Nú er komið að skuldadögum hjá mörgum. Þeir sem keyptu skuldabréf gömlu bankanna þriggja í hagnaðarvon eru meðal þeirra sem þurfa að bera kostnað af sinni áhættusækni.
Í þessum þriðja og seinasta pistli um sósíalísk hagkerfi er rætt um vinnumarkaðinn, eða öllu heldur það hvernig best sé að halda sig frá honum. Þá er einnig fjallað um húsnæðisleit á sósíalískum fasteignamörkuðum.
Ástand efnahagsmála á Íslandi undanfarnar vikur hefur kallað fjölmarga spekúlanta sem leggja fram sína skoðun á því hvernig byggja skuli upp Nýja Ísland. Fyrir skömmu fjallaði ég á Deiglunni um hvort aðild að Evrópusambandinu væri leiðin til framtíðar og komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. En hvert ber okkur þá að stefna?
Sjávarútvegur, orkugeirinn og ferðaþjónusta verða helstu burðarásar íslenska hagkerfisins næstu árin og munu skapa þjóðfélaginu miklar gjaldeyrisstekjur. Sé horft lengra fram á veginn er aftur á móti ljóst að útflutningshagkerfi með smáan, skaddaðan og flöktandi gjaldmiðil býður upp á einhæfni. Til að skapa skilyrði fyrir aukinni fjölbreytni verður að finna aðra kosti í gjaldmiðlamálum.
„Kæru félagar, þetta er útvarp Búkarest, klukkan er 6:30. Nú er félagi Ceausescu að fara á fætur, og þá förum við líka á fætur, kæru félagar!“ Korteri síðar heyrðist aftur í útvarpinu: „Kæru félagar, nú er félagi Ceausescu að gera armbeygjur og þá ætlum við líka að gera armbeygjur, EINN OG TVEIR OG EINN OG TVEIR…“ Korteri síðar mátti svo heyra: „Kæru félagar, klukkan er 7:00. Nu er félagi Ceausescu að borða morgunmat, og þá ætlum við að heyra smá tónlist…“
Í dag kýs bandaríska þjóðin sér nýjan forseta eftir átta ára valdatíð George W. Bush. Andstætt þeirri stöðu sem uppi var fyrir fjórum árum síðan þegar valið stóð á milli tveggja ósannfærandi frambjóðenda eru nú í framboði menn sem hafa báðir sýnt hugrekki og hæfileika á stjórnmálaferli sínum þótt með ólíkum hætti sé. Af þeim er þó Barack Obama sterkari kostur og líklegri til að leiða þjóðina úr þeirri erfiðu stöðu sem hún er í.
Nú þegar að stóru bankarnir þrír hafa fallið virðist hið íslenska fjármálakerfi og traust þjóðarinnar vera ein rjúkandi rúst. Íslenska krónan er orðin að næstum engu og sumir hafa sagt að hún eigi sér ekki viðreisnar von. Það er samt ekki alveg víst og bíða má með ákvaðarnir vegna hennar um sinn. Annarra spurninga verður samt að spyrja. Hvað hefur gerst í gjaldeyrismálum? Hvernig er staðan núna?
Fyrir nokkrum árum birti Deiglan pistlaröðina Lán í erlendri mynt I-IV eftir Jón Steinsson þar sem kostir og gallar slíkra lána voru raktir. Þau ráð reyndust þeim fóru að þeim afar vel. Nú þegar Ísland siglir á ný inn í skeið hafta, ríkisvæðinga og skömmtunar veitir Deiglan enn á ný lesendum sínum forskot með ómetanlegum ráðum um hvernig ber að haga sér við þann veruleika.
Atvinnulífið ríkisvæðist hratt þessa dagana vegna þeirra erfiðleika sem uppi eru í efnahagslífinu. Mikið er undir að sú ríkisvæðing fái ekki að skjóta rótum enda er ótækt að íslenskt efnahagslíf, sem mun að öllum líkindum rétta fljótt úr kútnum, leggist ekki varanlega á ríkisjötuna.
Ástand efnhagsmála á Íslandi undanfarnar vikur hefur kallað fram margskonar sjónarmið um hvernig málum verði háttað á hinu nýja Íslandi og hverjum sé best treystandi til að leiða endurreisn landsins. En hvaða leið eigum við að fara?
Fyrir skömmu fjallaði Deiglan um lánveitingu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Íslands. Lánafyrirgreiðslan er afleiðing hörmulegra atburða, en af mörgum slæmum kostum er hún sá illskásti. Það lán sem rætt hefur verið um af hálfu breskra stjórnvalda er þó allt annað og verra mál. Lánið sem slíkt sem væri reyndar ekki slæmt, en það er „smáa letrið“ sem er eitraður kaleikur.
Íslenska orðið „lán“ er samheiti við bæði yfirdrátt og gæfu. Hvort lánafíkn Íslendinga eigi sér svipaða sögu og orðsifjar orðsins skal ósagt látið. En í því óláni sem ríður yfir Íslendinga þessa dagana eru lán í aðalhlutverki – gömul og ný. Ríkissjóður hefur að undanförnu átt í samningaviðræðum um tvö lán, sem eiga það sameiginlegt að vera með þeim stærstu í Íslandssögunni, en eru gerólík að öllu öðru leyti.
Ástand efnahagsmála hefur aukið mjög umræður og stuðning við inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Er nú svo komið að svo virðist sem að meirihluti þjóðarinnar sé fylgjandi inngöngu. Færi ekki vel á því við slíkar aðstæður – aðstæður þar sem allt skal vera uppi á borðum og engu skal hlíft við endurskoðunina – að kanna nánar innviði fyrirheitnalandsins?
Peningamarkaðssjóður er eitt af þeim hugtökum sem allir virðast vita hvað er í dag en enginn vissi hvað var fyrir ári síðan, nema þeir fáu sem lögðu þá sparnaðinn sinn í einn slíkan.
Á forsíðu sunnudagsútgáfu Fréttablaðsins er mynd af mótmælendum fyrir utan Ráðherrabústaðinn. Á myndinni sést einn mótmælendanna halda á fána Landsbankans og búið er að kveikja í honum. Fólkið í kring hrópaði „brennum bankana“.
Það er erfitt að draga í efa að merkasta hljómsveit 20. aldarinnar hafi verið The Beatles eða Bítlarnir. Auk sígildra laga hafa orð þeirra og sýn átt sterka skírskotun í gegnum árin. Orð þeirra eru eflaust mörgum ofarlega í huga núna.
Mikil reiði ólgar í þjóðfélaginu enda þungt högg sem Ísland hefur fengið í magann og erfiðir tímar framundan fyrir marga. Þegar þannig stendur á er skiljanlega leitað að sökudólgum. Hverjum var þetta að kenna, hvernig er hægt að láta viðkomandi axla ábyrgð og hvernig á að styðja þá sem fara höllum fæti?
ESB-aðild og evra er nefnd sem lausn við vanda þjóðarinnar. Sú lausn er þeim annmörkum háð að Ísland uppfyllir ekki Maastricht-skilyrðin sem ESB setur fyrir upptöku evru. Ríkisstjórnin ætti að setja sér þau markmið að ná þessum skilyrðum á næstu misserum og taka í kjölfarið endanlega ákvörðun um ESB-aðild Íslands.
Sé hinum hlutlausu leitarorðum „Sarah Palin Quotes“ slegið upp í Google þarf að leita grannt að heimasíðu sem ekki fjallar um frambjóðandann á þeim nótum að hann sé ýmist vitlaus eða beinlínis stórhættulegur. Pistlahöfundur safnaði saman allra skrautlegustu tilvitnunum.
Hægrimenn ættu manna mest að berjast fyrir því að „faglega“ yrði staðið að ráðningum í stjórn Seðlabankans. Óttast menn að kommúnistar með doktorsgráður í hagfræði bíði í röðum eftir að staða seðlabankastjóra verði auglýst?