Sátt og sundurlyndi

Stjórnarandstaðan og fjölmiðlar hafa farið mikinn allt síðastliðið ár og dregið sínkt og heilagt fram allt það sem þingmenn og ráðherrar ríkisstjórnaflokkanna eru ekki sammála um og hugsanlega ekki sammála um. Og hvort ríkisstjórnin sé ekki að því komin að springa?

Stjórnarandstaðan og fjölmiðlar hafa farið mikinn allt síðastliðið ár og dregið sínkt og heilagt fram allt það sem þingmenn og ráðherrar ríkisstjórnaflokkanna eru ekki sammála um og hugsanlega ekki sammála um. Og hvort ríkisstjórnin sé ekki að því komin að springa?

Skoðum málið aðeins; stjórnarþingmennirnir eru 43; gera má ráð fyrir að þetta sé upp til hópa fólk með mikinn áhuga á pólítík, sterkar skoðanir, rökfast og ákveðið – ella væru þau varla þingmenn. Gerir í alvöru einhver ráð fyrir að þau séu öll sammála um alla hluti?

Það má fullyrða að þingmenn sjálfstæðisflokksins eru ekki sammála um alla hluti sín á milli, ekki frekar en þingmenn samfylkingarinnar. Þingmenn hvers flokks eru sammála um ákveðna sýn, sammála um að vinna að ákveðnum markmiðum með tiltekin gildi að leiðarljósi. Sýnin, markmiðin og gildin eru skilgreind af hverjum flokki fyrir sig sem kjósendur flykkja sér svo á bakvið eins og best hentar þeirra sannfæringu.

Má ekki bara viðurkenna og tala um hlutina eins og þeir eru? Þingmenn og ráðherrar hvers flokks eru ekki alltaf sammála um alla hluti, en þeir ná málamiðlun um þau atriði sem máli skipta. Koma sameiginlega fram fyrir kosningar með tiltekna stefnuskrá sem menn sammælast um að vinna að á næsta kjörtímabili. Við stjórnarmyndunarviðræður fer svo fram önnur lota af málamiðlunum.

Þegar stjórnmálaflokkar mynda saman ríkisstjórn þýðir það sjálfsögðu ekki, að það muni ekki koma til átaka og umræðna innan þess hóps. Oftast fara umræður og átök fram á bakvið luktar dyr þar til menn koma fram með sameiginlega málamiðlun – þannig er bara pólitík. Ef allir væru og ættu að vera fullkomlega sammála um alla hluti þá gætum við bara haft einræði; stjórnarfar þar sem bara ein skoðun kemst að.

Það er kosturinn við stóran stjórnarmeirihluta að meira svigrúm gefst fyrir þingmenn til að gera ekki málamiðlanir um þau mál sem þeim kunna að vera sérstaklega hugleikinn. Stór stjórnarmeirihluti gefur okkur þannig nýja sýn á stjórnmálin; stjórnmál sem leyfa einstaklingnum að njóta sín, segja sínar skoðanir en geta jafnframt réttlætt málamiðlanir.

Getur verið að öll lætin séu tilkomin að því að búa þarf til gott fréttaefni og stjórnarandstaðan á í vandræðum með að vera á móti ríkisstjórninni?

Latest posts by Katrín Helga Hallgrímsdóttir (see all)

Katrín Helga Hallgrímsdóttir skrifar

Katrín Helga hóf að skrifa á Deigluna í október 2003.