Lætur þú nágrannann velja þér lífsförunaut?

Samkvæmt skoðanakönnunum virðist stór hluti landsmanna ætla að sitja heima á kjördag 25. apríl n.k. Það er mér með öllu óskiljanlegt þar sem niðurstaða kosninganna í vor kemur til með að hafa meiri áhrif á íslenskt samfélag en nokkrar aðrar kosningar frá lýðveldisstofnun.

Samkvæmt skoðanakönnunum virðist stór hluti landsmanna ætla að sitja heima á kjördag 25. apríl n.k. Það er mér með öllu óskiljanlegt þar sem niðurstaða kosninganna í vor kemur til með að hafa meiri áhrif á íslenskt samfélag en nokkrar aðrar kosningar frá lýðveldisstofnun.

Í vor verður kosið um það hvort Ísland verði frjálst og opið eða í viðjum haftastefnu. Hvort Ísland verði sjálfstætt eða aðili að ESB. Hvort hér þrífist öflugt atvinnulíf eða ríkisvæðing. Hvort einstaklingarnir geti í krafti eigin framtaks uppskorið eins og þeir sá til eða dregið úr öllum hvötum til þess. Hvort ríkisútgjöld verði skorin niður eða skattheimta heimilanna þyngd. Spurningarnar eru stórar og snúast í raun um hvort Ísland mun snúast til hægri eða vinstri.

Ljóst er að VG og Samfylking ætla sér að ganga bundin til kosninga. Framsóknarflokkurinn styður vinstristjórn og því er atkvæði greitt Framsóknarflokknum í kosningum í vor er því atkvæði greitt vinstri stjórn. Valkostir kjósenda eru því skýrir og í raun aðeins tveir, hægri eða vinstri.

Íslendingar standa á tímamótum og við erum að upplifa heimssögulega atburðarás. Hvað ætlar sá sem heima situr að segja við barnið sitt eftir 5-10 ár þegar það spyr „Hvað gerðir þú í kreppunni til að hafa áhrif á framtíðina mína?“

Ef þú situr heima og tekur ekki afstöðu til framtíðarinnar þá er það líkt og þér finnist í lagi að láta nágrannanum það eftir að velja fyrir þig lífsförunaut.

Unnur Brá Konráðsdóttir skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

Latest posts by Unnur Brá Konráðsdóttir (see all)

Unnur Brá Konráðsdóttir skrifar

Unnur Brá hóf að skrifa á Deigluna í október 2004.