Samfylkingarflokkurinn og breska módelið

Samfylkingarflokkurinn verður brátt stofnaður og samkvæmt áreiðanlegum heimildum Deiglunnar verður Össur Skarphéðinsson kosinn fyrsti formaður flokksins. Kosning Össurar mun, að sögn heimildamanna Deiglunnar, marka nýja sókn íslenskra jafnaðarmanna til hægri, í átt að miðjunni. Ætlunin er að búa til nútímalegan jafnaðarmannaflokk, að fyrirmynd Verkamannaflokksins breska. Össur Skarphéðinsson verður því hinn íslenski Tony Blair.

Samfylkingarflokkurinn verður brátt stofnaður og samkvæmt áreiðanlegum heimildum Deiglunnar verður Össur Skarphéðinsson kosinn fyrsti formaður flokksins. Kosning Össurar mun, að sögn heimildamanna Deiglunnar, marka nýja sókn íslenskra jafnaðarmanna til hægri, í átt að miðjunni. Ætlunin er að búa til nútímalegan jafnaðarmannaflokk, að fyrirmynd Verkamannaflokksins breska. Össur Skarphéðinsson verður því hinn íslenski Tony Blair.

Þessi nýi flokkur á að vera markaðssinnaður en þó hlynntur öflugu velferðar- og samtryggingarkerfi. Hann á að höfða til fjöldans með víðri og hófsamri stefnu og innan hans eiga ólikar skoðanir að rúmast. Einstaklingsframtak er litið jákvæðum augum af þessum flokki og stefnan hans er sú, að þar sem einstaklingarnir geta gert hlutina betur eða jafnvel og hið opinbera, skuli ríkið draga sig í hlé.

Þetta lítur allt vel út, en eins undarlega og það kann að hljóma í eyrum þeirra, sem unnið hafa að stofnun þessa flokks síðustu misseri, þá er þessi flokkur þegar til á Íslandi og hefur verið síðan 1929. Sjálfstæðisflokkurinn er nefnilega ekki, og hefur líklega aldrei verið, hreinræktaður hægriflokkur. Hann er fyrst og fremst miðjuflokkur með stefnu sem höfðar til fjöldans. Það er hins vegar lán þessa flokks, að hann hefur átt gott samstarf við annars áhrifalaus stjórnmálasamtök á hægri væng stjórnmálanna – Samband ungra sjálfstæðismanna.

En eins og breska módelið sýnir, þá er samt engin þversögn fólgin í því, að búa til nýjan flokk með stefnu flokks sem þegar er til. Tony Blair tókst að búa til Verkamannaflokk sem kastaði öllum fyrri stefnumálum út í hafsauga, tók upp stefnu Íhaldsflokksins og gjörsigraði hann síðan í kosningum með hans eigin stefnu. Bretar kusu breytingu án nokkura breytinga þó, eftir 16 ára valdatíma Íhaldsflokksins. Leiði kjósenda á Íhaldsflokknum sem slíkum reið baggamuninn, en flestir vildu óbreytta stefnu – og hana fengu þeir.

Hvort Össuri og Samfylkingarflokknum tekst að feta í fótspor Blairs og Verkamannaflokksins, skal ósagt látið. Stefnan hefur í það minnsta verið sett.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.