Endurnýjun verður að vera möguleg

Nú þegar prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík er lokið, vakna upp margar spurningar hvað hafi valdið því að eins lítil endurnýjun hafi átti sér stað, eins og raun ber vitni. Úrslitin hljóta að vera mörgum Sjálfstæðismönnum mikil vonbrigði og því má velta fyrir sér hvort að breytinga sé þörf á því hvernig sé valið á lista Sjálfstæðisflokksins.

Ísland – Argentína

Ísland er á barmi þess að gera sömu hagstjórnarmistök og Argentína gerði í kreppunni miklu. Þá náðu ýmsar skammtímaaðgerðir ríkisstjórnarinnar fótfestu til lengri tíma og gjörskemmdu hagkerfi sem hefði haft alla burði til að vera eitt það öflugasta í heimi. Ef örlög Íslands reynast þau að verða Argentína 21. aldarinnar verður sekt þeirra sem nú halda um stjórnartaumana seint vanmetin.

Mega, Omega

Þegar ég var lítill fór fjölskyldan yfirleitt í frí til Flórída yfir páskanna. Á þeim tíma var G. I. Joe algerlega málið og ég passaði mig upp á að eiga leikföngin og horfa á teiknimyndirnar. Gallin var bara að þættirnir voru ekki sýndir á Íslandi. Því hlakkaði ég alltaf til þess að fara til útlanda og sjá uppáhalds hetjurnar mínar berjast við hið illa. Að vísu voru þættirnir bara sýndir eldsnemma á morgnanna en það stoppaði mig ekki. Ég vaknaði fyrstur allra í fjölskyldunni og oft allt of snemma. Það var að vísu einn galli á gjöf Njarðar. G.I. Joe var fyrsta teiknimynd dagsins og þegar maður er 8 átta ára gamall ekki mikið hægt að gera klukkan sex á morgnanna, meðan allir aðrir sofa. Því lét ég mig hafa það að horfa á það sem var á undan í sjónvarpinu.

1989 – 2009 – Straumhvörf í Germaníu

Eftir fall Berlínarmúrsins, haustið 1989, varð pólitískt landslag í hinu sameinaða Þýskalandi gjörbreytt. Hið rótgróna flokkakerfi í Vestur-Þýskalandi var óundirbúið að takast á við þær nýju aðstæður sem upp komu þegar 6 ný ríki í gamla Austur-Þýskalandi bættust við. Fljótt náðu hinir rótgrónu Vestur-þýsku flokkar fótfestu í hinu nýju löndum Þýskalands, en hinn gamli Kommúnistaflokkur Austur-Þýskalands (SED) breytti um nafn og kallaði sig, allt fram að árinu 2005, PDS en nú heitir flokkurinn Die Linke.

Evrópulaun

Umræður um lýðræði og ýmis afbrigði á lýðræðinu hafa mjög verið til umræðu eftir bankahrunið. Vilja sumir auka þátttöku þjóðarinnar í mikilvægum ákvörðunum en aðrir vilja frekar að við framseljum frekara vald til Evrópusambandsins og fáum fulltrúa á þeim vettvangi við ákvarðanatökur. Í öllu falli er ljóst að töluverður kostnaður fylgir lýðræðinu og ætla ég að gægjast aðeins ofan í launaumslag Evrópuþingmannsins hér á eftir.

Þegar hetjudáð verður víðsýni að bráð

Þessi erlenda fjölmiðlathygli hefur þó með einhverjum óskiljanlegum hætti vakið upp reiði ýmissa víðsýna neo-alþjóðasinna. Þessi tegund alþjóðasinna telur það iðulega vera hlutverk sitt að koma íslenskum almenningi í skilning um að í raun sé framlag okkar í öllum myndum svo ótrúlega smátt hlutfallslega. Án efa eru greinar þeirra þegar tilbúnar til að útskýra fyrir Íslendingum hvað handbolti sé lítil íþrótt í alþjóðlegu samhengi ef okkur skyldi nú ganga vel á EM.

Hinir syndlausu

Ef Jesús Kristur hefði ekki hitt fyrir farísea, fræðimenn og palestínskt alþýðufólk á Olíufjallinu forðum heldur íslenska stjórnmála-, embættis- og athafnamenn er hætt við því að áeggjan hans um að sá sem syndlaus væri kastaði fyrsta steininum hefði endaði í blóðbaði.

Fólk er fífl

Árið 1996 eignaðist ég minn fyrsta íslenska geisladisk, „Fólk er fífl“ með Botnleðju. Þetta var hinn fínasti diskur og spilaði ég hann talsvert á þessum tíma. Samt er það titill plötunnar sem hefur alltaf skilið mest eftir sig. Í hvert sinn sem ég sé skoðunarkönnun með fáránlegri niðurstöðu eða heyri af einhverju undarlegu átaki hjá fjöldanum þá hvísla ég að sjálfum mér: „Fólk er fífl.“

Friðarhugvekja velmegunarbarns

Nú þegar vel er liðið á janúarmánuð eru flestir búnir að fá smávegis veruleikaspark í rassinn og eru dottnir aftur inn í hversdagslega rútínu skammdegisins. Þó eimir kannski enn af hátíðleika jólanna og notalegheitunum sem fylgja hátíðarhaldinu. Á þeim tíma fjölgar samverustundum með fjölskyldu og vinum sem kalla fram bestu hliðar fólks og kærleikurinn fær að ríkja, þó ekki sé nema í stutta stund.

Er pláss fyrir menningu ?

Þrátt fyrir að vera ung þjóð, þá höfum við Íslendingar ógrynni af íslenskri menningu. En hvað er menning? Greinahöfundur hefur mikið velt fyrir sér stöðu menningar í þjóðfélaginu í dag. Eftir að hlusta á umræðu undanfarið, þá hefur oft komið upp í hugann sú spurning hvort það sé einfaldlega pláss fyrir menningu í íslensku þjóðfélagi í dag?

Leikjafræðin og leigubílstjórar

Ein af forsendum hagfræðinnar er sú að mannskepnan taki ákvarðanir með hagsmuni sína að leiðarljósi og bregðist við utanaðkomandi hvötum til að verja þá hagsmuni. Þetta er yfirleitt orðað sem svo að maðurinn sé „rational“ að upplagi, sem myndi útleggjast skynsamur eða rökréttur. Ástæða þess að ég hika við að nota íslensku orðin er sú að „rational“ ákvarðanir einstaklinga þurfa hvorki að virðast skynsamar né rökréttar á yfirborðinu. Það er einmitt ástæðan fyrir því að margir eiga erfitt með að kyngja þessari forsendu hagfræðinnar.

Sundurlyndi á ögurstundu

Helstu persónur og leikendur í íslenskum stjórnmálum hafa á undanförnu ári sýnt það ítrekað í verki að á ögurstundu eru samvinna og samstaða því miður aftar í röðinni en persónulegir hagsmunir. Í alla þá 15 mánuði sem liðnir eru frá því að bankarnir hrundu og allt árið 2008 í aðdraganda bankahrunsins hefur barátta íslensku þjóðarinnar einkennst af liðahugsun og spuna á kostnað eindrægni og baráttu.

Heiðarlegri skattheimta II: Persónuafsláttur

Í síðasta pistli mínum lagði ég til að ríkisstjórnin notaði þá breytingahrinu sem nú gengur yfir skattkerfið til að gera skattheimtu á Íslandi „heiðarlegri“. Til að skattheimta geti talist heiðarleg þarf hún að vera tiltölulega einföld í sniðum, gagnsæ og áhrif hennar skýr. Í stuttu máli þarf hún að gera stjórnmálamönnum sem erfiðast fyrir að skerða kjör fólks með sköttum án þess að það geri sér grein fyrir því. Dæmi um einfaldan hlut sem gerður er flókinn einmitt með þeim afleiðingum er persónuafslátturinn á Íslandi.

Þegar þjóðamorð eru lögleidd

Síðustu ár hafa bókstafstrúarmenn innan vissra safnaða í Bandaríkjunum verið að senda predikara sína til Afríkuríkisins Úganda. Nú í sumar fóru þrír hatursmenn með ein skilaboð í för. Hvað var þeirra málstaður? Að hægt væri að lækna samkynhneigð. Hver var afleiðingin? Hatur á nýju stigi.

Völvuspá fyrir 2010

Framtíðin er ekki fyrirsjáanleg nema með augum Völu Kazcinski og það er löngu fyrirséð að blaðamenn Flugufótar Deiglunnar hitti þessa miklu spákonu um hver áramót. Spádómar hennar hafa aldrei verið jafn skýrir enda skellti Vala sér í laceraðgerð á augum nýverið og það kæmi ekki á óvart ef þriðja augað hefði notið góðs af því líka.

Bábiljur ársins IV – Davíð varaði við þessu

Fjórða báiljan sem fjallað er um er sú hugmynd að nánast allt sem gerist á Íslandi sé hægt að tengja beint til eins manns – og að sá maður sé ýmist talinn óskeikull eða hinn fullkomni skussi.

Bábiljur ársins III – Útrásin var slæm

Það er fátt sem ekki er rifist um þessi misserin. En eitt er það sem fáir virðast mæla á móti um þessar mundir – það er að útrásin hafi verið slæm. En var útrásin virkilega slæm?

Bábiljur ársins II – Krónan er að bjarga okkur

Önnur bábilja sem margir trúa á er að það sé sérstakt ánægjuefni fyrir Ísland að vera með íslensku krónuna sem gjaldmiðil. Hversu góður er gjaldmiðill sem þarf reglulega innpsýtingu fjármagns til að halda lágu gildi sínu og er auk þess varinn af gjaldeyrishöftum sem setja öll alþjóðaviðskipti í uppnám.

Bábiljur ársins I – Byrjum á að skera niður í utanríkisþjónustunni

Á næstu dögum birtast nokkrar greinar um sumt af því sem oft er sagt en stenst kannski ekki nánari skoðun – eða má í það minnsta deila um. Í fyrstu greininni er fjallað um hina algengu kröfu um að fyrst af öllu skuli skera niður í utanríkisþjónustunni þegar sparað skal.

Heiðarlegri skattheimta

Eins og flestir hafa líklegast orðið varir við hefur ríkisstjórnin á prjónunum að gera stórstígar breytingar á bæði umfangi og eðli skattheimtu á Íslandi; flötum skatti verður varpað fyrir róða, þrepaskipt skattkerfi tekið upp og skattbyrðin almennt hækkuð mikið. Hvort sem þetta mun reynast slíkt óheillaspor og nú er útlit fyrir eða ekki, þá ætti ríkisstjórnin að nýta þessa breytingahrinu til að gera skattheimtuna jafnframt „heiðarlegri“.