Verri en enginn

Deiglan er fjölmiðla- og fréttafíkill. Fyrir hana er gósentíð að renna upp, því senn líður að formannskosningu í nýja Samfylkingarflokknum. Ef vinstri menn eru sjálfum sér samkvæmir verður kosningabaráttan vingjarnleg og heiðarleg – fyrir fundinn – en að honum loknum sárindi, óheilindi og önnur yndi.

Deiglan er fjölmiðla- og fréttafíkill. Fyrir hana er gósentíð að renna upp, því senn líður að formannskosningu í nýja Samfylkingarflokknum. Ef vinstri menn eru sjálfum sér samkvæmir verður kosningabaráttan vingjarnleg og heiðarleg – fyrir fundinn – en að honum loknum sárindi, óheilindi og önnur yndi.

Össur Skarphéðinsson stendur að sögn sterkast að vígi, enda virtur og dáður af almenningi. Um það vitna óteljandi lofgreinar síðustu vikur, einkum og sér í lagi í DV, en kosningabarátta Össurar komst fyrst á fleygiferð er hann mætti í umræðuþátt um bókmenntir í SKJÁEINUM fyrir nokkrum dögum.

Fleiri hafa verið nefndir til sögunnar en Deiglan vill vekja sérstaka athygli á Lúðvíki Bergvinssyni úr Vestmannaeyjum. Hann var settur í 1. sæti framboðslista Alþýðuflokksins á Suðurlandi fyrir kosningarnar 1995 og tapaði flokkurinn þá töluverðu fylgi í kjördæminu. Þökk sé framúrskarandi kosningareglum og þvermóðsku Eggerts Haukdal, fór Lúðvík beint inn á þing með færri atkvæði á bak við sig en nokkur annar þingmaður – líklega fyrr og síðar.

En auk þessarar kosningar sinnar hefur Lúðvík reynt margt furðulegt um dagana. Hann reyndi töluvert fyrir sér í knattspyrnu á sínum yngri árum og var viðloðandi meistaraflokk Skagamanna um mðjan 9. áratuginn. Litlum sögum fer þó afrekum hans í knattspyrnusögu Akraness, ef undan er skilið eitt met sem seint verður slegið: Lúðvík Bergvinsson er eini leikmaður ÍA sem skipt hefur verið út af í leik, án þess að nokkur komi inn á í staðinn. Gerðist þetta í leik með 2. flokki ÍA og vildi þjálfarinn með þessu undirstrika vanþóknun sína á frammistöðu pilts. Við það tækifæri var Lúðvík því verri en enginn – en eflaust hefur hann bætt sig eitthvað síðan…

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.