Vinstrisveiflan sem skoðananakannanir benda til að verði á fylgi flokkanna í komandi kosnignum verður sennilega hvergi jafn djúp og í höfuðborginni. Sjálfstæðisflokkurinn býr sig undir mikið fylgistap í þessu forna höfuðvígi og framsóknarmenn heyja lífsbaráttu með formanninn að veði. Nýtt framboð gæti komið að manni í Reykjavík.
Samkvæmt skoðanakönnunum virðist stór hluti landsmanna ætla að sitja heima á kjördag 25. apríl n.k. Það er mér með öllu óskiljanlegt þar sem niðurstaða kosninganna í vor kemur til með að hafa meiri áhrif á íslenskt samfélag en nokkrar aðrar kosningar frá lýðveldisstofnun.
Deiglan spáir því að einungis þrír flokkar komi að manni í Suðvesturkjördæmi í komandi kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn tjaldar öllu til með formann og varaformann á oddinum, Samfylkingin hefur einnig sterka stöðu en Vinstrigrænir munu vinna sigur og bæta við sig tveimur mönnum.
Það er raunverulegt vandamál og mun líklegra en margir telja að ungt vinnufúst fólk flytji úr landi á næstu árum og áratugum. Samkvæmt nýlegum tölum er einn af hverjum átta einstaklingum á mínum aldri atvinnulaus og stór hluti þeirra er með háskólamenntun. Í mínum huga liggur í augum uppi að fleiri störf í stóriðju, fiski eða landbúnaði munu ekki halda þessum hópi á landinu.
Eftir hrun bankakerfis Íslands hefur verið mikil skortur á lánsfé til fyrirtækja og heimila. Þetta hefur leitt af sér erfiðan rekstur hjá mörgum og meira ber á gjaldþrotum með hverjum mánuði sem líður. Samt er lítið um að verslanir loki, frekar sjáum við yfirtöku ríkisbankanna sem halda svo rekstrinum við.
Hugur manna er frjáls en einstaklingar í nútímasamfélagi þurfa að breyta eftir gildum þess samfélags sem þeir búa í. Hver er vitundin, hvað er að breyta rétt, hvað hefur breyst með auknu upplýsingaflæði. Hvað er synd, hvað er að syndga og eru einhverjar dyggðir sem geta komið í staðinn.
Evrópusambandið hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum 50 árum og segir það okkur að engin leið er að spá fyrir um hvernig sambandið muni líta út í lengd og bráð. Án vafa verður ekki mikið um stækkanir sambandsins á næstunni enda eru skilaboð stjórnmálamannanna skýr.
Það hefur verið á brattan að sækja fyrir Sjálfstæðisflokkinn að undanförnu. Flokkurinn sem verið hefur forystuafl í stjórnmálum landsins undanfarin 18 ár er nú kominn í minnihluta og situr á hliðarlínunni þegar teknar eru mikilvægar ákvarðanir um framtíð fjölskyldna og fyrirtækja landsins.
Í ágætri bíómynd segir faðir við son sinn að hann skuli vara sig á hræddu fólki. Hræddur maður er hættulegur maður, sagði faðirinn. Hræddur og örvæntingafullur maður er oft viti sínu fjær og getur bæði skaðað sjálfan sig og aðra.
Á undanförnum dögum hafa fjölmiðlar notið þess að fjalla ítarlega um fjármál Sjálfstæðisflokksins og hefur flokkurinn opnað bókhald sitt í framhaldinu. Ég fagna þessari ákvörðun.
Það hefur ekki farið framhjá neinum Íslending að síðan íslensku bankarnir hrundu hafa öll spjót beinst að Sjálfstæðisflokknum og honum kennt alfarið um það ástand sem nú er við lýði í þessu landi. Það verður ekki framhjá því horft að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd síðustu 18 árin en það verður heldur ekki framhjá því horft að þessi síðustu 18 ár hafa verið bestu ár lands og þjóðar frá upphafi eða fram að deginum örlagaríka.
Svo gæti farið að helmingur þingmanna Suðurkjördæmis að loknum kosningunum þann 25. apríl yrðu konur. Framsóknarflokkurinn á miklum erfiðleikum en Vinstrigrænir eru í sókn í kjördæminu eins og víðast hvar annars staðar.
Einu lausnirnar sem verðandi ríkisstjórn býður eru hærri skattar. Ekkert annað. Öll þau tækifæri sem Íslendingar hafa til að vinna sig hratt og örugglega útúr erfiðleikunum eru smám saman að fara forgörðum. Áfallið er að breytast í allsherjarhrun.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, var eini þjóðarleiðtoginn sem ekki sótti leiðtogafund NATO um síðustu helgi. Opinberlega er því haldið fram af íslenskum stjórnvöldum að Jóhanna hafi ekki séð sér fært að mæta vegna anna heimafyrir. Fjarvera Jóhönnu á sér þó aðrar skýringar, að því er heimildir Deiglunnar herma.
Kosningabarátta stjórnarflokkanna er hafin á þingi. Kosningabarátta sem snýst um að setja á dagskrá hvert gæluverkefnið á fætur öðru og núna stórt mál sem snýr að breytingum á stjórnarskrá okkar Íslendinga. Hvernig væri að núverandi ríkisstjórn myndi einbeita sér að bráðnauðsynlegum málum sem snúa að fólkinu í landinu?
Afar spennandi kosningabarátta er nú framundan í Norðausturkjördæmi og ef marka má nýjustu skoðanakönnun Gallup þá munu Vinstrigrænir undir forystu Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, vinna stórsigur í kjördæminu.
Einn hornsteinn lýðræðis er að leikreglurnar séu stöðugar en ekki á sífelldri breytingu. Aðeins með stöðugum reglum getur þjóðfélagið verið stöðugt, þó fleira þurfi til. Það að breyta stjórnarskránni í verulegum atriðum með örskömmum fyrirvara er ógnun við stöðugleikann, sem þó var ekki mikill fyrir.
Það má með góðum vilja líkja frjálshyggjumönnum við fótboltaáhugamenn. Frjáls markaður er eins og fótboltavöllur þar sem jafnræði ríkir milli leikmanna, allir fylgja sömu reglum og dómgæslan er sanngjörn. Þannig, og aðeins þannig, er líklegast að betra liðið sigri, bestu leikmennirnir fái að njóta sannmælis og áhorfendur hafi gaman að leiknum. Undanfarið hefur „frjáls“ markaður þó átt fátt sameiginlegt með góðum fótboltaleik.
Sú mikla heimskreppa sem nú ríður yfir af miklum krafti – ekki hvað síst á hinu fagra landi ísa – hefur leitt af sér einhverja mestu ídeólógísku stjórnkerfislegu naflaskoðun í áraraðir. Sú viðleitni undanfarinna áratuga, að takmarka umsvif ríkisins á sem flestum sviðum og leyfa frjálsum markaðsöflum að finna bestu og hagkvæmustu lausnirnar, virðist í miklu uppnámi. Ekki síst á Íslandi. Er svo komið að markaðssinnaðir einstaklingar þurfi að viðurkenna að ef til vill sé – eins mótsagnakennt og það kann að hljóma – markaður fyrir Ríkið?
Á næstu dögum mun Deiglan fjalla um stöðu mála í hverju kjördæmi í aðdraganda kosninga til alþingis þann 25. apríl næstkomandi. Í dag er sjónum beint að Norðvesturkjördæmi.