The wonder that is Vesturport

Flest allir Íslendingar þekkja í dag listahópinn Vesturport, þau eru best þekkt fyrir leikritin Rómeó og Júlíu, Ást, Kommúnuna og kvikmyndirnar Börn og Foreldrar. Hópurinn kom saman árið 2001, hóp sem langaði að gera eitthvað nýtt þau komu sér saman í litlu húsnæði sem fékk nafnið Vesturport það sem var framundan var ekki beint eitthvað sem einhver gat spáð fyrir.

Hvað er Vesturport?
Hópurinn var stofnaður þegar tveir leiklistarnemar fundu húsnæði á Vesturgötunni í Reykjavík sem var til leigu, þeir töluðu við nokkra samnemendur sína og ákváðu að setja saman hóp sem myndi hafa þarna aðstöðu til þess að prófa sig áfram sem listamenn. Fengnir voru í lið með leikurunum tónlistarmenn, leikstjórar, próducerar, ljósamenn og alls kyns listamenn til þess að mynda þennan hóp og standa straum af leigunni.

Leiklistarnemarnir höfu áður rætt það sín á milli að þeim langaði ekki að fara beint eftir skólan upp í atvinnuleikhúsin og taka að sér hlutverk þar og ílengjast svo þar næstu 30 árin. Þeim langaði frekar að þróa sig sem listamenn, geta gert það sem þeim langaði til þess að gera. Úr þessum mikla eldmóð varð Vesturport og ekki grunaði þeim né landsmönnum hvað myndi verða framtíð þessa hóps.

Það kemur fram á einni síðu hópsins hvert markmið þeirra er: The aim is to find every projects own voice, style, time and space without forcing a play into a space where its story and characters will not be fully understood. In this way the ensemble will always be looking for different and provocative ways to present a story through dialogue and visuals with the raw and sincere force that drives the artists in the company. Þeim hefur svo sannarlega tekist þetta vel, því í verkum þeirra skín einmitt alltaf hvað karakterunum er gerð góð skil, þannig að áhorfandinn fær í raun að líta inn í þeirra hugarheim.

Fyrsta sýning hópsins var Diskópakk eftir gríska höfundinn Enda Walsh sem Víkingur Kristjánsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir léku í og Heiður Heiðarsson leikstýrði verkinu. Verkið var sett upp með yfirdráttaheimild einni saman, andinn var svo mikill að ekki var hægt að láta það stoppa sig að fólk vildi ekki styrkja verkið, sýning skyldi fara upp. Fyrir mér sem hægri sinnaðri manneskju finnst mér þetta unaðslegt að sjá listamenn sem hafa drifkraft og láta það ekki stoppa sig þó að ríkisvaldið heypi þeim ekki á spenan. Sjálfbjargarviðleytnin og drifkrafturinn var til staðar og á endanum borgaði það sig margfalt til baka.

Rómeó og Júlía
Það er erfitt að finna manneskju sem þekkir ekki til verksins Rómeó og Júlía, ódauðleg ástar-harmleikssaga sem hefur verið kvikmynduð og sett upp í leikhúsum út um allan heim. Vesturportshópnum langaði að setja það upp en draumurinn var að setja hana upp með því markmiði að það væru engin takmörk. Ekki er hægt að segja að þetta hafi verið einfalt því allir í leikhópnum voru í öðrum verkefnum og því var frítímanum varið í það að lesa og æfa fimleikaæfingarnar. Útkoman var sirkusútgáfa af Rómeó og Júlíu.

En öll þessi vinna borgaði sig því ekki var aðeins frægð á Íslandi málið heldur var ferðinni heitið til Lundúna sem endaði svo á West End. Það er eflaust draumur flestra leikara að fá að leika á West End en það gekk ekki þrautarlaust að komast þangað fyrir Vesturport því biðin eftir leikhúsi var ströng og tók 3 mánuði að fá leikhús. Á meðan að biðinni stóð voru þau saman í London og lásu saman verk sem leiddi svo til sýningarnar Brim sem nú í dag er að verða að kvikmynd.

Alþjóðlegt Vesturport
Í dag fer Vesturportshópurinn á alþjóðlegar leiklistarhátíðir og er í A flokki þeirra leikhópa sem koma saman, fólk býður eftir því að sjá sýningarnar þeirra í ofvæni því þær þykja frumlegar, listrænar en á sama tíma eru þær þannig gerðar að þú þarft ekki að hafa master í listfræðum til þess að njóta þín.
Hópurinn hefur verið í mikilli útrás og hefur komið víða við m.a. í London, Mexíkó, Moskvu og New York.

Leikhúsdómar
Til gamans má geta að The Sunday Times gaf sýningunni Rómeó og Júlía 4 stjörnur og The Guardian valdi leikhúsið Young Vic í London besta leikhús ársins fyrir það eitt að hafa sýnt Rómeó og Júlíu. Fyrir leikrit þeirra Hamskipti eða Metamorphosis eftir Kafka fengu þau 5 stjörnur af fimm mögulegum í The Guardian. Enginn annar leikhópur frá Íslandi hefur fengið slíka dóma og í raun enginn annar leikhópur náð slíkum árangri sem Vesturport hefur náð.

Í dag bíðum við Íslendingar í ofvæni eftir næsta verki þeirra Vesturportara sem ég þori að segja að hafi ekki oft gerst áður, þau hafa unnið hug og hjörtu þjóðarinnar. Hópurinn Vesturport er dæmi þess að það að trúa á sjálfan sig og taka sénsa getur borgað sig margfalt til baka, því hver hefði trúað því að lítið hús á Vesturgötunni gæti verið leikhús, hverjum dettur í hug að taka yfirdráttarheimild fyrir launum og öllum kostnaði? Vesturportshópnum datt þetta í hug og unnu vel úr því með ástríðuna fyrir leikhúsinu eina á lofti, hún skein í gegn.

Framtíðin er björt í leiklistarlífi okkar Íslendinga ef fleiri eins og Vesturportshópurinn komi upp.

Latest posts by Stefanía Sigurðardóttir (see all)

Stefanía Sigurðardóttir skrifar

Stella hóf að skrifa á Deigluna í nóvember 2004.