Örfáir hlutir sem við gætum verið án

Í stað þess að skrifa hefðbundinn pistil ákvað ég að taka saman örstuttan og handahófskenndan lista yfir hluti sem margir Íslendingar væru örugglega tilbúnir að fórna áður en ráðist yrði í niðurskurð í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, almannatryggingakerfinu eða löggæslu, ellegar skattahækkanir sem verst bitna á fjölskyldum í landinu.

Í stað þess að skrifa hefðbundinn pistil ákvað ég að taka saman örstuttan og handahófskenndan lista yfir hluti sem margir Íslendingar væru örugglega tilbúnir að fórna áður en ráðist yrði í niðurskurð í heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu, almannatryggingakerfinu eða löggæslu, ellegar skattahækkanir sem verst bitna á fjölskyldum í landinu:

Ritun biskupasögu.
Vest-norrænt menningarhús í Kaupmannahöfn.
Listasjóðir.
Listskreytingasjóður.
Ýmis framlög til lista og menningar,þ.á.m. Barnamenningarsjóður, Kynningarmiðstöð myndlistar og margt fleira.
Rammaáætlanir ESB um menntun, rannsóknir og tækniþróun.
Samskipti við Vestur-Íslendinga.
Íslensk friðargæsla.
Íslenska óperan.
Kynning erlendis á nýtingu á auðlindum hafsins.
Verðlagsstofa skiptaverðs.
Rannsóknasjóður til að auka verðmæti sjávarfangs.
Bygging rannsóknastofnana sjávarútvegsins.
Skrifstofa rannsóknastofnana atvinnuveganna.
Greiðslur vegna mjólkurframleiðslu.
Greiðslur vegna sauðfjárframleiðslu.
Greiðslur vegna grænmetisframleiðslu.
Búnaðarsjóður.
Framleiðnisjóður landbúnaðarins.
Verðmiðlun landbúnaðarvara.
Fóðursjóður.
Garðávaxtasjóður.
Kristnisjóður.
Jöfnunarsjóður sókna.
Framkvæmdasjóður aldraðra.
Félagsmálaskóli alþýðu.
Lýðheilsustöð.
Geislavarnir ríkisins.
Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands.
Fyrrum varnarsvæði við Keflavíkurflugvöll.
Ófyrirséð útgjöld fjármálaráðuneytisins.
Samningur um flug milli Íslands og Narssarssuaq.
Jöfnunarsjóður alþjónustu.
Tækniþróunarsjóður, sem meðal annars styrkir Betri borgarbrag, heilsuhótel Stykkishólmi og Mat og sjálfbæra ferðaþjónustu.
Samtök iðnaðarins.
Byggðaáætlun.
Ferðamálastofa.
Ýmis ferðamál, þ.á.m. Markaðssókn í íslenskri ferðaþjónustu og Markaðssetning Íslands í Norður-Ameríku.
Flutningssjóður olíuvara.
Rannsóknir á botndýrum á Íslandsmiðum.
Úrvinnslusjóður.
Ráðstöfunarfé ráðherra.
Eftirlaunasjóður starfsmanna Útvegsbanka Íslands.
Eftirlaun bankastjóra Útvegsbankans.
Vesturfarasetrið á Hofsósi.
Óbyggðanefnd.
Safnasjóður.
Tvær ríkisreknar útvarpsstöðvar og ein sjónvarpsstöð undir merkjum RÚV.
Íslenski dansflokkurinn.
Þjóðleikhúsið.
Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Kvikmyndamiðstöð Íslands.
Verkefni á vegum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna.
Grænlandssjóður.
Matvælarannsóknir.
Landgræðsla og skógrækt í þágu landbúnaðar.
Hagþjónusta landbúnaðarins.
Sóknargjöld.
Jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku.
Náttúrustofur.
Stofnun Vilhjálms Stefánssonar.

Það ætti kannski einhver að benda Steingrími og Jóhönnu á eitthvað af þessum hlutum – þau virðast hafa gleymt að fjarlægja þá úr fjárlögum næsta árs.

Latest posts by Hafsteinn Gunnar Hauksson (see all)