Viljum við virkilega tapa meiru?

Nú þegar að stóru bankarnir þrír hafa fallið virðist hið íslenska fjármálakerfi og traust þjóðarinnar vera ein rjúkandi rúst. Íslenska krónan er orðin að næstum engu og sumir hafa sagt að hún eigi sér ekki viðreisnar von. Það er samt ekki alveg víst og bíða má með ákvaðarnir vegna hennar um sinn. Annarra spurninga verður samt að spyrja. Hvað hefur gerst í gjaldeyrismálum? Hvernig er staðan núna?

Nú þegar að stóru bankarnir þrír hafa fallið virðist hið íslenska fjármálakerfi og traust þjóðarinnar vera ein rjúkandi rúst. Íslenska krónan er orðin að næstum engu og sumir hafa sagt að hún eigi sér ekki viðreisnar von. Það er samt ekki alveg víst og bíða má með ákvaðarnir vegna hennar um sinn. Annarra spurninga verður samt að spyrja. Hvað hefur gerst í gjaldeyrismálum? Hvernig er staðan núna?

Fæstir virðast nefnilega gera sér grein fyrir því sem gerst hefur. Ef viðskiptavinur, hjá stóru viðskiptabönkunum, átti gjaldeyrisreikning þá er sá gjaldeyrir í raun horfinn. Þegar banka er afhentur gjaldeyrir, t.d. bresk pund, þá á viðkomandi banki gjaldeyrisreikning í heimalandi gjaldeyrissins, líklegast í London. Þegar gjaldþrotahrinan reið yfir 13.-16. október þá slitnuðu sambönd íslensku bankanna sem fóru í þrot við hina erlendu gjaldeyrisvörsluaðila þeirra. Þessir pengingar falla nú inn í erlenda hluta bankanna og verða því notaðir upp í erlendar skuldir þrotabúanna. Þannig hvarf mikill gjaldeyrir þegar að bankarnir féllu. Innistæður á gjaldeyrisreikningum verða því líklega aðeins aðgengilegar í íslenskum krónum.

Núna er staðan þannig að viðskiptabankarnir þrír eiga engin viðskiptasambönd við útlönd og sú lína lögð að kröfur erlendra lánadrottna skuli mæta afgangi. Þetta er skiljanlegt því þessar skuldir eru gífurlegar og enginn mögleiki fyrir bankana eða þjóðina að borga. Við verðum þó að gera okkur grein fyrir því að erlendir bankar munu vegna þessa varla getað haft nein samskipti við „nýju“ viðskiptabankana í einhvern tíma, sem líklegast verða nokkur ár ef ekki áratugir.

Hver mun þá sinna erlendri greiðslumiðlun fyrir þessa banka? Svarið er einfalt; Seðlabankinn! Næstum allt gjaldeyrisflæði Íslands fer um þessar mundir í gegnum Seðlabankann. Þessu flæði er svo áformað að beina í gegnum eitt erlent fyrirtæki, JP Morgan Chase. Þessi erlendi banki sæi þá um mest öll gjaldeyrisviðskipta landsins en það minnir óþarflega mikið á einokun. Ef þetta fyrirkomulag verður viðvarandi í einhvern tíma, 6-9 mánuði, þá mun íslenska þjóðin verða komin vel undir hælinn á þessum erlenda risa og óvíst hvaða afleiðingar það mun hafa í för með sér.

Sem betur fer er ekki allur gjaldeyrir okkar í höndum eins aðila því að sparisjóðirnir eru enn með opnin samskipti við alla sína erlendu samskiptabanka í gegnum Sparisjóðabankann. Hann er eina starfandi gjaldeyrismiðlunin á Íslandi. Þessi litli banki er það eina sem stendur milli innlendrar og algjörrar erlendrar einokunar á gjaldeyrismarkaði!

Því er það nauðsynlegt fyrir okkur Íslendinga að ríghalda í þetta frelsi sem þó er eftir. Því ef Sparisjóðabankinn verður látinn fara á í þrot þá mun síðasti öryggisventill þjóðarinnar vera horfinn. Einu sinni hefur íslenska þjóðin þurft að standa frammi fyrir einokun og þeirri reynslu höfum við ekki gleymt. Látum söguna ekki endurtaka sig.

Latest posts by Einar Leif Nielsen (see all)

Einar Leif Nielsen skrifar

Einar Leif hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2008.