Ekki benda á mig …

Í dag er Íslandi stjórnað af heiglum og hænum sem virðast ekki hafa neinn kjark. Erfiðum ákvörðunum er frestað hvað eftir annað í von um að vandamálið hverfi. Hvað gerist svo? Erfileikarnir verða bara meiri og meiri. Eina lausnin sem hugmyndasnauð ríkisstjórn kemur fram með eru skattahækkanir. Hvað áhrif hefur það?

Í dag er Íslandi stjórnað af heiglum og hænum sem virðast ekki hafa neinn kjark. Erfiðum ákvörðunum er frestað hvað eftir annað í von um að vandamálið hverfi. Hvað gerist svo? Erfileikarnir verða bara meiri og meiri. Eina lausnin sem hugmyndasnauð ríkisstjórn kemur fram með eru skattahækkanir. Hvað áhrif hefur það?

Íslensk alþýða er barin með kylfum og hnúum. Færri og færri eiga möguleika á að greiða skuldir. Stéttir standa einungis með sér og sínum, gefa svo skít í alla aðra. Það má ekki skera niður á neinum stað. Hæstiréttur segist fjársveltur, sjómenn geta ekki lifað án skattafsláttar, bændur munu ekki reyna hjálpa þrátt fyrir alla þá tugi milljarðanna sem þá fá árlega og stjórnmálaflokkarnir fá en alla sína styrki.

Það er aragrúi af fé sem er eytt árlega í sérhagsmunahópa og gæluverkefni. Þrátt fyrir að nú sé hart í ári og tími til þess að taka erfiðar ákvarðanir. Ef við ætlum að greiða skuldirnar þurfum að standa öll saman sem eitt. Í staðinn erum við Ísland, hin sundraða þjóð, þar sem almúginn á að greiða allt með auknum sköttum. Hverjum myndi detta það í hug að ríkisstjórnin gæti nokkurn tíman lagt í að taka slaginn við stóra þrýstihópa? Þar á bæ hlaupa menn í felur ef almenningsálitið er í hættu. Einfaldara er að heimta flatan niðurskurð í stað þess að vinnan verkefnið vel og fara vel ofan í saumana á hlutunum.

Hvar er allur þessi peningur spyrja ábyggilega margir. Ég get bent á tvo pistla, annar eftir Hafstein Gunnar Hauksson hér á Deiglunni og hinn eftir Guðmund Egil Árnason á Frelsi.is. Þar er talað um marga liði þar sem hægt væri að skera niður. Það er hreint ótrúlegt að sjá öll gæluverkefni sem menn eru að leggja lið á þessum tímum.

Við getum staðið saman og komist í gegnum þetta. Lykilorðið er saman. Þegar nauðsyn er að skera niður þá skal það gert. Menn eiga ekki að koma vælandi tilbaka og segja það er ekki hægt hér. Við verðum að forgangsraða, seta skýr skilaboð og taka vel á hlutunum. Ekki bara hækka skatta og telja málið leyst. Öllu því rugli sem safnast hefur upp í gegnum árin, í ríkisfjárlögum, ætti að vera auðvelt að henda aftur út. Það ætti að vera augljóst fyrir okkur öll að fara þessa leið og gera það í sameiningu, ekki sundrung.

Latest posts by Einar Leif Nielsen (see all)

Einar Leif Nielsen skrifar

Einar Leif hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2008.