða vinahót með líkamlegum hætti. Ef prestur getur ekki faðmað sóknarbörnin sín án þess að verða krossfestur sem pervert á forsíðum dagblaðanna þurfum við að draga andann djúpt og hugsa um þau manngildi sem við viljum að beri samfélagið okkar uppi.