Neikvæðni fjölmiðla

Undanfarið ár hefur umfjöllun íslenskra fjölmiðla einkennst af mikilli neikvæðni. Vissulega hefur efniviðuriinn verið nægur til þess og oft á tíðum virðist ekki vera af neinu jákvæðu að taka. Nú er hinsvegar komin upp sú staða að margir eru löngu komnir með nóg af neikvæðninni og eru samtök byrjuð að hvetja fjölmiðla að auka flutning jákvæðra frétta.

Undanfarið ár hefur umfjöllun íslenskra fjölmiðla einkennst af mikilli neikvæðni. Vissulega hefur efniviðuriinn verið nægur til þess og oft á tíðum virðist ekki vera af neinu jákvæðu að taka. Nú er hinsvegar komin upp sú staða að margir eru löngu komnir með nóg af neikvæðninni og eru samtök byrjuð að hvetja fjölmiðla að auka flutning jákvæðra frétta.

Áhrif og ábyrgð fjölmiðla á Íslandi hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið. Lýðheilsustofnun hefur meðal annars lýst áhyggjum sínum yfir því að fréttaflutningur fjölmiðla sé byrjaður að hafa áhrif á andlega líðan almennings. Neikvæðnin hafi verið svo áberandi í fréttaflutningi að nú sé hún byrjuð að hafa veruleg áhrif. Stofnunin hefur opinberlega hvatt íslenska fjölmiðla að auka flutning jákvæðra frétta.

Áhyggjur Lýðheilsustofnunar ætti að taka alvarlega enda hafa rannsóknir sýnt að fjölmiðlar geta haft veruleg áhrif á skoðanir og líðan fólks. Hversu mikil áhrif er deilt um á meðal fræðimanna, en flestir eru þó sammála um að áhrifin séu til staðar.

Það er þó ekki bara Lýðheilsustofnun sem hefur verið að ergja sig á neikvæðni í fréttaflutningi á Íslandi. Samtök atvinnulífsins hafa einnig lýst óánægju sinni með fréttaflutning íslenskra fjölmiðla og hafa tekið málin í sínar eigin hendur. Í byrjun mánaðarins stofnuðu samtökin pósthólf á internetinu þar sem fólk er hvatt að senda jákvæðar fréttir sem síðan verður miðlað til almennings. Tilgangurinn með því er að auka jákvæðni í umfjöllun fjölmiða, svo það megi verða einstaklingum og fyrirtækjum hvatning.

Fjölmiðlar ættu að taka til greina áhyggjur Lýðheilsustofnunar og óánægju Samtaka atvinnulífsins. Neikvæðnin í fréttum, fréttaskýringum og umræðuþáttum fjölmiðla er að verða of yfirdrifinn. Vissulega er staðan ekki góð á Íslandi og útlitið ekki bjart. En það má ekki líta fram hjá því að það eru líka margir góðir hlutir að gerast, sem fá því miður ekki athygli fjölmiðla. Hvers vegna veit ég ekki en fjölmiðlarnir virðast vera espa hvorn annan upp í neikvæðninni. Fjölmiðlar verða að fara að sýna samfélagslega ábyrgð og auka sjálfstraust þjóðarinnar og hvetja hana, í stað þess að auka á hræðslu hennar, vonleysi og neikvæðni. Það er ekki verið að biðja um að fjölmiðlarnir verði ritstýrðir í því að leiða allt það neikvæða frá sér, heldur að vera líka opnir fyrir því jákvæða sem er að gerast á Íslandi.

Það er þó einn fjölmiðill á Íslandi sem hefur verið að einbeita sér að því að flytja jákvæðar og góðar fréttir. Vefmiðillinn www.betrifrettir.is var settur á laggirnar síðastliðnu menningarnótt og er hlutverk síðunnar að vekja athygli á því jákvæða og uppbyggilega sem er í gangi á Íslandi. Af nægu efni er að taka og íslenskir fjölmiðlar gætu lært mikið af þessum skemmtilegasta fréttamiðli Íslendinga.

Latest posts by Jan Hermann Erlingsson (see all)