Fullvíst er nú talið að ein æsilegasta frétt síðustu missera vestan hafs – af sex ára gömlum dreng sem heimsbyggðin fylgdist með og taldi vera fastan um borð í heimatilbúnum loftbelg föður síns – hafi verið útsmogið ráðabrugg foreldra drengsins. Reynist þessar ásakanir réttar þá er vonandi að Richard Keene hljóti makleg málagjöld. Hitt er þó hjákátlegt að fylgjast með viðbrögðum og hneykslan bandarískra fjölmiðla í málinu.
Sú ákvörðun norsku Nóbelsverðlaunanefndarinnar að veita Barack Obama friðarverðlaunin er fráleit með öllu. Raunar má halda því fram að þessi verðlaun hafi glatað gildi sínu fyrir mörgum árum þegar hryðjuverkamaðurinn Yasser Arafat fékk þau afhent.
Nú á dögum lifum við í heimi þar sem menn nota tæki og aðferðir sem þeir skilja ekki, en treysta engu að síður. Flestir Íslendingar horfa á sjónvarp, ferðast í flugvél, keyra bíl og borða slátur, en hafa einungis takmarkaða þekkingu á því hvernig þetta varð allt saman til. Það er ekki gott að allir viti allt um allt, sérhæfing er lausnin. Íslendingar veiða fisk og Spánverjar framleiða vín, svo skiptumst við á vörum og allir hagnast.
Í fjárhagslegum erfiðleikum er nauðsynlegt að skera niður. Flestir byrja á því að skera burt allan óþarfa og fara síðan út í erfiðari ákvarðanir. Ríkisstjórn Íslands stendur frammi fyrir þessum erfiðleikum í dag en gallinn er að það hefur ekki verið farið nógu djúpt í fjárlögin. Í staðinn hefur verið ákveðið að taka auðveldu leiðina og skera bara flatt á alla og er niðurskurðurinn alls ekki nægilegur þegar öllu er á botninn hvolft.
Nýverið leit bókin Frá Evróvision til evru – allt um Evrópusambandið eftir Eirík Bergmann, dósent í Evrópufræðum við Háskólann á Bifröst, dagsins ljós. Einn umsagnaraðila bókarinar, Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, tekur svo til orða að svo skemmtilega sé haldið á penna að honum hafi fundist bókin minna á spennusögu. Í pistli dagsins er að finna álit pistlahöfundar á spennufræðum evrópusinnans.
Fyrir viku var lokahóf KSÍ haldið í Háskólabíói með þó nokkuð minni viðhöfn en undanfarin ár. Fátt kom á óvart við val á leikmönnum ársins, úrvalsliðum og vonarstjörnum framtíðarinnar en hér á eftir fer eigið uppgjör pistlahöfundar á Pepsideild karla árið 2009.
Stór hluti af tekjum margra ríkja koma í gegnum auðlindagjöld/skatta af sameiginlegum náttúruauðlindum. Ísland er líklega það land í heiminum sem býr yfir mestum náttúruauðlindum miðað við höfðatölu. En á Íslandi hafa skattgreiðendur ekki notið góðs af þessum sameiginlegu auðlindum svo neinu nemur. Það er tími til kominn að slíkt breytist.
Í Deiglupistli á mánudaginn var vikið að Lífeyrissjóðunum á Íslandi og hlutverki þeirra í breyttri heimsmynd á Íslandi.
Hér kemur ein lítil hugmynd sem gæti bæst í hóp annarra varðandi lífeyrissjóðina.
Í stað þess að skrifa hefðbundinn pistil ákvað ég að taka saman örstuttan og handahófskenndan lista yfir hluti sem margir Íslendingar væru örugglega tilbúnir að fórna áður en ráðist yrði í niðurskurð í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, almannatryggingakerfinu eða löggæslu, ellegar skattahækkanir sem verst bitna á fjölskyldum í landinu.
Það er fagnaðarefni að Pétur H. Blöndal, alþingismaður, vinni nú að tillögum um breytingar á lífeyrissjóðakerfinu. Tillögur hans miða að því að skilgreina eignir sjóðanna sem eign sjóðsfélaga, að sjóðsfélagar kjósi stjórn lífeyrissjóðanna og fái upplýst hve verðmæt eign þeirra er í lífeyrissjóðunum.
Sem fyrr er um fátt meira rætt í samfélaginu en pólitík. Allir hafa skoðun og eru tilbúnir að tjá sig á kaffistofunum, nafnlausum bloggum og við barborðin um helgar. Því fólki sem tekur hins vegar virkan og raunverulegan þátt í stjórnmálum virðist því miður fara fækkandi.
Eins og sakir standa fylgist ég ekki af ákafa með umræðunni á Íslandi; ég læt dvöl mína í Ekvador koma í veg fyrir það. Í rúman mánuð hef ég hvorki séð fréttatíma í íslensku sjónvarpi né hlustað á útvarpsfréttir. Vefmiðlana les ég lauslega; fyrirsagnirnar grípa helst augað og það er ansi sérstakt að fylgjast jafnyfirborðskennt með og raun ber vitni. Hins vegar fæ ég það alltaf á tilfinninguna við skimlesturinn að ástandið heima hafi lítið breyst til batnaðar á því tæpa ári sem liðið er frá bankahruninu.
Á síðustu misserum hafa mörg fyrirtæki beðið hnekki í slæmu efnahagsástandi hér á landi. Fjölmiðlaiðnaður og auglýsingaiðnaður eru meðal þeirra sem hafa komið mjög illa út úr hruninu . Mjög hefur dregist saman á auglýsingamarkaði undanfarið og hefur það haft gífurleg áhrif fyrir báðar þessar atvinnugreinar. Hvernig er hægt að aðstoða fyrirtæki í þessum geirum?
Töluverð harka er nú að færast í baráttuna í kring um seinni þjóðaratkvæðagreiðslu Íra um Lissabonnsáttmálann, en hún mun eiga sér stað 2. október. Evrópusambandið leggur nú allt kapp á að Írar samþykki sáttmálann og hafa gripið til þess ráðs að greiða fyrrum starfsmönnum DELL á Írlandi, sem allir misstu vinnuna, 14,8 milljónir €.
Gjaldeyrishöft hvíla nú sem mara á íslensku atvinnulífi. Rökin fyrir höftunum eru þær gífurlegu upphæðir sem eru bundnar í margumræddum jöklabréfum, en eins og staðan er í dag fá aðeins vaxtagreiðslur af þeim bréfum að fara úr landi. Stjórnvöld reyna þannig að tappa smám saman af greftrinum sem myndast í því kýli sem gjaldeyrishöftin eru óneitanlega á íslensku efnahagslífi. Hægt er að hagnast á þessu ástandi.
Það voru eflaust fleiri en ég sem supu hveljur þegar þeir sáu tillögur Læknafélags Íslands um tóbaksvernd sem viðraðar voru á tóbaksvarnarþingi félagsins nú fyrir helgi. En hvaða skoðun sem menn hafa á neyslustýringu hins opinbera í prinsippinu hljóta allir að geta sammælst um að hún komi ekki til greina nema rökstuðningurinn sé algjörlega hnökralaus.
Í vikunni beindu helstu fjölmiðlar landsins augum að þeim 345 námsmönnum sem hafa verið skráðir í lánshæft nám og þegið atvinnuleysisbætur á sama tíma. Talið er að námsmönnunum hafi tekist að svíkja út allt að 300 milljónir úr Atvinnuleysistryggingarsjóði.
Gjaldeyrishöftin skapa aðstæður þar sem menn hagnast á því að finna leiðir til að fara í kringum óeðlilegt ástand, eins og fyrrverandi bankaráðsmaður Seðlabankans gerði. Slíkt brask þrífst best í flóknu og órökréttu umhverfi. Þess vegna þarf að afnema gjaldeyrishöft en ekki herða eftirlit eða viðurlög.
Til þess að skapa verðmæti þá þarf í langflestum tilfellum fjármagn. Fjármagn er yfirleitt tvenns konar: lán eða eigið fé. Lánin þarf að greiða aftur samkvæmt fyrirfram ákveðnum samningi. Eigið fé sem menn leggja fram sem fjárfestingu getur haft meiri sveigjanleika.
Af og til eru fluttar fréttir af áformum bankanna um að fella niður skuldir fyrrum stóreignamanna og fyrirtækja þeim tengdum. Viðbrögð almennings láta ekki á sér standa. Og sem betur fer hafa þessi viðbrögð í einhverjum tilfellum haft þau áhrif að betur hefur farið en á horfði. En hversu mörg slík mál ætli nái fram að ganga án þess að fjölmiðlar komist á snoðir um þau fyrr en það er um seinan?