Af hverju Palin má ekki ná kjöri

Sé hinum hlutlausu leitarorðum „Sarah Palin Quotes“ slegið upp í Google þarf að leita grannt að heimasíðu sem ekki fjallar um frambjóðandann á þeim nótum að hann sé ýmist vitlaus eða beinlínis stórhættulegur. Pistlahöfundur safnaði saman allra skrautlegustu tilvitnunum.

Sé hinum hlutlausu leitarorðum „Sarah Palin Quotes“ slegið upp í Google þarf að leita grannt í niðurstöðunum að heimasíðu sem ekki fjallar um varaforsetaframbjóðandann á þeim nótum að hann sé ýmist vitlaus eða beinlínis hættulegur. Pistlahöfundur safnaði saman allra skrautlegustu tilvitnunum sem sýna, þó spaugileg kunni að virðast, af hverju Sarah Palin er ekki fýsilegt varaforsetaefni – hvað þá meira.

7. „There’s a place in Hell reserved for women who don’t support other women.“
Palin klúðraði tilvitnun í Madeleine Albright, en Albright orðaði það sem svo að konur ættu að hjálpa hvor annarri, ekki styðja. Neyðarlegt. – 4. október 2008

6. „All of ’em, any of ’em that have been in front of me over all these years.“
Aðspurð gat Palin ekki nefnt fréttakonunni Katie Couric eitt einasta dagblað eða tímarit sem hún les. – 1. október 2008.

5. „They are also building schools for the Afghan children so that there is hope and opportunity in our neighboring country of Afghanistan.“
Palin fór hlýjum orðum um bandaríska herliðið í „nágrannalandinu“ Afganistan í hátíðarræðu nokkurri. – 5. október 2008.

4. „As Putin rears his head and comes into the air space of the United States of America, where– where do they go? It’s Alaska. It’s just right over the border.“
Palin útskýrir fyrir Katie Couric hvernig vera hennar í Alaska hefur aflað henni reynslu í utanríkismálum. Það vegur auðvitað þungt að vera staðsettur hinum megin við Beringshafið frá Rússlandi, eða hvað? Áhugasömum er bent á að fletta viðtalinu í heild sinni upp á Youtube, en það er með því pínlegra sem pistlahöfundur hefur séð. – 24. september 2008

3. „Pray for our military men and women who are striving to do what is right. Also, for this country, that our leaders, our national leaders, are sending soldiers out on a task that is from God. That’s what we have to make sure that we’re praying for, that there is a plan and that that plan is God’s plan.”
Palin um Íraksstríðið, sem hún vonar að sé hluti af áætlun Guðs. Yfir fjögur þúsund bandarískir hermenn hafa farist í átökunum, en talið er að allt að milljón manns hafi látist alls. – Júní 2008

2. “As for that VP talk all the time, I’ll tell you, I still can’t answer that question until somebody answers for me what is it exactly that the VP does every day?”
Palin lýsti algjörri vanþekkingu á embættinu sem hún sækist nú eftir í viðtali við Larry Kudlow á CNBC, aðspurð um möguleikann á því að verða varaforsetaefni John McCain. Mjög traustvekjandi svar frá hugsanlegum varaforseta Bandaríkjanna. – Júlí 2008.

1. „Personally, I would counsel that person to choose life.“
Svar Palin við því hvort fimmtán ára fórnarlamb sifjaspells megi, að hennar mati, ekki fara í fóstureyðingu. Sarah Palin er mikill mannvinur. – 30. September 2008

Latest posts by Hafsteinn Gunnar Hauksson (see all)