1989 – 2009 – Straumhvörf í Germaníu

Eftir fall Berlínarmúrsins, haustið 1989, varð pólitískt landslag í hinu sameinaða Þýskalandi gjörbreytt. Hið rótgróna flokkakerfi í Vestur-Þýskalandi var óundirbúið að takast á við þær nýju aðstæður sem upp komu þegar 6 ný ríki í gamla Austur-Þýskalandi bættust við. Fljótt náðu hinir rótgrónu Vestur-þýsku flokkar fótfestu í hinu nýju löndum Þýskalands, en hinn gamli Kommúnistaflokkur Austur-Þýskalands (SED) breytti um nafn og kallaði sig, allt fram að árinu 2005, PDS en nú heitir flokkurinn Die Linke.

Eftir fall Berlínarmúrsins, haustið 1989, varð pólitískt landslag í hinu sameinaða Þýskalandi gjörbreytt. Hið rótgróna flokkakerfi í Vestur-Þýskalandi var óundirbúið að takast á við þær nýju aðstæður sem upp komu þegar 6 ný ríki í gamla Austur-Þýskalandi bættust við. Fljótt náðu hinir rótgrónu Vestur-þýsku flokkar fótfestu í hinu nýju löndum Þýskalands, en hinn gamli Kommúnistaflokkur Austur-Þýskalands (SED) breytti um nafn og kallaði sig, allt fram að árinu 2005, PDS en nú heitir flokkurinn Die Linke.

Árið 1990 var gengið til kosninga í hinu nýja sameinaða Þýskalandi og komu úrslit kosninganna ekki mörgum á óvart. Hinn sterki meirihluti Kristilegra demókrata (CDU/CSU) og Frjálsra demókrata (FDP) hlaut um 53 % atkvæða og héldu áfram meirihlutasamstarfi sínu allt til ársins 1998. Þó vakti athygli að þrátt fyrir að PDS hafi einungis fengið 2,4 % atkvæða og þar með ekki náð hinum 5% þröskuldi sem þörf er á, fengu þeir fulltrúa í gegnum fulltrúakosningu í 17 kjördæmum og fengu því 17 þingmenn strax í fyrstu kosningunum. Árið 1998 urðu straumhvörf í þýskum stjórnmálum. Eftir 16 ára setu CDU/CSU í góðu samstarfi við FDP, undir forystu Helmut Kohl, tók ný ríkistjórn við völdum. Næstu átta ár urðu tími Sósíaldemókrata (SPD) og flokks Græningja (Bundnis90/Grune) undir forystu Gerhard Schröder og Joschka Fischer.

Bundnis90/Grune náðu góðri fótfestu eftir að mikil náttúruverndarvakning varð í Þýskalandi á tíunda áratug síðustu aldar. Fylgisaukning þeirra fór úr 3,8% árið 1990, upp í 6,7% árið 1998 og náðu þeir þar með meira fylgi heldur en FDP. Meginástæðan fyrir stjórnarbreytingunni var þó hin mikla fylgisaukning SPD, og var tvíeykinu Gerhard Schröder og Oskar Lafontaine gefinn heiðurinn af 40,9% fylgi Sósíaldemókrata.
Nýir tímar voru boðaðir og nýjar leiðir kynntar. Jafna átti kjör borgara, hætta öllum áformum um ný kjarnorkuver og síðast en ekki síst átti að minnka atvinnuleysi. Var oft vitnað í orð Schröder: „Mælikvarðinn sem nota á til að mæla árangur hinnar nýju ríkisstjórnar skal vera fjöldi atvinnulausra í Þýskalandi.“ Er kannski skondið að í tíð vinstri stjórnar Gerhard Schröder náði atvinnuleysið sögulegu hámarki og fór yfir 5 milljóna múrinn árið 2005.

Stjórnin sat ekki auðum höndum. Var mikið lagt upp úr að búa til nýjar álögur til að minnka halla ríkissjóðs, sem hafði vaxið hratt sökum uppbyggingarinnar í Austur-Þýskalandi, sem og hin auknu útgjöld í heilbrigðiskerfinu. Einnig hefur álagið á lífeyrisjóðskerfið stóraukist sökum fækkandi barnsburða hjá þýskum fjölskyldum. Lagðar voru álögur á eldsneyti fjögur ár í röð. Skattaafslættir fyrir almenna borgara og fyrirtæki voru skornir niður, sem og almennur niðurskurður í allri þjónustu ríkisins. Að lokum kom hið nýja kerfi HARZ IV sem gjörbreytti allri umgjörð fyrir atvinnulausa. Einnig var skornar niður flestar félagslegar bætur og hækkaðar launaálögur.
Ríkisstjórnin átti undir högg að sækja hjá almennum kjósendum við innleiðingu hinnar nýju stefnu og því tók hinn klóki Gerhard Schröder að nýta sér fjölmiðla til þess að sigla milli skers og báru. Má þar með segja að hin skammsýna stefna populista hafi tekið völdin í þýskum stjórnmálum.

Schröder hefur því fært SPD, eða Sósíaldemókrata, nær og nær miðjunni hörðum vinstri mönnum innan flokksins til mikils ama. Einstaklingar eins og Oskar Lafointaine sögðu tiltölulega fljótt skilið við stefnu Schröders og er Lafointaine nú leiðtogi Sósíalistaflokksins PDS ásamt Gregor Gysi. Þetta hafði þó ekki einungis áhrif á SPD heldur einnig á hinn stóra flokk Þýskalands, Kristilega demókrata.

Eftir fall Helmut Kohl myndaðist ákveðið tómarúm í forystusveit Kristilegra demókrata. Wolfgang Schauble tók við valdakeflinu en þótti of umdeildur og of tengdur Dr.Kohl. Fylgi CDU og systurflokk hans CSU var lágt og þurfti flokkurinn að endurnýja sig fyrstu 4 árin eða allt fram að næstu Bundestag kosningum. Þó var taktík Gerhard Schröder, populismi, tekin upp sem þótti nýnæmi þar sem fyrrverandi forystumenn flokksins höfðu þá stefnu að segja og framkvæma það sem nauðsynlegt er, en ekki hvað almenningur vill. Því hefur CDU/CSU einnig hægt og rólega fært sig nær miðjunni og er oft talað um það, að ef litið er á flokkana tvo þá er ekki mikill munur á þeim ef litið er á stefnu þeirra undanfarin ár.

Gerhard Schröder var mjög árangursríkur fyrstu árin með sýna taktík. Þegar erfið mál komu upp þá hótaði hann opinberlega að slíta stjórn. Hann sat undir vantrausttillögum sem bandamenn hans báru fram á hann til að kæfa andstöðu við hann innan flokksins. Einnig nýtti hann sér fjölmiðlana til hins ýtrasta, enda frægur fyrir að vera mjög sjarmerandi stjórnmálamaður. Það sýndi sig og sannaði að máttur fjölmiðlanna sneri við tapaðri kosningarbaráttu hans á móti Edmund Stoiber í Bundestag kosningunum árið 2002.

Síðara kjörtímabil vinstristjórnarinnar var hreint út sagt mjög erfitt fyrir hana. Stöðugar deilur, hækkandi halli ríkissjóðs og lækkandi fylgi jók pressuna á Gerhard Schröder og svo kom að því að árið 2005 rauf hann þing og boðaði til þingkosninga. Var ætlunin sú að festa eina ferðina enn stöðu Schröder og styrkja þar með grunninn fyrir þeirri stefnu sem framfylgt hafði verið í tíð ríkistjórnarinnar. En tímarnir voru breyttir.
CDU hafði endurnýjað forystuna og var nýtt Kanzlerefni CDU hin sterka Angela Merkel. Merkel gekk í flokkinn þegar CDU var stofnað í hinu gamla Austur-Þýskalandi og þykir meira inn á miðjunni en á hægri væng flokksins. Hefur hún sótt enn meira inn á miðjuna og undir lok ríkisstjórnar Schröder var ekki sjónarmunur á stefnu CDU/CSU og SPD. Úrslit kosninganna fóru á þann veg að ekki var hægt að mynda ríkistjórn nema á milli stærstu flokkanna CDU og SPD. Var það gert og tók þá við tímabil þar sem populisminn náði hámarki sínu allt til þingkosninganna á síðasta ári. Efnhagsástandið fór batnandi, hagvöxtur farinn að aukast og kepptust hinir stóru flokkar um að lofa eins miklu og hægt var til að auka fylgi á kostnað samstarfsflokksins.

En hinn almenni kjósandi er farinn að sjá í gegnum sjónarspilið. Þróunin á fylgi flokka í Þýskalandi sýnir að á meðan fylgi CDU hefur haldist jafnt, um 34-38%, hefur fylgi SPD hrunið úr 36% niður í 22% og fylgi Sósíalista (PDS), Græningja (Grune) og Frjálsa demókrata (FDP) vaxið upp í 10-15 % á landsvísu. Hefur það haft þau áhrif að í fyrsta sinn í áratugi þarf CSU að mynda ríkistjórn með FDP í Bæjaralandi og PDS hefur náð að komast í stjórnir einstakra ríkja Þýskalands, sem hefði talist ógerlegt eftir fall Berlínarmúrsins.

Kosið var á ný til þings á hausmánuðum árið 2009 og í fyrsta sinn síðan 1998 er nú kominn hægri-miðjustjórn í þýskalandi undir forystu Angela Merkel (CDU) og Guido Westerwelle (FDP). FDP er nú talinn vera eini raunverulegi hægriflokkurinn í Þýskalandi og verður áhugvert að sjá hvernig samstarfið mun ganga og hvort það muni hafa áhrif á stefnu CDU/CSU og færa flokkinn úr miðju þófinu. Einnig verður athyglisvert að fylgjast með hvernig SPD mun bregðast við sínum forystuvandamálum og hvernig þeir taka á hinu mikla fylgishruni. Telur höfundur víst að þeir muni leita meira út til vinstri á fornar slóðir og reyna að vinna til baka hina tryggu vinstrimenn sem yfirgáfu flokkinn á sínum tíma.

Latest posts by Hallgrímur Viðar Arnarson (see all)