Seesmic – nýja æðið í netheimum?

Á undanförnum árum hafa hinar ýmsu vefsíður á internetinu hlotið gífurlegra vinsælda á meðal almennings. Þar má meðal annars nefna YouTube, MySpace og Facebook. Nú er komin fram á sjónarsviðið ný og spennandi vefsíða sem nefnist Seesmic og er ein af nýju og djörfu hugmyndunum sem má finna í netheimum í dag.

Á undanförnum árum hafa hinar ýmsu vefsíður á internetinu hlotið gífurlegra vinsælda á meðal almennings. Þar má meðal annars nefna YouTube, MySpace og Facebook. Nú er komin fram á sjónarsviðið ný og spennandi vefsíða sem nefnist Seesmic og er ein af nýju og djörfu hugmyndunum sem má finna í netheimum í dag.

Seesmic er bloggsíða sem bíður upp á allt eins og hin hefðbundna bloggsíða gerir, með einni undantekningu þó. Bloggið er allt í myndbandsformi. Á Seesmic getur fólk bloggað með því að taka upp myndband af sjálfum sér og hlaðið því inn á þessa vefsíðu. Eins og á flestum venjulegum bloggsíðum getur síðan fólk svarað hvor öðru, en á Seesmic er það einnig gert í myndbandsformi.

Stofnandi Seesmic er Frakkinn Loic Le Meur. Hann hefur stofnað mörg fyrirtæki í gegnum tíðina, sem hafa gengið misvel til þessa en nú telja menn að hann sé búinn að stofna fyrirtæki sem eigi mikla framtíð fyrir sér. Það eru líka margir sem hafa trú á þessu verkefni hans og þar má meðal annars nefna stofnendur Skype, Nicklas Zennström og Janus Friis, en þeir hafa sett töluverðan pening í þróun Seesmic.

Loic Le Meur er þeirrar skoðunar að framtíð bloggsins sé í myndbandsformi. Myndböndin séu persónulegri því notendur sjá í raun hverjir standa á bak við þær skoðanir sem koma fram. Bloggarar fela sig ekki á bak við einhver notendanöfn heldur koma fram í eigin persónu, undir eigin nafni. Hann telur að með því skapist miklu meiri málefnalegri umræða sem fleiri vilji taka þátt í.

Þessi rök eiga vel við þá umræðu sem hafa átt sér stað á Íslandi um nafnlaus skrif á bloggsíðum. Slík skrif virðast vera að færast í vöxt hér á landi og þá oftar en ekki á ómálefnalegri nótum. Því væru slík myndbandsblogg tilkomin breyting inn í íslenskt blogg-samfélag.

Seesmic er ennþá aðeins á tilraunarstigi en hefur þó 20.000 virka notendur. Þrátt fyrir að vera komin svona skammt á veg hefur Seesmic hefur hlotið mikla athygli og nú þegar eru stórfyrirtæki byrjuð að sýna áhuga á að fjárfesta eða jafnvel kaupa vefsíðuna. Vitað er meðal annars um áhuga YouTube en stofnandi Seesmic segist hinsvegar ekki vera opinn fyrir neinum tilboðum, að minnsta kosti ekki enn sem komið er.

Latest posts by Jan Hermann Erlingsson (see all)