Neikvæðni fjölmiðla

Undanfarið ár hefur umfjöllun íslenskra fjölmiðla einkennst af mikilli neikvæðni. Vissulega hefur efniviðuriinn verið nægur til þess og oft á tíðum virðist ekki vera af neinu jákvæðu að taka. Nú er hinsvegar komin upp sú staða að margir eru löngu komnir með nóg af neikvæðninni og eru samtök byrjuð að hvetja fjölmiðla að auka flutning jákvæðra frétta.

Vanhugsað persónukjör

Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um persónukjör sem stefnt er að verði að lögum fyrir komandi sveitastjórnarkosningar næsta vor. Skiptar skoðanir eru á Alþingi um ágæti slíks persónukjör en sumir telja að með því sé verið að færa lýðræðið í hendur kjósenda meðan aðrir telja að með þessu sé aðeins verið að fresta prófkjörum fram á kjördag. Stærsta spurningin hlýtur svo að vera hvort sanngjarnt sé að breyta leikreglum eftir að leikurinn er hafinn.

Enginn veit hvað átt hefur…

„Og ég sem hélt að allt væri orðið svo gott í Suður-Ameríku… en þá er bara vatns-og rafmagnsskortur og stríð í uppsiglingu!“ Þessi orð lét hollensk vinkona mín falla síðastliðinn mánudag en daginn áður var rafmagnið tekið af borginni okkar, Manta, og sama dag bað Hugo Chavez, forseti Venesúela, þjóð sína um að vígbúast.

Ekki benda á mig …

Í dag er Íslandi stjórnað af heiglum og hænum sem virðast ekki hafa neinn kjark. Erfiðum ákvörðunum er frestað hvað eftir annað í von um að vandamálið hverfi. Hvað gerist svo? Erfileikarnir verða bara meiri og meiri. Eina lausnin sem hugmyndasnauð ríkisstjórn kemur fram með eru skattahækkanir. Hvað áhrif hefur það?

Ísland þarf ný hlutafélagalög

Einn helsti lærdómur hrunsins hlýtur að vera að sá frumskógarkapítalismi sem við Íslendingar bjuggum við síðasta áratuginn kann ekki góðri lukku að stýra. Eitt brýnasta verkefni stjórnvalda nú þegar bráðaaðgerðum er að ljúka er því að leggja grunninn að heilbrigðum markaðsbúskap. Á undanförnum árum var svo gott sem löglegt að stela frá smærri hluthöfum á Íslandi. Engar líkur eru til þess að á Íslandi rísi aftur upp öflugur markaðsbúskapur nema ný hlutafélagalög séu sett sem veita smærri hluthöfum þolanlega vernd. Við eigum að líta til Bretlands hvað þetta varðar.

Hverjum selja ríkisbankarnir gullin sín?

Í þeim efnahagslegu hörmungum sem íslendingar ganga nú í gegnum hefur fjöldi fyrirtækja lent í umsjón bankanna. Allir þessir bankar eru undir stjórn skilanefnda sem eru skipaðar af Fjármálaeftirlitinu, sem heyrir undir Viðskiptaráðherra. Hvenær verða þessi fyrirtæki seld og hverjum?

Skásti kosturinn í vonlausri stöðu

Bankasýsla ríkisins hefur frá því að frumvarp um hana var lagt fram síðasta vor verið hálfgerður tákngervingur alls þess sem hægrimenn hata – ríkisrekstrar og afskipta stjórnmálamanna af atvinnulífinu. Þannig eru flestir minnugir þess hvernig stjórnarandstaðan kepptist við að finna Bankasýslunni allt til foráttu – og gerir í raun enn. En er Bankasýslan vonlaus ráðstöfun? Hefði verið hægt að finna heppilegri lausn á þeim vanda sem stjórnvöldum er á höndum, eða er Bankasýslan hugsanlega skásti kosturinn í vonlausri stöðu?

Í neikvæðum fréttum er þetta helst

Nú þegar rúmt ár er frá hruni íslensk bankakerfis virðast margir hreinlega hafa gefist upp á að fylgjast með fréttum þar sem fjölmiðlar kappkosta við að flytja sem neikvæðastar fréttir. Tilgangur fjölmiðla virðist ekki lengur vera sá að upplýsa almenning um atburði líðandi stundar heldur gefa þjóðinni sem svartasta mynd af íslensku samfélagi.

Ég á mig sjálf

Baraáttan fyrir jöfnum rétti karla og kvenna á síðari hluta 20. aldarinnar er oft eignuð kvennahreyfingu sem átti upptök sín í Rauðsokkunumm sem þorðu að bjóða borgararlegum hefðum birginn á áttunda áratugnum. Þó ég geti seint fallist á mörg þau meðöl, t.d. kynjakvóta, sem sumir vilja beita í svokallaðri jafnréttisbaráttu í dag þá áttu Rauðsokkur sér eitt stefnumál sem ég get verið sammála.

Þétting byggðar breytir engu

Það er auðvitað ekki alveg rétt. Eftir því sem íbúaþéttleikinn er meiri næst oft á tíðum betri nýting ýmissa stofnkerfa, þ.á.m. almenningssamgangna. Borgarmyndin getur líka orðið meira aðlaðandi fyrir vikið. En þétting byggðar í Reykjavík, undir þeim formerkjum sem hún hefur verið hingað til, mun skila litlum sem engum ávinningi fyrir samgönguvenjur. Þ.e. fólk kýs engan veginn að gefa bílinn upp á bátinn í umvörpum fyrir strætó þótt það takist að auka íbúaþéttleikann. Ef forðast á slíkt þarf þétting byggðar að eiga sér stað sem stuðningsaðgerð undir formerkjum samgönguskipulags sem snýr á hvolf öllum helstu prinsippum sem fylgt hefur verið síðustu öldina eða svo. Eru menn tilbúnir í slíkt?

Fagmennska í fjölmiðlum

Fáar tuggur eru orðnar jafn slitnar og bragðdaufar eins og umræðan um fjölmiðla, þó svo að hún verði aldrei útrunninn. Það viðfangsefni virðist kynda hressilega undir þorra þjóðarinnar sem hefur myndað sér skoðun á hverjum og einum miðli, fólkinu sem mannar stéttina og hlutverki fjölmiðla yfirleitt. Ljóst má telja að ástæðan fyrir því að þetta viðfangsefni sé slík ótæmandi uppspretta ástríðufullra deilna sé sú að fjölmiðlar hafa gríðarlegt vald á höndum sér.

LÍN

Margir Íslendingar eiga það sameiginlegt að hafa leitað á náðir Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) í gegnum tíðina til þess að framfleyta sér meðan þeir hafa gengið menntaveginn. Hluti þeirra hafa vafalaust á einhverjum tímapunkti þurft að hafa samskipti við LÍN og því miður heyrast yfirleitt frekar slæmar sögur en góðar af slíkum samskiptum.

100 milljarða kr. lán gegn mörghundruð milljarða skuldbindingu

Málefni Íslands voru loks tekin fyrir á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í gær og var endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands afgreidd sama dag eða 8 mánuðum á eftir áætlun. Þessi niðurstaða felur í sér að að Íslendingar fá nú 168 milljónir bandaríkjadala að láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og 675 milljónir bandaríkjadala frá Póllandi og Norðurlöndununum eða í heild um 100 milljarða króna lán. Upphaflega þegar samkomulagið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn var undirritað var ekki hægt að gera sér í hugarlund að Íslendingar þyrftu að undirgangast mörg milljarða ríkisábyrgð gegn því að fá aðgang að fjárhagsaðstoð sjóðsins.

Í fjölmiðlafrumvarpi er þetta helst

Umræða um fjölmiðla, sjálfstæði þeirra og ábyrgð á ríkt erindi, nú sem áður, við fólk sem lifir og hrærist í heimi þar sem fjölmiðlar gegnumsýra alla umræðu. Menntamálaráðherra hefur kynnt nýtt frumvarp til fjölmiðlalaga sem áætlað er að leggja fram í næsta mánuði. Í auglýsingu á vef Menntamálaráðuneytisins kemur fram að „Með frumvarpinu [sé] stefnt að setja í fyrsta sinn heildarlöggjöf um fjölmiðla og starfsemi þeirra“. Þó vissulega sé verið að steypa fleiri en einum lagabálki saman í einn þá er slík yfirlýsing náttúrulega dálitlar ýkjur í ljósi þess að ekki er einu orði minnst á umdeildasta atriðið sem snýr að fjölmiðlum og tengist hámarki á eignarhaldi þeirra.

Útrás og víkingar – já takk

Orðið útrás hefur undanfarið fengið á sig nokkuð neikvæða merkingu og hefur nánast orðið hálfgert bannorð. Það þarf enda ekki að fara mörgum orðum um að hinir títtnefndu útrásarvíkingar íslenska fjármálalífsins áttu ekki erindi sem erfiði í sinni vegferð. Gamla máltækið „brennt barn forðast eldinn“ kemur strax upp í þessu samhengi. Kannski ættu íslensk fyrirtæki bara að læra af reynslunni og forðast þennan eld sem gæti brennt aftur litlu útrásarbörnin. Það er sennilega bara best fyrir hvítvoðungana norðan úr Atlantshafinu að halda sig heima. Nei.

Peter Schiff

Það voru ekki margir sem sáu fyrir lánsfjármagnskreppuna sem reið yfir Bandaríkin og fleiri ríki á Vesturlöndum fyrir ári síðan. En einn þeirra var hagfræðingurinn og viðskiptamaðurinn Peter Schiff. Með nýtilkominni frægð í kjölfar myndbands sem tekur saman öll þau viðtöl þar sem hann er niðurlægður fyrir neikvæðni sína undanfarin ár hefur hann nú ákveðið að bjóða sig fram til Bandaríkjaþings í komandi kosningum. Tilgangurinn? Jú, að bjarga Bandaríkjamönnum frá yfirvovandi óðaverðbólgu.

Stríð og friður

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hlaut nýlega friðarverðlaun Nóbels mörgum til mikillar undrunar. Ekki aðeins vegna þess að hann hefur haft aðsetur í skamman tíma í Hvíta húsinu, heldur standa Bandaríkin í hernaðaraðgerðum í Írak og Afganistan. Obama hefur gefið það út að hann vilji kalla herliðið heim frá Írak en litla eftirgjöf er að finna þegar kemur að Afganistan. Þvert á móti hefur æðsti hershöfðingi bandaríska hersins beðið Obama um 40.000 hermenn til viðbótar við þá sem fyrir eru í landinu. Það sé nauðsynlegt til að sigra hryðjuverkasveitir Talíbana og tryggja öryggi landsins.

Miðborg Reykjavíkur

Gamli miðbærinn í Reykjavík, eða miðborg Reykjavíkur eins og hann er oft kallaður, er ekki mikið annað en skelin utan af sínu fyrra sjálfi sem miðstöð viðskipta og athafnalífs. Eins og er svo sem algengt um miðborgir margra annarra borga. En staða hennar er býsna sérstök og erfið miðar við annars staðar sem hefur veikt stöðu hennar umfram það sem algengt er. Það er hreint ekki víst að það séu forsendur fyrir því að hefja hana til fornrar frægðar á nýjan leik og hugsanlega er hún eins góð og hún getur verið, einmitt núna. Það þýðir þó ekki að hún eigi sér ekki framtíð.

Fall ríkisstjórnarinnar

Það er áhugavert að skoða þróun á fylgi stjórnmálaflokkanna undanfarna mánuði. Fylgi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna hefur hrapað og hefur skv. nýjustu skoðanakönnun Gallúps, ekki stuðning meirihluta þjóðarinnar. Á meðan mælist Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkur íslenska stjórnmála á ný, fylgi búsáhaldarflokksins er nánast horfið og Framsóknarflokkurinn bætir einnig verulega við fylgið sitt.

Stórborgarar

Upp úr hinni svokölluðu búsáhaldabyltingu varð til nýtt stjórnmálaafl, Borgarahreyfingin. Henni var ætlað að tryggja nýja tíma í íslenskri pólitík. Spilling átti að fara út en lýðræði og gegnsæi áttu að koma í staðinn. Tilgangurinn var einlægur en nú nokkrum mánuðum síðar logar allt stafnanna á milli í þessum nýja stjórnmálaflokki og hafa allir þingmenn flokksins yfirgefið hreyfinguna.