Fólk er fífl

Árið 1996 eignaðist ég minn fyrsta íslenska geisladisk, „Fólk er fífl“ með Botnleðju. Þetta var hinn fínasti diskur og spilaði ég hann talsvert á þessum tíma. Samt er það titill plötunnar sem hefur alltaf skilið mest eftir sig. Í hvert sinn sem ég sé skoðunarkönnun með fáránlegri niðurstöðu eða heyri af einhverju undarlegu átaki hjá fjöldanum þá hvísla ég að sjálfum mér: „Fólk er fífl.“

Árið 1996 eignaðist ég minn fyrsta íslenska geisladisk, „Fólk er fífl“ með Botnleðju. Þetta var hinn fínasti diskur og spilaði ég hann talsvert á þessum tíma. Samt er það titill plötunnar sem hefur alltaf skilið mest eftir sig. Í hvert sinn sem ég sé skoðunarkönnun með fáránlegri niðurstöðu eða heyri af einhverju undarlegu átaki hjá fjöldanum þá hvísla ég að sjálfum mér: „Fólk er fífl.“

Því það er nefnilega svo undarlegt að sjá breytingu á hegðunarmynstri manna þegar þeir verða hluti af heild. Það er eins og einstaklingarnir hætti að vera til og ný almennings vitund taki við. Út frá þessu fór ég að hugsa um þjóðaratkvæðagreiðslur og hvaða áhrif þær gætu haft. Eru þær séu ávallt jákvæðar og sýni þær vilja meirihlutans?

Í sumum löndum er algengt að fólk kjósi um næstum allt. Í Ástralíu þarf að leggja allar breytingar á stjórnarskrá fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er því undarlegt að mannréttindakafli hafi aldrei komist inn, samt hefur þrisvar sinnum verið reynt að bæta honum við. Því það virðist því vera tilhneiging hjá fjöldanum að halda í núverandi ástand. Í því samhengi getum við litið á dæmi úr sögunni og velt fyrir okkur hvort að kosningar hefðu breytt niðurstöðunni. Til að mynda er spurning hvort að mannréttindabarátta þeldökkra í Bandaríkjunum hefði gegnið jafn vel eða hvort að jafnréttisbarátta kvenna væri á sama stað ef þjóðaratkvæðagreiðslu hefði verið ráðandi þáttur?

Í ákveðnum tilvikum finnst okkur samt betra að notast við þetta tæki þegar um einstaklega stórar ákvarðanir er að ræða. Til að mynda eru flestir sammála um að kjósa eigi um inngöngu í ESB og nýverið var mikil hreyfing vegna Icesave samninganna. Er það þá eingöngu í sumum tilvikum sem þetta hentar? Hvernig ættum við að ákveða hvaða tilvik þetta ættu að vera?

Nýlega setti þingflokkur Hreyfingarinnar fram lagafrumvarp þar sem hægt er að biðja um þjóðaratkvæðagreiðslu ef 10% þjóðarinnar óskar eftir því. En er það ekki allt of lítið? Við getum til dæmis séð að Danmarks Folkeparti hefur fengið allt að 16% í kosningu og þykja þeir fylgja tiltölulega öfgafullum skoðunum í sumum málaflokkum. Er þá ekki betra að hafa hlutfallið hærri til að hindra að óvinsælar skoðanir fái of mikla athygli? En hvað ætti að vera nóg 20%, 30%, 50% eða jafnvel 75%?

Ef það er vilji meiri hluta þjóðarinnar að kosið sé um mikilvæg málefni þá styð ég það heilshugar. Þó ber að athuga vel hvað reglur og lög eiga um það að gilda. Því að í sumum tilvikum hentar betur að fáir vel upplýstir einstaklingar taka erfiðar ákvarðanir heldur en að treysta fjöldanum fyrir þeim.

Latest posts by Einar Leif Nielsen (see all)

Einar Leif Nielsen skrifar

Einar Leif hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2008.