Mega, Omega

Þegar ég var lítill fór fjölskyldan yfirleitt í frí til Flórída yfir páskanna. Á þeim tíma var G. I. Joe algerlega málið og ég passaði mig upp á að eiga leikföngin og horfa á teiknimyndirnar. Gallin var bara að þættirnir voru ekki sýndir á Íslandi. Því hlakkaði ég alltaf til þess að fara til útlanda og sjá uppáhalds hetjurnar mínar berjast við hið illa. Að vísu voru þættirnir bara sýndir eldsnemma á morgnanna en það stoppaði mig ekki. Ég vaknaði fyrstur allra í fjölskyldunni og oft allt of snemma. Það var að vísu einn galli á gjöf Njarðar. G.I. Joe var fyrsta teiknimynd dagsins og þegar maður er 8 átta ára gamall ekki mikið hægt að gera klukkan sex á morgnanna, meðan allir aðrir sofa. Því lét ég mig hafa það að horfa á það sem var á undan í sjónvarpinu.

Þegar ég var lítill fór fjölskyldan yfirleitt í frí til Flórída yfir páskanna. Á þeim tíma var G. I. Joe algerlega málið og ég passaði mig upp á að eiga leikföngin og horfa á teiknimyndirnar. Gallin var bara að þættirnir voru ekki sýndir á Íslandi. Því hlakkaði ég alltaf til þess að fara til útlanda og sjá uppáhalds hetjurnar mínar berjast við hið illa. Að vísu voru þættirnir bara sýndir eldsnemma á morgnanna en það stoppaði mig ekki. Ég vaknaði fyrstur allra í fjölskyldunni og oft allt of snemma. Það var að vísu einn galli á gjöf Njarðar. G.I. Joe var fyrsta teiknimynd dagsins og þegar maður er 8 átta ára gamall ekki mikið hægt að gera klukkan sex á morgnanna, meðan allir aðrir sofa. Því lét ég mig hafa það að horfa á það sem var á undan í sjónvarpinu.

Fyrir lítin dreng er kristilegur fréttaþáttur ekki það skemmtilegasta í heimi og svo sem ekki heldur neitt æði fyrir fullorðinn mann. Ég mann samt alltaf eftir gamla krumpaða kallinum sem var í sjónvarpinu og jafnvel þótt að skilningurinn væri enginn var þátturinn augljóslega leiðinlegur. Það kom mér því á óvart að sjá þennan mann í fréttunum nýlega. Hann er enn alveg jafn gamall og enn er hann alveg jafn krumpaður. Nú var að vísu eitt breytt ég skyldi hvað kauði var að segja.

Þið getið sjálf séð hvað þáttarstjórnandinn var að segja hér . Það er í raun svo lágkúrulegt að það er óþarfi að endurtaka það. 700 klúbburinn (e. 700 Club) er þátturinn og Pat Roberston er maðurinn. Hann hefur árum saman spýtt út úr sér hatri og vanþekkingu, allt í opinni dagskrá. Meir að segja hérna á Íslandi. Því að sjónvarpstöðin Omega sýnir þættina þrisvar sinnum í viku. Það er nefnilega svo merkilegt hvað menn komast upp með að segja svo lengi og það er í nafni trúar.

Ég segi hingað og ekki lengra. Það er vissulega málfrelsi á Íslandi. Ber manni samt ekki að láta í sér heyra þegar farið er yfir strikið? Það er hægt að fara á wikipedia síðu þar sem allar deilur þáttastjórnendans eru taldar upp. Hún er meir að segja talsvert lengri en innleggið um ævi mannsins. Sýnir það ekki að maðurinn hefur tileinkaði lífi sínu hatri en ekki kærleik.

Það er af þessum sökum sem ég hvet sjónvarpstöðina Omega til að sýna skynsemi og hætta sýningum á 700 klúbbnum. Það hlýtur að vera til betra sjónvarpsefni til. Er ekki óþarfi að senda út hatur í opinni dagskrá?

Latest posts by Einar Leif Nielsen (see all)

Einar Leif Nielsen skrifar

Einar Leif hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2008.