Húrra fyrir okkur

Flestir hafa skilgreint sig einhvers staðar á hinum pólitíska ás. Þú hefur einhverja hugmynd um hvort þú ert vinstri eða hægri manneskja, aðhyllist frjálshyggju eða jafnaðarstefnu. Vandamálið við sveitastjórnarkosningar er að það er vonlaust að stilla hinn pólitíska ás á þau málefni sem rætt er um í aðdraganda kosninga. Er það hægri eða vinstri stefna, frjálshyggja eða jafnaðarstefna að vilja þétta byggð eða vilja flugvöllinn burt? Það þarf því engan að furða að algengasta svarið við spurningunni „hvað ætlarðu að kjósa? “ er „ég veit það ekki.“

Á laugardaginn fara fram kosningar til sveitastjórna hér á landi. Deyfð og áhugaleysi er besta leiðin til að lýsa aðdragandum. Í Reykjavík er deilt um íbúðabyggingar, hjólreiðastíga og flugbrautir. Loforð eru gefin um frístundastyrki, þjónustutryggingar og meira val og meiri fjölbreytni. Það þarf því engan að furða að algengasta svarið við spurningunni „hvað ætlarðu að kjósa? “ er „ég veit það ekki.“

Flestir hafa skilgreint sig einhvers staðar á hinum pólitíska ás. Þú hefur einhverja hugmynd um hvort þú ert vinstri eða hægri manneskja, aðhyllist frjálshyggju eða jafnaðarstefnu. Vandamálið við sveitastjórnarkosningar er að það er vonlaust að stilla hinn pólitíska ás á þau málefni sem rætt er um í aðdraganda kosninga. Er það hægri eða vinstri stefna, frjálshyggja eða jafnaðarstefna að vilja þétta byggð eða vilja flugvöllinn burt?

En í stað þess að líta á þetta sem vandamál má spyrja hvort við séum kannski bara búin að finna lausnina án þess að gera okkur grein fyrir því? Erum við orðin sammála um allt sem máli skiptir – er lýðræðið orðið fullþroska?

Það eru allir sammála um að efla almenningssamgöngur, að leikskólar og dagvistun standi öllum jafnt til boða, að efla skólana og bæta skólastarf, allir hafi aðgang að húsnæði, að borgin styðji við þá sem allra minnst mega sín með fjárhagsaðstoð. Og það sem mestu máli skiptir þá eru allir sammála um að þetta séu málefni sem eru á ábyrgð borgarinnar.

Að sjálfsögðu getum við verið ósammála um hvor megi sín meir einkabíllinn eða reiðhjólið, eða hvort byggja eigi háhýsi eða leikvöll á næsta horni, rétt eins og við erum ekki sammála um hvort rauður eða blár er fallegri. Þetta eru einfaldlega mál sem við höfum mismunandi skoðanir á, algjörlega óháð því hvort við teljum okkur vera hægra eða vinstra megin á pólitíska ásnum.

Við ættum að vera þakklát fyrir það hversu sammála við erum um það sem máli skiptir.

Það þýðir samt ekki að við eigum ekki að takast á um þessa hluti, rökræða þá og leyfa okkur að vera ósammála og láta það ráða atkvæði okkar í kosningum á laugardagin. Það er bara eitthvað svo fallegt og þroskað að þetta séu aðalspurningarnar. Ég segi því bara, húrra fyrir okkur – við erum frábær!

Latest posts by Katrín Helga Hallgrímsdóttir (see all)

Katrín Helga Hallgrímsdóttir skrifar

Katrín Helga hóf að skrifa á Deigluna í október 2003.