Rífum upp parketið!

Ef það er rétt, sem haldið hefur verið að fólki undanfarin ár, að handbolti sé þjóðaríþrótt Íslendinga, þá er óhætt fyrir landann að skríða undir sæng og láta ekki sjá sig á alþjóðavettvangi næstu mánuði. Deiglan telur að nú sé tímabært að stokka upp spilin í íslensku íþróttalífi.

Ef það er rétt, sem haldið hefur verið að fólki undanfarin ár, að handbolti sé þjóðaríþrótt Íslendinga, þá er óhætt fyrir landann að skríða undir sæng og láta ekki sjá sig á alþjóðavettvangi næstu mánuði. Deiglan telur að nú sé tímabært að stokka upp spilin í íslensku íþróttalífi.

Á undanförnum árum og áratugum hefur gífurlegt kapp verið lagt á uppbyggingu handboltahalla um gervallt landið og varla nokkurt krummaskuð svo aumkt að þar sé til staðar glæsilegt íþróttahús til handboltaiðkunnar. Á sama tíma hafa knattspyrnumenn mátt búa við aðstæður sem eru á mörkum þess að vera andlega niðurdrepandi. Nýverið var þó tekið í notkun hús í Keflavík með grasi innandyra, en hingað til hafa knattspyrnumenn gert sig hæstánægða með sömu aðstöðu og reiðklárar landsins hafa í Víðidal.

Hvort sem hinum ýmsu íþróttamógúlum líkar það betur eða verr, þá er knattspyrna langvinsælasta íþrótt heims. Á síðustu árum hefur fjármagn streymt inn í íþróttina, ekki síst vegna mikilla vinsælda hennar, og knattspyrnumenn eru klárlega söluvara hvernig sem á það er litið. Á síðustu vikum hafa tveir íslenskir knattspyrnumenn verið keyptir til liða á Englandi og nam kaupverð þeirra samtals um 600 milljónum króna. Annar þessara drengja kemur frá Vestmannaeyjum en hinn frá Dalvík.

Væri ekki ráð fyrir aðþrengdar byggðir landsins að hætta þessu handbolta- og körfuboltagutli, henda út parketinu og þökuleggja fínu íþróttahúsin sín. Handboltinn er dauður og íslenskur körfubolti er andvana fæddur – fótboltinn er framtíðin.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.