Burtu með fordóma

Pollapönk hafði varla sleppt orðinu á sviðinu í Kaupmannahöfn þegar í ljós kom að boðskapur þeirra um fordómaleysi hafði svo sannarlega ekki náð til allra landsmanna. Þegar rétt rúm vika var til kosninga ákvað oddviti Framsóknarmanna í Reykjavík að lýsa þeirri skoðun sinni að ekki ætti að úthluta lóðum undir mosku á meðan hér væri þjóðkirkja.

Húrra fyrir okkur

Flestir hafa skilgreint sig einhvers staðar á hinum pólitíska ás. Þú hefur einhverja hugmynd um hvort þú ert vinstri eða hægri manneskja, aðhyllist frjálshyggju eða jafnaðarstefnu. Vandamálið við sveitastjórnarkosningar er að það er vonlaust að stilla hinn pólitíska ás á þau málefni sem rætt er um í aðdraganda kosninga. Er það hægri eða vinstri stefna, frjálshyggja eða jafnaðarstefna að vilja þétta byggð eða vilja flugvöllinn burt? Það þarf því engan að furða að algengasta svarið við spurningunni „hvað ætlarðu að kjósa? “ er „ég veit það ekki.“

Höfuðsyndirnar sjö: Öfundin

Einu mennirnir með viti bera saman bækur sínar um öfundina og fjalla um ýmsar hliðar á fjórðu höfuðsyndinni sem tekin er fyrir í þáttaröðinni. Johnny Cash og John Lennon koma við sögu – en líka Jimmy Hendrix og að sjálfsögðu Mjallhvít og JR Ewing. Þáttastjórnendur fara yfir öfundina í sínu eigin fari og annarra og […]

Allslaus í Reykjavík

Með sveitastjórnarkosningar á næsta leyti velti ég fyrir mér hvað manneskja eins og ég sem á engin börn, enga fasteign, engan bíl, er ekki eldri borgari og nýti í raun mjög litla þjónustu á vegum míns sveitafélags Reykjavíkurborgar, eigi að kjósa í kosningunum? Það er yfirleitt ekki mikið rætt eða gert fyrir okkur sem föllum ekki inn í þessi týpísku hólf. Því fyrir manneskju sem vill hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi er mikilvægt að velta fyrir sér hvað skiptir í raun máli fyrir mig í sveitastjórnarmálum.

Höfuðsyndirnar sjö: Græðgin

Einu mennirnir með viti halda áfram að synda í syndunum sjö. Þeir halda því fram að þeir séu býsna saklausir af synd þáttarins – græðginni – en Magnús Þór Torfason, gestur þáttarins, bendir þeim á eina tegund græðgi sem þeir geta ekki algjörlega skilið sig undan. Einu mennirnir með viti ræða líka um réttarfar í […]

Höfuðsyndirnar sjö: Letin

Letin er í forgrunni hjá Einu mönnunum með viti í þessum nýjasta þætti sem tekinn er upp í tveimur höfuðborgum samtímis. Sovétríkin, kommúnisminn og hinn prússneski Helmuth Karl Bernhard Graf von Moltke koma við sögu, að ógleymdum þáttastjórnendum sjálfum sem undanskilja vitaskuld ekki sjálfa sig í umfjöllun um höfuðsyndirnar sjö.

Höfuðsyndirnar sjö: Drambið

Einu mennirnir með viti hefja aðra þáttaröðina með umfjöllun um höfuðsyndina dramb. Sex þættir framundan til vors og sex höfuðsyndir eftir. Drambið er af sumum talin stærsta syndin og því eðlilegt að byrja á henni og við hæfi í þætti með þetta nafn. Joey Zasa, Jose Mourinho, Nýi Sjálfstæðisflokkurinn og fleiri aðilar eru þáttastjórnendum hugleiknir.

Einu mennnirnir með viti – S1E13

Í lokaþætti fyrsta tímabils hjá Einu mönnunum með viti eru þáttastjórnendur uppteknir af samfélagsmiðlum, hamingjunni, Úkraínu, jafnrétti – en umfram allt sjálfum sér – eins og venjulega. Einu mennirnir með viti kveðja í bili.

Einu mennnirnir með viti – S1E12

Innreið Einu mannanna með viti á Twitter er krufin til mergjar og farið yfir óvænta aðdáendur á þeim vettvangi. Kynslóðaskipti og hnignun annars þáttastjórnandans koma til tals. Raunverulegur tilgangur heimavistarskóla er afhjúpaður og flokkshollusta er rædd í þaula.

Pólitískur ómöguleiki

Nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar um slit á aðildarviðræðum við ESB hefur vakið furðu og reiði hjá stórum hluta þjóðarinnar ef marka má undirskriftir, mótmæli og almenna umræðu. Fólk er reitt yfir því að ríkisstjórnin hyggst svíkja kosningaloforð sem var haldið á lofti fyrir síðustu alþingiskosningar og einnig yfir málflutningi ráðherra þegar þeir reyna að verja þá ákvörðun með tilvísun í landsfundaályktanir, líkt og kosningaloforð skipti ekki máli. Og reiðin er blandin undrun. Afhverju að slíta viðræðum núna?

Einu mennnirnir með viti – S1E11

Einu mennirnir með viti rjúfa dagskrá með sérstökum þætti um aðkallandi málefni líðandi stundar og ræða við Pawel Bartoszek. Enn er spurt: Á hvaða vegferð ertu?

Kjósum

Nú kemur hver skoðanakönnunin á fætur annarri um ESB og nú síðast í dag voru þessi kröftugu mótmæli á Austurvelli. Það hlítur að teljast nokkuð góður árangur hjá Samfylkingunni að ná þessu máli aftur á dagskrá þar sem að í kosningunum 2013 hafði enginn áhuga á að ræða þetta eina stefnumál Samfylkingarinnar.

Einu mennnirnir með viti – S1E10

Á hvaða vegferð er forsætisráðherra? Hefur Evrópustefna Sjálfstæðisflokksins í raun annað markmið en að Ísland standi utan ESB? Verður stríð í Evrópu? Hvaða augum líta útflytjendur baðviftna frá Úkraínu atburðina þar í landi? Einu mennirnir með viti spyrja áleitinna spurninga í þessum tíunda þætti í fyrstu þáttaröð og ræða við fólk sem er í hringiðu […]

Einu mennnirnir með viti – S1E9

Einu mennirnir með viti minnast Shirley Temple og ræða um Hamlet og Ása í Bæ. Þeir fara einnig yfir hvernig Vestmannaeyjum myndi reiða af sem sjálfstætt ríki og ræða hugmyndina við Unni Brá Konráðsdóttur, formann Allsherjarnefndar Alþingis.

Einu mennnirnir með viti – S1E8

Réttlát málsmeðferð orðin tóm?

Hinn 12. desember sl. gekk dómur í svokölluðu Al-Thani máli þar sem fjórir fyrrverandi stjórnendur Kaupþings hlutu þunga dóma fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Þegar hófust deilur um hvort sakfellingin væri réttmæt að lögum en öskrandi riddarar lyklaborðsins í athugasemdakerfunum voru á einu máli um að refsingin væri hvergi nánda nægileg. En kannski fór alvarlegasti annmarki dómsins hljótt í fyrstu.

Hvað ertu að þvælast þetta, Illugi?

Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, gerði vel þegar hann varpaði útí hafsauga tillögum embættismanna í menntamálaráðuneytinu um nokkurs konar karakterumsögn sem kennarar skyldu veita stúdentum við brautskráningu. Hitt er öllu lakara hjá Illuga að gera sér ferð á Ólympíuleikana í Rússlandi í þessum mánuði.

Miðinn er of dýr

Stundum finnst mér eins og það væri kannski eðlilegra og á margan hátt heppilegra ef ég væri fylgjandi aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Einu mennnirnir með viti – S1E7

Einu mennirnr með viti leggja sjálfa sig á mælistikuna sem menntamálaráðuneytið ætlaði að viðhafa fyrir stúdentsefni. Ólympíuleikarnir voru ræddir og Einu mennirnir með viti ákváðu að hringja í Pawel Bartoszek, sem sagði líka frá skoðun sinni á þættinum og hvernig hann er vanur að njóta hans.

Einu mennnirnir með viti – S1E6

Einu mennirnir með viti fjalla um nauðsyn kynlegra kvista í samfélagi manna. Sérfræðingaveldið fær á baukinn og fjöldahyggjumenn fá falleinkunn. Áleitnar spurningar vakna um vináttu vestanhafs og í fyrsta skipti í sögu þáttarins greinir þáttastjórnendur á. Hlustendatölur eru sláandi en stuðningur ofan af Skaga er kærkominn. Fyrsta útgáfutímabil er nú hálfnað og útgefendur eru þegar […]