Bóksala ríkisins

Eftir hrun bankakerfis Íslands hefur verið mikil skortur á lánsfé til fyrirtækja og heimila. Þetta hefur leitt af sér erfiðan rekstur hjá mörgum og meira ber á gjaldþrotum með hverjum mánuði sem líður. Samt er lítið um að verslanir loki, frekar sjáum við yfirtöku ríkisbankanna sem halda svo rekstrinum við.

Eftir hrun bankakerfis Íslands hefur verið mikil skortur á lánsfé til fyrirtækja og heimila. Þetta hefur leitt af sér erfiðan rekstur hjá mörgum og meira ber á gjaldþrotum með hverjum mánuði sem líður. Samt er lítið um að verslanir loki, frekar sjáum við yfirtöku ríkisbankanna sem halda svo rekstrinum við. Samt á það ekki við í öllum atvikum. En hvers vegna fóru BT og SPRON á hausinn en skipt var um kennitölu hjá Pennanum? Er sum fyrirtæki betri en önnur eða eiga sumir betri vini en aðrir?

Það er hálf fjarstæðukennt að hugsa til ríkisrekinna bókabúða, bílaumboða og byggingavöruverslana. Samt er það staðreynd í dag. Hekla, Penninn og Húsasmiðjan eru öll gjaldþrota fyrirtæki sem haldið er á lífi af ríkisbönkunum. Sum eru jafnvel búinn að fá nýja kennitölu og skilja þar með gamlar skuldir eftir í gamla fyrirtækinu líkt og ríkisbankarnir gerðu.

En hvers vegna? Þessi fyrirtæki eru ekki nauðsynleg fyrir íslenskt viðskiptalíf, sérstaklega þar sem þau eru í samkeppni við einkarekin fyrirtæki. Það eina sem ríkisrekstur getur alið af sér er spilling stjórnmálamanna sem keppast við að koma vinum og kunningjum í góða stöður, líkt og var forðum í Sambandinu. Það er því ólíklegt að þessi rekstur skili sér til þjóðarinnar, nema kannski einungis aukinni atvinnu.

Það var þó ekki nægilega góð ástæða til að halda áfram rekstri á BT. Það fyrirtæki var selt fljótlega eftir gjaldþrot og einungis var notast við nokrar verslanir meðan öðrum var lokað, sem er skiljanlegt. Ísland hefur, miðað við núverandi stöðu, of mikið af verslunarhúsnæði og því nauðsynlegt að loka einhverjum búðum.

Væri því ekki skynsamlegra að bjóða þessi fyrirtæki til sölu og ef þörf er á að búta þau niður í rekstrarhæfar einingar. Til dæmis hafa sumar verslanir Húsasmiðjunnar góðan rekstargrundvöll meðan aðrar hafa það ekki. Því ættu hlutar þessara ríkisreknu fyrirtækja að vera góðir kostir fyrir einstaklinga og önnur fyrirtæki. Í sumum tilfellum eru fyrirtæki líka allt of stór til sölu og því gæti hentað vel að bjóða upp á minni einingar. Þetta er afleiðing af miklum sameiningum meðan á góðærinu stóð.

Er það ekki ósk flestra að einkaframtak hjálpi við að koma atvinnulífinu aftur á stað. Það ætti því að vera æskilegt fyrir stjórnvöld að minnka afskipti sín af frjálsum verslunarrekstri og einbeita sér frekar að þeim krefjandi verkefnum sem nú standa frammi fyrir þjóðinni.

Latest posts by Einar Leif Nielsen (see all)

Einar Leif Nielsen skrifar

Einar Leif hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2008.