Fyrr á þessu ári varð vinsæl umræðan um aðförina að fjölskyldubílum. Þar var því velt upp hvort skipulega væri unnið gegn bílaeign og kvartað undan skilningsleysi yfirvalda á hlutskipti þeirra sem væri nauðugur einn kostur að fara allra sinna leiða á sjálfrennireið. Í sumar kom fram áhugaverð skýrsla um framtíð samgangna á höfuðborgarsvæðinu sem var unnin […]
Einu mennirnir með viti ræða um heilsu sína og lifnaðarhætti. Þeir koma á framfæri mjög áhugaverðri kenningu um hvað sé raunverulega í gangi varðandi tætarana sem lögreglan fékk frá Noregi. Kynlíf ísaldarurriðans kemur að sjálfsögðu við sögu og margt fleira.
Þetta eru rök sem heyrast iðulega þegar einhver mælir fyrir auknu frjálsræði varðandi verslun á áfengi, eins og t.d. hefur verið gert með frumvarpi sem lagt var fram á þingi fyrr í vetur. Þetta eru rök þeirra sem eru á móti breytingunni en vilja ekki stíga fram og segja það beint út. Í staðinn er […]
Almenningur ber lítið traust til Alþingis samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands framkvæmdi fyrir Alþingi (Traust til Alþingis, maí 2013). Þá hefur almenn kosningaþátttaka farið minnkandi. Hvorugt er gott í lýðræðisríki. Í sömu rannsókn kom fram að umrætt vantraust beindist að mestu leyti að samskiptamáta þingmanna, framkomu þeirra, vinnulagi á Alþingi og ómálefnalegri umræðu […]
Ég sé að ÁTVR hafi séð ástæðu til að bregðast við grein sem ég skrifaði í Fréttablaðið þann 11. október. En ábendingar ÁTVR um að stofnunin veitti öllum sem vildu upplýsingar um starfsemi sína væru ögn marktækari ef hún þá gerði það. Þann 1. ágúst send ég eftirfarandi póst á fyrirtækið: “Sæl, Í auglýsingum frá […]
Gætu þetta verið einkunnarorð Íslendinga? Eða væri kannski betra að nota: „Hann sér um reikninginn.“ Það er líklega of írónískt þar sem landinn keppist við að borga fyrir hvern annan á börum borgarinnar. Samt þegar að kemur að því að taka höndum saman þá er annar tónn í fólki. Vissulega er langt því frá að […]
Einu mennirnir með viti fara yfir helstu fréttir síðustu viku og ræða efni sem birst hefur á vefritinu. Þeir setja fram nýstárlegar hugmyndir um stefnumörkun í menningarlífi og fíkniefnamálum og komast að þeirri niðurstöðu að Facebook sé mannskemmandi syndabæli.
Leigumarkaðurinn í 101 er að breytast mikið. Ég hef mikið fylgst með leigusíðunum og er sjálf nýflutt af Laugaveginum austur yfir Snorrabraut. Þegar verið er að leita að íbúð þá fylgist maður grannt með framboði og eftirspurn á leigumarkaðnum. Í dag er það þannig að mikið af fólki sem ég þekki hefur nýlega flutt sig […]
Einu mennirnir með viti eru loksins að ná sér eftir þáttaröðina um syndirnar sjö. Í þessum þætti eru umræðuefnin sótt í efnistök síðustu vikna á vefritinu Deiglan.is. Lögmaðurinn Konráð Jónsson kemur nokkrum sinnum við sögu, ósigri Gunnars Nelson er fagnað, Neanderdalskonan kemur við sögu – og þáttastjórnendur barma sér undan hlutskipti kynslóðar sinnar.
Já þetta er nýyrði. Orðið er ekki til þegar maður „googlar“ það og Árnastofnun hefur ekki (enn) tekið það upp. Hvaða annað orð gæti betur lýst fíkn í samskiptamiðla ef ekki þetta? Sú umræða verður sífellt háværari um alvarleika netnotkunar og þá staðreynd að mannleg samskipti eiga töluvert undir högg að sækja með tilkomu snjallsímanna. […]
Börn eiga það til að segja manni hispurslaust hvað þeim finnst, þau hafa ekki lært að filtera skoðanir sínar eins og við fullorðna fólkið. Börn hafa heldur ekki tilhneiginguna til að segja „Nei, nei það er búið að skoða þetta og þetta virkar ekki“, þau segja ekki „Nei þetta er ekki hægt“, þau hugsa frekar […]
Því miður, lesandi. Þú hefur verið blekktur. Þessi pistill inniheldur ekki tíu ástæður fyrir einu né neinu. Reyndar er hann ekki einu sinni á listaformi, heldur textahlemmur sem krefst lesturs frá orði til orðs. Hann er meira að segja svolítið langur. Ég valdi pistlinum hinsvegar þessa fyrirsögn svo þú fengir á tilfinninguna að hann væri […]
Fyrir stuttu sá ég mynd af Neanderdalskonu sem er svosem ekki í frásögur færandi fyrir utan það að fram að því hafði ég bara séð myndir af Neanderdalskörlum. Miðað við grunnþekkingu á því hvernig tegundir fjölga sér myndi ég varlega áætla að það hafi verið álíka margar konur og karlar til að viðhalda tegundinni, nema […]
Flestir þeirra sem nú sitja á ráðherrastólum og starfa í íslenskum stjórnmálum eru af kynslóðinni sem stundum er kölluð X kynslóðin. X-ið hefur verið þarna af því að kynslóðin hefur ekki verið kennd við neitt sérstakt. Þessi kynslóð hefur hins vegar náð að marka sér þá sérstöðu í íslenskum stjórnmálum að vera kynslóðin sem mistókst […]
Um daginn færði einhver mér fallega kókflösku sem á stóð: „Njóttu Coke með Pawel.“ Einn kostur við hinn frjálsa markað er það er innbyggt í hann fordómaleysi gagnvart peningum. Menn geta þannig spurt ráðherra og rifist í blöðum um það hvort það eigi að hafa pólskumælandi starfsmenn í Vinnumálastofnun, en þegar kemur þjónustu einkafyrirtækja þá þarf slíkt […]
Þegar saga mannkyns er skoðuð þá blasir við ansi einsleit mynd (tölulega séð) í mjög langan tíma þar til ein uppfinning verður þess valdandi að þróun mannskyns fer af stöðnun inn á veldisvöxt. Það var beislun James Watts á gufuaflinu þar sem aldargömlum starfsháttum sem byggðust upp á nýtingu vöðvaafls (manns eða vinnudýra) voru loks […]
Þann 20. september síðastliðinn hélt Emma Watson ræðu við upphaf herferðar á vegum UN Women sem kallast HeForShe. Í ræðunni hvatti Watson karlmenn að ganga til liðs við kvennréttindabaráttuna. Megininntak ræðunnar og herferðarinnar er að baráttan fyrir jafnrétti kynjanna sé ekki einkamál kvenna og svo að raunverulegt jafnrétti sé mögulegt þurfi karlmenn að taka afstöðu […]
Hversu oft hefur einhver viðmælandi, í sjónvarpssal, sagt nákvæmlega þetta við andmælanda sem svarar í sömu mynt? Samt getur einungis annar þeirra haft rétt fyrir sér. Varla eru menn farnir að ljúga. Ekki beint en staðreyndir virðast ekki skipta máli þegar að ólíkar afstöður eru rökræddar nú til dags. Hlutverk fréttamanna í svona aðstæðum felst […]
Hræringar í fjölmiðlaheiminum undanfarnar vikur hafa eflaust ekki farið framhjá neinum. Það hefur komið berlega í ljós að fjölmiðlamenn eru ekki hlutlausir frekar en stjórnmálafræðingar eða nokkur önnur manneskja ef því er að skipta. Það er hins vegar engin klisja að fjölmiðlarnir séu fjórða valdið – það hefur mjög skýra birtingarmynd á Alþingi. Samspil fjölmiðla […]
Það þykir flott að vera umburðarlyndur og menn keppast við að lýsa sjálfum sér sem umburðarlyndum einstaklingum. Sem orð er umburðarlyndi í tísku.