Á að breyta auglýsingalögum?

Á síðustu misserum hafa mörg fyrirtæki beðið hnekki í slæmu efnahagsástandi hér á landi. Fjölmiðlaiðnaður og auglýsingaiðnaður eru meðal þeirra sem hafa komið mjög illa út úr hruninu . Mjög hefur dregist saman á auglýsingamarkaði undanfarið og hefur það haft gífurleg áhrif fyrir báðar þessar atvinnugreinar. Hvernig er hægt að aðstoða fyrirtæki í þessum geirum?

Á síðustu misserum hafa mörg fyrirtæki beðið hnekki í slæmu efnahagsástandi hér á landi. Fjölmiðlaiðnaður og auglýsingaiðnaður eru meðal þeirra sem hafa komið mjög illa út úr hruninu . Mjög hefur dregist saman á auglýsingamarkaði undanfarið og hefur það haft gífurleg áhrif fyrir báðar þessar atvinnugreinar. Hvernig er hægt að aðstoða fyrirtæki í þessum geirum?

Það er erfitt að réttlæta ríkisafskipti þar sem ríkið er sjálft í fjölmiðlarekstri og þannig mjög tengt einstaka fyrirtækjum. Það er samt nauðsynlegt að auka fjármagnsflæði í þessum geirum til að minnka líkur á gjaldþortum einstaka fyrirtækja. Því þarf nýtt fjármagn að komast inn á markaðinn.

Nú til dags eru auglýsingar áfengis- og tóbaksinnflytjenda bannaðar. Enda yfirleitt talið að ekki sé siðferðislega rétt að leifa þær því það gæti aukið neyslu. Samt er talsvert af fé í sölu á þessum vörum og því líklegt að miklir peningar kæmu inn á markaðinn með breytingu á lögunum.

En myndi neysla aukast? Það frekar líklegt. Ef litið er til Bandaríkjanna þar sem frjálst er að auglýsa þessar vörur sést að neysla meiri en hér á landi. Þar neyta menn um 8,5 lítra af áfengi árlega meðan við neytum rétt um 7 og 20,9% Bandaríkjamanna reykja en einungis 19,5% Íslendinga. Samt er munurinn ekki mjög mikill. Það er einhver menningarmunur á þjóðunum og því spurning hver áhrifin yrðu. Líklega yrði aukningin á tóbaksnotkun minni en aukning í áfengissölu.

Það er líka erfitt að réttlæta bann við áfengis- og tóbaksauglýsingum því þær eru allt í kringum okkur. Þó innlendum fjölmiðlum sé óheimilt að birta efni af þessum toga þá er auðvelt að finna það í erlendum tímaritum og sjónvarpstöðvum. Innlendar stöðvar sjónvarpa líka frá erlendum íþróttaleikjum þar sem heilu liðin eru jafnvel styrkt af framleiðendum. Hvernig getum við þá réttlætt bannið ef það nær einungis yfir hluta þeirra fjölmiðla sem seldir eða sýndir eru hér á landi.

Við verðum því að meta hvort sé mikilvægara, styrking þessara atvinnugreina eða óbreytt neysla á þessum tveimur söluvörum. Það er líka möguleiki að leyfa auglýsingar að hluta, til dæmis bara á bjór og léttvíni. Þó er augljóst að bjórframleiðendur og innflytjendur fara auðveldlega fram hjá þessum bönnum, með auglýsingum á léttöli og svokallaðri vörusetningu.

Með því að meta kosti og galla á breytingu aulýsingalaga gætum við komist að einhverri niðurstöðu. Augljóst er að menn hefðu mismunandi áherslur og því ólíklegt að allir gætu verið sammála. En á þessum tímum ber að velta fyrir sér erfiðum spurningum til að meta hvað væri þjóðinni mest til bóta.

Latest posts by Einar Leif Nielsen (see all)

Einar Leif Nielsen skrifar

Einar Leif hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2008.